Draumur Björgvins að færa íþróttir enn nær því að vera fyrir alla Aron Guðmundsson skrifar 6. september 2023 17:30 Auk þess að vera á fullu í handboltanum gegnir Björgvin Páll formennsku í Íþróttanefnd ríkisins Vísir/Vilhelm Íþróttanefnd ríkisins auglýsir nú eftir umsóknum í Íþróttasjóð fyrir næsta ár. Formaður nefndarinnar, íslenski landsliðsmarkvörðurinn í handbolta, Björgvin Páll Gústavsson segir svona sjóð skipta alveg gríðarlega miklu máli en umsóknarfrestur um úthlutun úr sjóðnum er opinn fram í byrjun október. „Svona sjóður getur haft mikið að segja,“ segir Björgvin Páll aðspurður hver mikilvægi svona sjóðs eins og íþróttasjóðs sé. „Til að mynda fyrir minni félögin úti á landi þegar kemur að aðstöðu og eins fyrir stærri félögin þegar kemur að fræðslu og forvörnum þar sem iðkendafjöldin er mikill. Fræðsla og forvarnir eru fyrir mér sterkar stoðir í íþróttum og mér finnst að íþróttafélög megi gera miklu betur þar. Stóra markmiðið held ég að ætti að vera að auka vellíðan innan íslenskrar íþróttahreyfingar.“ Íþróttasjóður styrkir aðstöðu til íþróttaiðkunnar, íþróttarannsókna og útbreiðslu-og fræðsluverkefna. Nefndin setur á hverju tímabili ákveðnar áherslur sem bæði rýma við samfélagið, áherslu íþróttastefnu, áherslur ráðherra o.fl. en í þetta skiptið er lögð áhersla á inngildingu. „Inngilding er nokkuð vítt hugtak og nær yfir mikilvægi þess að allir, óháð uppruna, þjóðerni, húðlitar, menningar, trúar- og lífsskoðana eða annarra mismununarþátta. Fyrir mér nær hugtakið einnig utan um börn með greiningar svo eitthvað sé nefnt. Ég persónulega væri til að mynda spenntur fyrir því að sjá umsóknir sem einmitt tengjast fræðslu gagnvart þessum hópum til þess að auka skilning á því að við erum ekki öll eins. Mér finnst fræðsluverkefnahlutinn allur mjög spennandi enda sjálfur verið að hrærast í þeim heim og finnst börnunum okkar vanta fleiri vopn til að takast á við íþróttirnar, skólann og allt sem lífið hendir í börnin okkar. Eins finnst mér gríðarlega þörf á foreldrarfræðslu almennt séð þegar kemur að börnum og íþróttum.“ Hægt er að sækja um úthlutun úr sjóðnum í gegnum umsóknarform á vef Rannís. „Íþróttir fyrir alla“ Ekki er ýkja langt síðan að Björgvin Páll tók við formennsku í Íþróttanefnd ríkisins. „Það er heiður að fá að gegna formennsku í þessari mikilvægu nefnd sem hefur rætur að rekja aftur til ársins 1940 ef mig minnir rétt. Það eru forréttindi að fá að vinna með þessum jarðýtum sem skipa nefndina en hópurinn stútfullur af fagfólki með misjafnan bakgrunn og úr ólíkum íþróttagreinum.“ Íþróttanefnd ríkisins Björgvin Páll vill, sem formaður nefndarinnar, gera tilraun til að færa íþróttirnar enn nær því að standa undir orðunum „íþróttir fyrir alla.“ „Ég trúi því að við gerum það með því að fækka þröskuldum, fjárhaglegum og andlegum, og með því gera íþróttirnar stað þar sem sem flestir fá að tilheyra.“ Íþróttanefnd ríkisins gegnir meðal annars því hlutverki að veita barna- og menntamálaráðuneytinu ráðgjöf í íþróttamálum og gerir tillögur um úthlutun fjár úr íþróttasjóði. Eins kemur hún að endurskoðun á íþróttastefnunni, íþróttalögunum svo eitthvað sé nefnt. „Eins eru mjög spennandi hlutir í gangi á næstu misserum eins og bygging nýs þjóðarleikvangs, Vésteinn Hafsteinsson að setja púður í afrekssmál og eins verið að gefa í tengt almenningsíþróttum, þátttöku fatlaðra í íþróttum og eins barna af erlendum uppruna.“ Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Óttast að Grealish verði lengi frá Sjá meira
„Svona sjóður getur haft mikið að segja,“ segir Björgvin Páll aðspurður hver mikilvægi svona sjóðs eins og íþróttasjóðs sé. „Til að mynda fyrir minni félögin úti á landi þegar kemur að aðstöðu og eins fyrir stærri félögin þegar kemur að fræðslu og forvörnum þar sem iðkendafjöldin er mikill. Fræðsla og forvarnir eru fyrir mér sterkar stoðir í íþróttum og mér finnst að íþróttafélög megi gera miklu betur þar. Stóra markmiðið held ég að ætti að vera að auka vellíðan innan íslenskrar íþróttahreyfingar.“ Íþróttasjóður styrkir aðstöðu til íþróttaiðkunnar, íþróttarannsókna og útbreiðslu-og fræðsluverkefna. Nefndin setur á hverju tímabili ákveðnar áherslur sem bæði rýma við samfélagið, áherslu íþróttastefnu, áherslur ráðherra o.fl. en í þetta skiptið er lögð áhersla á inngildingu. „Inngilding er nokkuð vítt hugtak og nær yfir mikilvægi þess að allir, óháð uppruna, þjóðerni, húðlitar, menningar, trúar- og lífsskoðana eða annarra mismununarþátta. Fyrir mér nær hugtakið einnig utan um börn með greiningar svo eitthvað sé nefnt. Ég persónulega væri til að mynda spenntur fyrir því að sjá umsóknir sem einmitt tengjast fræðslu gagnvart þessum hópum til þess að auka skilning á því að við erum ekki öll eins. Mér finnst fræðsluverkefnahlutinn allur mjög spennandi enda sjálfur verið að hrærast í þeim heim og finnst börnunum okkar vanta fleiri vopn til að takast á við íþróttirnar, skólann og allt sem lífið hendir í börnin okkar. Eins finnst mér gríðarlega þörf á foreldrarfræðslu almennt séð þegar kemur að börnum og íþróttum.“ Hægt er að sækja um úthlutun úr sjóðnum í gegnum umsóknarform á vef Rannís. „Íþróttir fyrir alla“ Ekki er ýkja langt síðan að Björgvin Páll tók við formennsku í Íþróttanefnd ríkisins. „Það er heiður að fá að gegna formennsku í þessari mikilvægu nefnd sem hefur rætur að rekja aftur til ársins 1940 ef mig minnir rétt. Það eru forréttindi að fá að vinna með þessum jarðýtum sem skipa nefndina en hópurinn stútfullur af fagfólki með misjafnan bakgrunn og úr ólíkum íþróttagreinum.“ Íþróttanefnd ríkisins Björgvin Páll vill, sem formaður nefndarinnar, gera tilraun til að færa íþróttirnar enn nær því að standa undir orðunum „íþróttir fyrir alla.“ „Ég trúi því að við gerum það með því að fækka þröskuldum, fjárhaglegum og andlegum, og með því gera íþróttirnar stað þar sem sem flestir fá að tilheyra.“ Íþróttanefnd ríkisins gegnir meðal annars því hlutverki að veita barna- og menntamálaráðuneytinu ráðgjöf í íþróttamálum og gerir tillögur um úthlutun fjár úr íþróttasjóði. Eins kemur hún að endurskoðun á íþróttastefnunni, íþróttalögunum svo eitthvað sé nefnt. „Eins eru mjög spennandi hlutir í gangi á næstu misserum eins og bygging nýs þjóðarleikvangs, Vésteinn Hafsteinsson að setja púður í afrekssmál og eins verið að gefa í tengt almenningsíþróttum, þátttöku fatlaðra í íþróttum og eins barna af erlendum uppruna.“
Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Óttast að Grealish verði lengi frá Sjá meira