Fótbolti

Al-Itti­had stefnir á að bjóða í Salah fyrir glugga­lok

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Endar Mo Salah í Sádi-Arabíu eftir allt saman?
Endar Mo Salah í Sádi-Arabíu eftir allt saman? Visionhaus/Getty Images

Al-Ittihad frá Sádi-Arabíu stefnir á að bjóða einu sinni til viðbótar í Mohamed Salah, framherja enska knattspyrnufélagsins Liverpool, áður en félagaskiptaglugginn þar í landi lokar á fimmtudaginn kemur.

Í sumar má segja að Sádi-Arabía hafi tröllriðið félagaskiptaglugganum í Evrópu í sumar. Fjölmargir leikmenn hafa ákveðið að færa sig um set enda gull og grænir skógar í boði. Það var ekki fyrr en síðla sumars þó sem áhugi Al-Ittihad á Mo Salah var opinberaður.

Al-Ittihad hefur áður boðið í Salah en Liverpool hefur eðlilega ekki mikinn áhuga á að selja leikmanninn. Það er talið að tilboð Al-Ittihad hafi verið upp á vel yfir 100 milljónir punda en 100 milljónir punda samsvara tæpum 17 milljörðum íslenskum króna.

Nú hefur Sky Sports staðfest að Al-Ittihad ætli að bjóða í Salah á ný fyrir fimmtudag en þá lokar félagaskiptaglugginn í Sádi-Arabíu. Talið er næsta öruggt að Al-Ittihad vilji borga hinum 31 árs gamla Salah eina og og hálfa milljón punda í vikulaun. Gerir það rúmlega 250 milljónir íslenskra króna á viku.

Al-Ittihad hefur nú þegar sótt Fabinho til Liverpool og Jota til Celtic. Þá komu Karim Benzema og N‘Golo Kanté á frjálsri sölu til Real Madríd og Chelsea.

Al-Ittihad er eitt fjögurra liða í Sádi-Arabíu sem er í eign fjárfestingasjóðs landsins, PIF. Sami fjárfestingasjóður á 80 prósent eignarhlut í Newcastle United.


Tengdar fréttir

Búist við 200 milljóna risatilboði frá Sádi-Arabíu í Salah

Þrátt fyrir að félagsskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu hafi lokað í gær er enn um vika eftir af glugganum í Sádi-Arabíu. Búist er við því að Al-Ittihad muni bjóða 200 milljónir punda í Mohamed Salah, leikmann Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×