Lokaorð flugmanns þyrlunnar sem fórst í Leicester opinberuð Aron Guðmundsson skrifar 6. september 2023 12:31 Stundin þegar að þyrlan tók á loft frá King Power leikvanginum í Leicester Vísir/Getty Lokaorð flugmannsins sem flaug þyrlu sem brotlenti, meðal annars með þáverandi eiganda enska knattspyrnufélagsins Leicester City, og með þeim afleiðingum að öll í þyrlunni fórust, hafa verið opinberuð í skýrslu um slysið. Það var þann 27. október 2018, um klukkustund eftir leik Leicester City og West Ham United, sem umrædd þyrla brotlenti fyrir utan King Power leikvanginn, heimavöll Leicester City, skömmu eftir að hún hafði tekið á loft frá miðju vallarins. Leicester City hafði á þessum tíma verið að ganga í gegnum algjöra blómaskeið undir eignarhaldi Vichai Srivaddhanaprabha og varð, eins og frægt er orðið, enskur meistari tímabilið 2015-2016. Í skýrslu rannsóknarnefndar flugslysa á Bretlandi um umrætt slys. sem hefur nú verið gerð opinber og Sky News hefur í höndunum, segir að hinn 53 ára Eric Swaffer, flugmaður þyrlunnar hafi ekki áttað sig á því hvað væri að eiga sér stað þegar þyrlan tók að láta illa undan stjórn. Er rennt stoðum undir þetta með upptökum úr stjórnklefa þyrlunnar þar sem heyra má Eric segja: „Ég veit ekki hvað er að eiga sér stað,“ en nokkrum sekúndum síðar brotlenti þyrlan. Auk Eric og Vichai voru Nursara Suknamai og Kaveporn Punpare, aðstoðarfólk Vichai í þyrlunni. Þá var unnusta Erics, Izabela Roza Lechowicz einnig í henni. Þau létu öll lífið. Í skýrslunni er sagt að þeir pedalar, sem flugmaðurinn reiddi sig á til þess að stýra stefnu þyrlunnar, hafi orðið óvirkir og varð það til þess að þyrlan tók, óumbeðin, skarpa hægri beygju og var ómögulegt fyrir Eric að ná aftur stjórn á henni. Þyrlan snerist stjórnlaus í alls fimm hringi í loftinu áður en hún skall á jörðinni. Fjórir af þeim fimm einstaklingum sem hafi verið í þyrlunni hafi lifað höggið af en orðið eldinum, sem blossaði upp á innan við mínútu, að bráð. Mest lesið Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjá meira
Það var þann 27. október 2018, um klukkustund eftir leik Leicester City og West Ham United, sem umrædd þyrla brotlenti fyrir utan King Power leikvanginn, heimavöll Leicester City, skömmu eftir að hún hafði tekið á loft frá miðju vallarins. Leicester City hafði á þessum tíma verið að ganga í gegnum algjöra blómaskeið undir eignarhaldi Vichai Srivaddhanaprabha og varð, eins og frægt er orðið, enskur meistari tímabilið 2015-2016. Í skýrslu rannsóknarnefndar flugslysa á Bretlandi um umrætt slys. sem hefur nú verið gerð opinber og Sky News hefur í höndunum, segir að hinn 53 ára Eric Swaffer, flugmaður þyrlunnar hafi ekki áttað sig á því hvað væri að eiga sér stað þegar þyrlan tók að láta illa undan stjórn. Er rennt stoðum undir þetta með upptökum úr stjórnklefa þyrlunnar þar sem heyra má Eric segja: „Ég veit ekki hvað er að eiga sér stað,“ en nokkrum sekúndum síðar brotlenti þyrlan. Auk Eric og Vichai voru Nursara Suknamai og Kaveporn Punpare, aðstoðarfólk Vichai í þyrlunni. Þá var unnusta Erics, Izabela Roza Lechowicz einnig í henni. Þau létu öll lífið. Í skýrslunni er sagt að þeir pedalar, sem flugmaðurinn reiddi sig á til þess að stýra stefnu þyrlunnar, hafi orðið óvirkir og varð það til þess að þyrlan tók, óumbeðin, skarpa hægri beygju og var ómögulegt fyrir Eric að ná aftur stjórn á henni. Þyrlan snerist stjórnlaus í alls fimm hringi í loftinu áður en hún skall á jörðinni. Fjórir af þeim fimm einstaklingum sem hafi verið í þyrlunni hafi lifað höggið af en orðið eldinum, sem blossaði upp á innan við mínútu, að bráð.
Mest lesið Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjá meira