Gullkálfarnir í GOGG Guðrún Njálsdóttir skrifar 5. september 2023 13:30 Mikið ofboðslega hef ég komist að mörgu síðan við hjónin byggðum okkur frístundahús í Grímsnes- og Grafningshreppi (GOGG) enda vorum við ekkert í byrjun að velta því fyrir okkur hvað það þýddi í raun og ég þori að fullyrða að það eru örugglega mjög margir í sömu stöðu hvað þetta varðar. Hvernig byrjar þetta allt? Tökum dæmi. Þegar aðili t.d. bóndi skipuleggur frístundasvæði úr landi sínu þá er hann auðvitað að því til að hagnast. Hann selur lóðirnar og þegar sölunni er lokið þarf hann ekki að hafa neinar áhyggjur því hann hefur ekki lengur neinar kvaðir við kaupendur enda búinn að afhenda lóðirnar. Við lóðarhafar í frístundabyggð verðum fljótlega „Gullkálfar„ sveitarfélagsins því fyrst greiðum við lóðargjöld og síðar fasteignagjöld þegar frístundahúsið hefur fengið lokaúttekt. Frístundahús og íbúðarhús borga sömu prósentu í fasteignagjöld, en íbúðarhúsið fær mun meira frá sveitarfélaginu, t.d. malbikaða götu, ljósastaura, stéttar, viðgerðir, sorphirðu og skólaakstur svo eitthvað sé nefnt. Þarna er að mínu mati húseigendum mismunað. Sama verð ætti að vera fyrir sömu þjónustu. Ekkert breytist þó frístundahúsaeigandi skrái sig hjá Þjóðskrá sem íbúi GOGG og fari að greiða útsvar til hreppsins. Hann er bara settur í hóp sem nefnist „Ótilgreindur í húsi“ sem í raun þýðir að viðkomandi er orðinn „Ósýnilegur“. Þessu eiga margir erfitt með að kyngja og vildu leita lausna hjá GOGG með stofnun samráðs-/samtalshóps um málefni þessa fólks sem óskar þess eins að vera sýnilegt. Þetta mætti gera með einhvers konar skráningu B eða tilhliðrunum af einhverju tagi. Sveitarstjórn hafnaði beiðninni með þeim rökum að óheimilt væri að hafa samráð um eitthvað sem væri ólöglegt. Svo ég vitni í orð oddvita GOGG þá vinnur sveitarstjórn „innan ramma laganna“ og ætlast til þess að ég kyngi þessu svari þeirra um að hér sé ég ólöglegur íbúi. Jafnvel hefur heyrst að seljendur frístundalóða séu að kvarta við sveitarstjórn yfir því að þeir vilji ekki að fólkið noti frístundahúsin of mikið því það sé ónæði af þeim. Fái frístundahúsaeigandi þá flugu í hausinn að gerast íbúi þá er hann „orðinn heimtufrekur“. Er ekki eitthvað rangt við þetta? Búsetufrelsi var stofnað í GOGG (Grímsnes- & Grafninghreppi) til að leita réttar þess fólks sem velja að búa í frístundahúsi sínu og telur tíma til kominn að fá úr því skorið hvort um lögbrot sé að ræða þegar löggjafinn leyfir því að flytja lögheimilið. Nú er spurning hvort rétt sé að fara með samtökin á landsvísu og berjast fyrir frístundahúsaeigendur. Fá þannig úr því skorið hvort frístundahús sé í raun ekki jafnsett og íbúðarhús fyrst báðar húsagerðir eru að borga sömu prósentu í fasteignagjöld. Ótti sveitarstjórnarfólks við fjölgun íbúa t.d í fámennum hreppi eins og GOGG virðist helstur sá að „völd riðlist“ og mögulega gætu þá einhverjir misst spón úr aski sínum eða nýir íbúar komið með aðra sýn á sveitapólitíkina. Í raun snýst þetta eingögnu um það hvort frístundaeigendur ætli sér að vera „Gullkálfar framtíðarinnar“ fyrir sveitarfélögin. Halda áfram að greiða fasteignagjöld í hæstu hæðum til sveitarfélagsins, án þess að fá fyrir það nokkuð í staðinn. Höfundur er stjórnarkona í Búsetufrelsi og stoltur íbúi Grímsnes- & Grafningshrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímsnes- og