Hvaða leikmenn gæti Sádi-Arabía reynt að lokka til sín fyrir gluggalok? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. september 2023 21:30 Þessir þrír gætu endað í Sádi-Arabíu að mati ESPN. EPA PHOTO Félagaskiptaglugginn í Sádi-Arabíu lokar á fimmtudag. Knattspyrnufélög þar í landi geta því enn sótt leikmenn þó glugginn í stærstu deildum Evrópu sé nú lokaður. Að því tilefni tók ESPN saman nokkur af helstu nöfnunum sem eru orðuð við Sádi-Arabíu um þessar mundir og velti fyrir sér hvort eitthvað af þeim nöfnum gætu fært sig um set áður en glugginn þar í landi lokar. Mohamed Salah, 31 árs framherji Egyptinn hefur verið orðaður við Sádi-Arabíu undanfarna daga en Liverpool neitar að selja þó svo að tilboðið hljóði upp á gull og græna skóga. Þá myndi Salah fá einkar vel borgað í Sádi-Arabíu. David De Gea, 32 ára markvörður Samningur De Gea við Manchester United rann út í sumar og hann er enn samningslaus. Er enn á góðum aldri fyrir markvörð og þrátt fyrir að hafa verið óstöðugur á síðustu leiktíð ætti hann að vera töluvert betri en meðalmarkvörðurinn í Sádi-Arabíu. ESPN segir hann passa fullkomlega í lið eins og Al Nassr eða Al Ittihad. Roberto Pereyra, 32 ára miðjumaður Fjölhæfur miðjumaður sem virðist sama hvar hann spilar. Hefur á undanfarinn áratug spilað fyrir Juventus, Watford og Udinese. Ólst upp hjá River Plate í Argentínu og nú er kominn tími til að færa sig út fyrir Evrópu. Hugo Lloris, 36 ára gamall markvörður Hugo Lloris gæti farið til Sádi-Arabíu að mati ESPN.Getty Images/Aurelien Meunier Samningsbundinn Tottenham Hotspur til sumarsins 2024 en ljóst er að tími hans hjá félaginu er liðinn. Var orðaður við lið á borð við Marseille, Nice og Lazio í sumar en nú er það einfaldlega Sádi-Arabía eða einfaldlega varaliðið hjá Tottenham. Donny van de Beek, 26 ára gamall miðjumaður Hollendingurinn var ekki hluti af Meistaradeildarhóp Man United og er að öllum líkindum á leið frá félaginu. Hefur verið óheppinn með meiðsli og þó svo að Man Utd sé þunnskipað á miðsvæðinu virðist Erik ten Hag ekki treysta Donny til að spila þar. Paul Poga, 30 ára gamall miðjumaður Paul Pogba hefur verið meiddur nærri allan tímann síðan hann sneri aftur til Juventus.Jonathan Moscrop/Getty Images Endurkoma Pogba til Juventus hefur verið hrein og bein hörmung. Er enn á ný að glíma við meiðsli og alls óvíst hversu mikið hann mun spila á næstunni. Juventus er eflaust til í að losna við hann af launaskrá og í Sádi-Arabíu gæti hann jafnvel hækkað í launum. Önnur nöfn á listanum eru João Palhinha, Marco Veratti, Eden Hazard, Jesse Lingard og Malang Sarr. Þá er Demarai Gray, leikmaður Everton, við það að ganga í raðir Al Ettifaq. Gray var ekki á listanum hjá ESPN en það virðist næsta öruggt að leikmaðurinn gangi til liðs við Steven Gerrard og lærisveina hans. Understand Demarai Gray deal with Al Ettifaq is now advancing to final stages! #AlEttifaqAll done on the player side and getting closer also between clubs with Everton.Gray, expected to sign four year deal as new Al Ettifaq player. He already gave green light last week. pic.twitter.com/p4EhGTDXHT— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 5, 2023 Fótbolti Sádiarabíski boltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Að því tilefni tók ESPN saman nokkur af helstu nöfnunum sem eru orðuð við Sádi-Arabíu um þessar mundir og velti fyrir sér hvort eitthvað af þeim nöfnum gætu fært sig um set áður en glugginn þar í landi lokar. Mohamed Salah, 31 árs framherji Egyptinn hefur verið orðaður við Sádi-Arabíu undanfarna daga en Liverpool neitar að selja þó svo að tilboðið hljóði upp á gull og græna skóga. Þá myndi Salah fá einkar vel borgað í Sádi-Arabíu. David De Gea, 32 ára markvörður Samningur De Gea við Manchester United rann út í sumar og hann er enn samningslaus. Er enn á góðum aldri fyrir markvörð og þrátt fyrir að hafa verið óstöðugur á síðustu leiktíð ætti hann að vera töluvert betri en meðalmarkvörðurinn í Sádi-Arabíu. ESPN segir hann passa fullkomlega í lið eins og Al Nassr eða Al Ittihad. Roberto Pereyra, 32 ára miðjumaður Fjölhæfur miðjumaður sem virðist sama hvar hann spilar. Hefur á undanfarinn áratug spilað fyrir Juventus, Watford og Udinese. Ólst upp hjá River Plate í Argentínu og nú er kominn tími til að færa sig út fyrir Evrópu. Hugo Lloris, 36 ára gamall markvörður Hugo Lloris gæti farið til Sádi-Arabíu að mati ESPN.Getty Images/Aurelien Meunier Samningsbundinn Tottenham Hotspur til sumarsins 2024 en ljóst er að tími hans hjá félaginu er liðinn. Var orðaður við lið á borð við Marseille, Nice og Lazio í sumar en nú er það einfaldlega Sádi-Arabía eða einfaldlega varaliðið hjá Tottenham. Donny van de Beek, 26 ára gamall miðjumaður Hollendingurinn var ekki hluti af Meistaradeildarhóp Man United og er að öllum líkindum á leið frá félaginu. Hefur verið óheppinn með meiðsli og þó svo að Man Utd sé þunnskipað á miðsvæðinu virðist Erik ten Hag ekki treysta Donny til að spila þar. Paul Poga, 30 ára gamall miðjumaður Paul Pogba hefur verið meiddur nærri allan tímann síðan hann sneri aftur til Juventus.Jonathan Moscrop/Getty Images Endurkoma Pogba til Juventus hefur verið hrein og bein hörmung. Er enn á ný að glíma við meiðsli og alls óvíst hversu mikið hann mun spila á næstunni. Juventus er eflaust til í að losna við hann af launaskrá og í Sádi-Arabíu gæti hann jafnvel hækkað í launum. Önnur nöfn á listanum eru João Palhinha, Marco Veratti, Eden Hazard, Jesse Lingard og Malang Sarr. Þá er Demarai Gray, leikmaður Everton, við það að ganga í raðir Al Ettifaq. Gray var ekki á listanum hjá ESPN en það virðist næsta öruggt að leikmaðurinn gangi til liðs við Steven Gerrard og lærisveina hans. Understand Demarai Gray deal with Al Ettifaq is now advancing to final stages! #AlEttifaqAll done on the player side and getting closer also between clubs with Everton.Gray, expected to sign four year deal as new Al Ettifaq player. He already gave green light last week. pic.twitter.com/p4EhGTDXHT— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 5, 2023
Fótbolti Sádiarabíski boltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira