Segir að Kim muni gjalda fyrir vopnasendingar Samúel Karl Ólason skrifar 6. september 2023 14:27 Kim Jong Un og Vladimír Pútín í Rússlandi árið 2019. AP/Alexander Zemlianichenko Jake Sullivan, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, segir að Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og ríkið allt muni gjalda fyrir mögulega vopnasendingar til Rússlands. Hann segir að sendi Kóreumenn vopn til Rússlands sem notuð yrði í Úkraínu, kæmi það niður á Norður-Kóreu á alþjóðasviðinu. Þetta sagði Sullivan á blaðamannafundi í gærkvöldi. Bandaríkjamenn segja að Kim og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi átt í samskiptum undanfarið og að Kim sé mögulega á leið til Rússlands á fund við Pútín seinna í þessum mánuði. Ferðin yrði fyrsta ferð Kim til annars ríkis í rúm fjögur ár. Leiðtogarnir eru einnig sagðir hafa skipst á bréfum en fyrr í sumar fór Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, í ferðalag til Pyongyang. Yfirvöld í Kreml hafa ekkert viljað segja um þessar yfirlýsingar Bandaríkjamanna. Providing weapons to Russia is not going to reflect well on North Korea and they will pay a price for this in the international community, US national security adviser Jake Sullivan told reporters at the White House https://t.co/rl2e82NjDC pic.twitter.com/f0OpKVGMxZ— Reuters (@Reuters) September 5, 2023 Bandaríkjamenn segja að Rússar freisti þess að fá skotfæri fyrir stórskotalið og önnur hergögn frá Norður-Kóreu til að nota við innrásina í Úkraínu. Úkraínskir hermenn segja stórskotaliðsárásum Rússa hafa fækkað að undanförnu og þykir það til marks um að framleiðslan í Rússlandi sé ekki nægileg, miðað við notkun stórskotaliðs. Stórskotalið skiptir sköpum í átökunum í Úkraínu. Sullivan sagði að refsiaðgerðir vegna innrásarinnar í Úkraínu hafi komið niður á hergagnaframleiðslu Rússa og því þurfi þeir að leita eftir aðstoð, samkvæmt frétt Reuters. Kim er talinn vonast eftir aðstoð við þróun langdrægra eldflauga sem geta borið kjarnorkuvopn ríkisins. Norður-Kórea hefur um árabil unnið að þróun slíkra vopna og er það í trássi við ályktanir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Norður-Kórea hefur verið beitt umfangsmiklum refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum vegna vopnaáætlana einræðisríkisins. Rússland Norður-Kórea Bandaríkin Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Lætur yfirhershöfðingjann fjúka og boðar aukin hernaðarumsvif Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur látið æðsta hershöfðingja landsins fjúka. Varnarmálaráðherra landsins, Ri Yong-gil, hefur tekið við stöðunni. 10. ágúst 2023 10:00 Norður-Kóreumenn sýndu „bandaríska“ herdróna Norður-Kóreumenn efndu til sérstakrar hersýningar í gærkvöldi. Þar sýndu þeir nýjan búnað og voru þar í fyrirrúmi nýir herdrónar sem taldir eru keimlíkir bandarískum drónum, að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. 28. júlí 2023 07:43 Heimildarmenn BBC segja heilu fjölskyldurnar svelta til bana „Ríkið segir okkur að við séum í faðmi móður okkar. En hvaða móðir myndi taka barn sitt af lífi um miðjan dag fyrir að flýja til Kína af því að það var að svelta?“ 15. júní 2023 07:57 Segja kjarnorkuvopnum fjölga og heimsbyggðina fljóta að feigðarósi Kjarnavopnum er að fjölga á ný að sögn sérfræðinga hugveitunnar Stockholm International Peace Research Institute (Sipri), sem vara við því að heimsbyggðin sé að sigla inn í „hættulegasta tímabil mannkynssögunnar“. 12. júní 2023 06:42 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Fleiri fréttir Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Sjá meira
Þetta sagði Sullivan á blaðamannafundi í gærkvöldi. Bandaríkjamenn segja að Kim og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi átt í samskiptum undanfarið og að Kim sé mögulega á leið til Rússlands á fund við Pútín seinna í þessum mánuði. Ferðin yrði fyrsta ferð Kim til annars ríkis í rúm fjögur ár. Leiðtogarnir eru einnig sagðir hafa skipst á bréfum en fyrr í sumar fór Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, í ferðalag til Pyongyang. Yfirvöld í Kreml hafa ekkert viljað segja um þessar yfirlýsingar Bandaríkjamanna. Providing weapons to Russia is not going to reflect well on North Korea and they will pay a price for this in the international community, US national security adviser Jake Sullivan told reporters at the White House https://t.co/rl2e82NjDC pic.twitter.com/f0OpKVGMxZ— Reuters (@Reuters) September 5, 2023 Bandaríkjamenn segja að Rússar freisti þess að fá skotfæri fyrir stórskotalið og önnur hergögn frá Norður-Kóreu til að nota við innrásina í Úkraínu. Úkraínskir hermenn segja stórskotaliðsárásum Rússa hafa fækkað að undanförnu og þykir það til marks um að framleiðslan í Rússlandi sé ekki nægileg, miðað við notkun stórskotaliðs. Stórskotalið skiptir sköpum í átökunum í Úkraínu. Sullivan sagði að refsiaðgerðir vegna innrásarinnar í Úkraínu hafi komið niður á hergagnaframleiðslu Rússa og því þurfi þeir að leita eftir aðstoð, samkvæmt frétt Reuters. Kim er talinn vonast eftir aðstoð við þróun langdrægra eldflauga sem geta borið kjarnorkuvopn ríkisins. Norður-Kórea hefur um árabil unnið að þróun slíkra vopna og er það í trássi við ályktanir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Norður-Kórea hefur verið beitt umfangsmiklum refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum vegna vopnaáætlana einræðisríkisins.
Rússland Norður-Kórea Bandaríkin Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Lætur yfirhershöfðingjann fjúka og boðar aukin hernaðarumsvif Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur látið æðsta hershöfðingja landsins fjúka. Varnarmálaráðherra landsins, Ri Yong-gil, hefur tekið við stöðunni. 10. ágúst 2023 10:00 Norður-Kóreumenn sýndu „bandaríska“ herdróna Norður-Kóreumenn efndu til sérstakrar hersýningar í gærkvöldi. Þar sýndu þeir nýjan búnað og voru þar í fyrirrúmi nýir herdrónar sem taldir eru keimlíkir bandarískum drónum, að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. 28. júlí 2023 07:43 Heimildarmenn BBC segja heilu fjölskyldurnar svelta til bana „Ríkið segir okkur að við séum í faðmi móður okkar. En hvaða móðir myndi taka barn sitt af lífi um miðjan dag fyrir að flýja til Kína af því að það var að svelta?“ 15. júní 2023 07:57 Segja kjarnorkuvopnum fjölga og heimsbyggðina fljóta að feigðarósi Kjarnavopnum er að fjölga á ný að sögn sérfræðinga hugveitunnar Stockholm International Peace Research Institute (Sipri), sem vara við því að heimsbyggðin sé að sigla inn í „hættulegasta tímabil mannkynssögunnar“. 12. júní 2023 06:42 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Fleiri fréttir Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Sjá meira
Lætur yfirhershöfðingjann fjúka og boðar aukin hernaðarumsvif Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur látið æðsta hershöfðingja landsins fjúka. Varnarmálaráðherra landsins, Ri Yong-gil, hefur tekið við stöðunni. 10. ágúst 2023 10:00
Norður-Kóreumenn sýndu „bandaríska“ herdróna Norður-Kóreumenn efndu til sérstakrar hersýningar í gærkvöldi. Þar sýndu þeir nýjan búnað og voru þar í fyrirrúmi nýir herdrónar sem taldir eru keimlíkir bandarískum drónum, að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. 28. júlí 2023 07:43
Heimildarmenn BBC segja heilu fjölskyldurnar svelta til bana „Ríkið segir okkur að við séum í faðmi móður okkar. En hvaða móðir myndi taka barn sitt af lífi um miðjan dag fyrir að flýja til Kína af því að það var að svelta?“ 15. júní 2023 07:57
Segja kjarnorkuvopnum fjölga og heimsbyggðina fljóta að feigðarósi Kjarnavopnum er að fjölga á ný að sögn sérfræðinga hugveitunnar Stockholm International Peace Research Institute (Sipri), sem vara við því að heimsbyggðin sé að sigla inn í „hættulegasta tímabil mannkynssögunnar“. 12. júní 2023 06:42