Grafningshreppur Húsnæðismál Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið ofboðslega hef ég komist að mörgu síðan við hjónin byggðum okkur frístundahús í Grímsnes- og Grafningshreppi (GOGG) enda vorum við ekkert í byrjun að velta því fyrir okkur hvað það þýddi í raun og ég þori að fullyrða að það eru örugglega mjög margir í sömu stöðu hvað þetta varðar. Hvernig byrjar þetta allt? Tökum dæmi. Þegar aðili t.d. bóndi skipuleggur frístundasvæði úr landi sínu þá er hann auðvitað að því til að hagnast. Hann selur lóðirnar og þegar sölunni er lokið þarf hann ekki að hafa neinar áhyggjur því hann hefur ekki lengur neinar kvaðir við kaupendur enda búinn að afhenda lóðirnar. Við lóðarhafar í frístundabyggð verðum fljótlega „Gullkálfar„ sveitarfélagsins því fyrst greiðum við lóðargjöld og síðar fasteignagjöld þegar frístundahúsið hefur fengið lokaúttekt. Frístundahús og íbúðarhús borga sömu prósentu í fasteignagjöld, en íbúðarhúsið fær mun meira frá sveitarfélaginu, t.d. malbikaða götu, ljósastaura, stéttar, viðgerðir, sorphirðu og skólaakstur svo eitthvað sé nefnt. Þarna er að mínu mati húseigendum mismunað. Sama verð ætti að vera fyrir sömu þjónustu. Ekkert breytist þó frístundahúsaeigandi skrái sig hjá Þjóðskrá sem íbúi GOGG og fari að greiða útsvar til hreppsins. Hann er bara settur í hóp sem nefnist „Ótilgreindur í húsi“ sem í raun þýðir að viðkomandi er orðinn „Ósýnilegur“. Þessu eiga margir erfitt með að kyngja og vildu leita lausna hjá GOGG með stofnun samráðs-/samtalshóps um málefni þessa fólks sem óskar þess eins að vera sýnilegt. Þetta mætti gera með einhvers konar skráningu B eða tilhliðrunum af einhverju tagi. Sveitarstjórn hafnaði beiðninni með þeim rökum að óheimilt væri að hafa samráð um eitthvað sem væri ólöglegt. Svo ég vitni í orð oddvita GOGG þá vinnur sveitarstjórn „innan ramma laganna“ og ætlast til þess að ég kyngi þessu svari þeirra um að hér sé ég ólöglegur íbúi. Jafnvel hefur heyrst að seljendur frístundalóða séu að kvarta við sveitarstjórn yfir því að þeir vilji ekki að fólkið noti frístundahúsin of mikið því það sé ónæði af þeim. Fái frístundahúsaeigandi þá flugu í hausinn að gerast íbúi þá er hann „orðinn heimtufrekur“. Er ekki eitthvað rangt við þetta? Búsetufrelsi var stofnað í GOGG (Grímsnes- & Grafninghreppi) til að leita réttar þess fólks sem velja að búa í frístundahúsi sínu og telur tíma til kominn að fá úr því skorið hvort um lögbrot sé að ræða þegar löggjafinn leyfir því að flytja lögheimilið. Nú er spurning hvort rétt sé að fara með samtökin á landsvísu og berjast fyrir frístundahúsaeigendur. Fá þannig úr því skorið hvort frístundahús sé í raun ekki jafnsett og íbúðarhús fyrst báðar húsagerðir eru að borga sömu prósentu í fasteignagjöld. Ótti sveitarstjórnarfólks við fjölgun íbúa t.d í fámennum hreppi eins og GOGG virðist helstur sá að „völd riðlist“ og mögulega gætu þá einhverjir misst spón úr aski sínum eða nýir íbúar komið með aðra sýn á sveitapólitíkina. Í raun snýst þetta eingögnu um það hvort frístundaeigendur ætli sér að vera „Gullkálfar framtíðarinnar“ fyrir sveitarfélögin. Halda áfram að greiða fasteignagjöld í hæstu hæðum til sveitarfélagsins, án þess að fá fyrir það nokkuð í staðinn. Höfundur er stjórnarkona í Búsetufrelsi og stoltur íbúi Grímsnes- & Grafningshrepps.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar