Biðin loks á enda: Fyrsti leikur Arons með FH í 5.293 daga Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. september 2023 14:01 Aron Pálmarsson í leik með FH tímabilið 2008-09. fh Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, leikur í kvöld sinn fyrsta deildarleik fyrir FH í fjórtán ár. Mikil eftirvænting ríkir fyrir endurkomu Arons í íslenska boltann. Skömmu fyrir jól í fyrra var greint frá því að hann myndi snúa aftur heim til FH fyrir þetta tímabil. Aron átti glæsilegan feril í atvinnumennsku með Kiel, Veszprém, Barcelona og Álaborg. Hann vann titla með öllum liðunum, þar á meðal Meistaradeild Evrópu í þrígang. Hafnfirðingurinn er einn sigursælasti handboltamaður sögunnar. Aron er nú fluttur aftur heim í Hafnarfjörðinn og spennan fyrir fyrsta leik hans í treyju FH hefur aukist jafnt og þétt. Víst er að margir FH-ingar og handboltaáhugafólk hefur merkt við 7. september 2023 á dagatalinu en þá tekur FH á móti Aftureldingu í 1. umferð Olís-deildarinnar. Sá dagur er nú runninn upp og Aron spilar í kvöld sinn fyrsta leik fyrir FH síðan 12. mars 2009, eða í fjórtán og hálft ár, nánar tiltekið 5.293 daga. Þann 12. mars 2009 tapaði FH fyrir Val í Kaplakrika, 27-32. Aron skoraði sex mörk í leiknum og var næstmarkahæstur í liði FH á eftir Bjarna Fritzsyni sem skoraði níu mörk. Auk Arons eru tveir leikmenn sem léku með FH í leiknum í herbúðum liðsins í dag; markvörðurinn Daníel Freyr Andrésson, sem sneri heim í sumar eftir dvöl í atvinnumennsku, og Ásbjörn Friðriksson sem hefur leikið samfleytt með FH síðan 2008, ef frá er talið eitt tímabil í Svíþjóð. Ásbjörn skoraði tvö mörk í leiknum gegn Val, líkt og Sigursteinn Arndal, núverandi þjálfari FH. Leikmenn FH í leiknum gegn Val 12. mars 2009.hsí Tímabilið 2008-09 var eina tímabil Arons í efstu deild áður en hann hélt utan. Hann skoraði 115 mörk í sextán leikjum og var valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar og besti sóknarmaður hennar. FH endaði í 5. sæti deildarinnar og komst ekki í úrslitakeppnina. FH mun gera talsvert betur í vetur, allavega ef marka má spá forráðamanna liðanna í Olís-deildinni. FH-ingum er nefnilega spáð sigri í henni. Leikur FH og Aftureldingar hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Olís-deild karla FH Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Fleiri fréttir Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Sjá meira
Mikil eftirvænting ríkir fyrir endurkomu Arons í íslenska boltann. Skömmu fyrir jól í fyrra var greint frá því að hann myndi snúa aftur heim til FH fyrir þetta tímabil. Aron átti glæsilegan feril í atvinnumennsku með Kiel, Veszprém, Barcelona og Álaborg. Hann vann titla með öllum liðunum, þar á meðal Meistaradeild Evrópu í þrígang. Hafnfirðingurinn er einn sigursælasti handboltamaður sögunnar. Aron er nú fluttur aftur heim í Hafnarfjörðinn og spennan fyrir fyrsta leik hans í treyju FH hefur aukist jafnt og þétt. Víst er að margir FH-ingar og handboltaáhugafólk hefur merkt við 7. september 2023 á dagatalinu en þá tekur FH á móti Aftureldingu í 1. umferð Olís-deildarinnar. Sá dagur er nú runninn upp og Aron spilar í kvöld sinn fyrsta leik fyrir FH síðan 12. mars 2009, eða í fjórtán og hálft ár, nánar tiltekið 5.293 daga. Þann 12. mars 2009 tapaði FH fyrir Val í Kaplakrika, 27-32. Aron skoraði sex mörk í leiknum og var næstmarkahæstur í liði FH á eftir Bjarna Fritzsyni sem skoraði níu mörk. Auk Arons eru tveir leikmenn sem léku með FH í leiknum í herbúðum liðsins í dag; markvörðurinn Daníel Freyr Andrésson, sem sneri heim í sumar eftir dvöl í atvinnumennsku, og Ásbjörn Friðriksson sem hefur leikið samfleytt með FH síðan 2008, ef frá er talið eitt tímabil í Svíþjóð. Ásbjörn skoraði tvö mörk í leiknum gegn Val, líkt og Sigursteinn Arndal, núverandi þjálfari FH. Leikmenn FH í leiknum gegn Val 12. mars 2009.hsí Tímabilið 2008-09 var eina tímabil Arons í efstu deild áður en hann hélt utan. Hann skoraði 115 mörk í sextán leikjum og var valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar og besti sóknarmaður hennar. FH endaði í 5. sæti deildarinnar og komst ekki í úrslitakeppnina. FH mun gera talsvert betur í vetur, allavega ef marka má spá forráðamanna liðanna í Olís-deildinni. FH-ingum er nefnilega spáð sigri í henni. Leikur FH og Aftureldingar hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Olís-deild karla FH Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Fleiri fréttir Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Sjá meira