Innlent

Gerði þarfir sínar utandyra í miðbænum

Jón Þór Stefánsson skrifar
Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint.
Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm

Lögregla fékk í dag tilkynningu um erlendan ferðamann sem var að gera þarfir sínar utandyra í miðbæ Reykjavíkur. Þegar lögreglu bar að garði var aðilinn farinn á brott. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Í dagbókinni segir einnig frá því að lögregla hafi fengið tilkynningu um „æstan aðila“ í miðborginni, en fram kemur að efir viðræður við lögreglu hafi aðilinn gengið sáttur í burtu.

Þá er greint frá því að lögreglu hafi verið tilkynnt um þjófnað á áfengisflösku á bar í miðborginni. Lögreglan tekur fram að málið sé í rannsókn.

Þar að auki er fjallað um gróðurelda í Öskjuhlíðinni, sem Vísir fjallaði um fyrr í dag. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var talið að kveikt hafi verið í brettum nærri göngustíg.


Tengdar fréttir

Slökktu eld í Öskjuhlíð

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti útkalli vegna elds í Öskjuhlíð. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var talið að kveikt hafi verið í brettum nærri göngustíg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×