Kennari sem löðrungaði nemanda fyrir Hæstarétt Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 7. september 2023 22:10 Kennarinn starfaði við Dalvíkurskóla þegar atvikið kom upp. DALVÍKURSKÓLI Hæstiréttur hefur fallist á áfrýjunarbeiðni grunnskólakennara sem sagt var upp fyrir að hafa löðrungað þrettán ára stúlku, nemanda í skólanum. Rétturinn telur að dómur í málinu geti haft fordæmisgildi. Grunnskólakennarinn kenndi í Dalvíkurskóla og málið vakti mikla athygli þegar héraðsdómur dæmdi kennaranum alls átta milljónir króna í skaða- og miskabætur vegna ólögmætrar uppsagnar í febrúar á síðasta ári. Héraðsdómur taldi kinnhestinn ekki hafa verið gróft brot í starfi sem réttlætt gæti fyrirvaralausan brottrekstur. Þrátt fyrir að óumdeilt væri að kennarinn hefði löðrungað barnið í íþróttatíma við Dalvíkurskóla studdu bæði Kennarasamband Íslands og Félag grunnskólakennara við bakið á konunni. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, sagði meðal annars málið þess eðlis að kennarinn hefði bæði verið sviptur ærunni og lífsviðurværi með brottrekstrinum. Landsréttur var hins vegar ósammála niðurstöðu héraðsdóms og taldi athæfið heimila fyrirvaralausan brottrekstur. Horft var til nánar tilgreindra ákvæða laga um grunnskóla og reglugerðar um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum um hvenær heimilt geti verið að beita líkamlegu inngripi gagnvart nemanda. Í ljósi óumdeildra atvika málsins væru ekki efni til að hnekkja því mati að háttsemi konunnar í umrætt sinn hefði falið í sér gróft brot á starfsskyldum hennar. Sjá einnig: Kennari mátti ekki löðrunga barn eftir allt saman Foreldrar stúlkunnar stigu fram í kjölfar héraðsdóms og gerðu alvarlegar athugasemdir við umræðu um málið í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Þau sögðu að stúlkan hafi verið að ganga í gegnum mikið þunglyndi og verið með kvíða þegar atvikið umdeilda átti sér stað. Umræðan væri óvægin. Þegar Landsréttur sneri niðurstöðu héraðsdóms við fögnuðu þau réttlæti. Grunnskólakennarinn ákvað að áfrýja málinu til Hæstaréttar og taldi efnisdóm geta haft fordæmisgildi við túlkun á ákvæði í kjarasamningi Kennarasambandsins og Félags grunnskólakennara við Samband íslenskra sveitarfélaga. Ákvæðið fjallar um undanfarandi áminningu – áður en gripið er til fyrirvaralauss brottrekstrar úr starfi. Fram kemur í áfrýjunarbeiðni kennarans að meginreglan sé sú að vinnuveitanda, Dalvíkurskóla, beri að áminna starfsmann og gefa honum kost á að bæta ráð sitt áður en gripið er til uppsagnar. Hún hafi átt 25 ára flekklausan feril að baki sem kennari „en sé nú sé nú útmáluð sem manneskja sem beiti nemendur sína ofbeldi og orðspor hennar gjöreyðilagt,“ eins og segir í ákvörðun Hæstaréttar. Hún kveðst enn fremur vera atvinnulaus og eiga ekki kost á kennarastöðu í Dalvíkurbyggð. Hæstiréttur féllst á sjónarmið kennarans og taldi, að virtum gögnum málsins, að dómur í málinu geti haft fordæmisgildi um hvenær heimilt sé að víkja starfsmanni sveitarfélags fyrirvaralaust úr starfi. Beiðni um áfrýjunarleyfi var því samþykkt. Skóla - og menntamál Dalvíkurbyggð Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Grunnskólar Vinnumarkaður Dómsmál Tengdar fréttir Kennari mátti ekki löðrunga barn eftir allt saman Dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra um skaðabætur til handa konu, sem var rekin úr starfi grunnskólakennara fyrir að löðrunga þrettán ára stúlku, hefur verið snúið við í Landsrétti. Landsréttur telur háttsemi konunnar hafa falið í sér gróft brot í starfi sem heimilaði skólanum að segja henni fyrirvaralaust upp störfum. 26. maí 2023 17:54 Segja dóminn leggja sig fram við að réttlæta ofbeldi gegn barni Þrjú samtök sem beita sér fyrir velferð nemenda segja það reiðarslag að Héraðsdómur Norðurlands eystra hafi nýverið dæmt kennara sem sló til nemenda í vil. Þau segja orðfæri dómsins gildishlaðið og skora á dómstóla landsins að fylgja Barnasáttmálanum. 24. febrúar 2022 00:14 Gagnrýna ummæli formannsins: „Að afsaka kennara sem beita börn ofbeldi er óásættanlegt“ Landssamtök foreldra lýsa yfir vonbrigðum með málflutning formanns Félags grunnskólakennara í máli kennara í Dalvík sem hlaut nýverið bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Samtökin segja formanninn hafa tekið afstöðu með einhliða frásögn kennarans og varpa ábyrgðinni á foreldra barnsins. 22. febrúar 2022 20:03 Finnst þau hafa verið svo gott sem nafngreind eftir tilkynningu Kennarasambandsins Foreldrar fjórtán ára stúlku í Dalvíkurskóla, sem lenti í átökum við kennara skólans sem lyktaði með brottrekstri hans, gagnrýna Kennarasambandið fyrir að hafa svo gott sem nafngreint dóttur þeirra í tilkynningu um málið. Þau hafi neyðst til að segja sögu dóttur sinnar vegna óvæginnar umræðu. 21. febrúar 2022 10:06 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Grunnskólakennarinn kenndi í Dalvíkurskóla og málið vakti mikla athygli þegar héraðsdómur dæmdi kennaranum alls átta milljónir króna í skaða- og miskabætur vegna ólögmætrar uppsagnar í febrúar á síðasta ári. Héraðsdómur taldi kinnhestinn ekki hafa verið gróft brot í starfi sem réttlætt gæti fyrirvaralausan brottrekstur. Þrátt fyrir að óumdeilt væri að kennarinn hefði löðrungað barnið í íþróttatíma við Dalvíkurskóla studdu bæði Kennarasamband Íslands og Félag grunnskólakennara við bakið á konunni. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, sagði meðal annars málið þess eðlis að kennarinn hefði bæði verið sviptur ærunni og lífsviðurværi með brottrekstrinum. Landsréttur var hins vegar ósammála niðurstöðu héraðsdóms og taldi athæfið heimila fyrirvaralausan brottrekstur. Horft var til nánar tilgreindra ákvæða laga um grunnskóla og reglugerðar um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum um hvenær heimilt geti verið að beita líkamlegu inngripi gagnvart nemanda. Í ljósi óumdeildra atvika málsins væru ekki efni til að hnekkja því mati að háttsemi konunnar í umrætt sinn hefði falið í sér gróft brot á starfsskyldum hennar. Sjá einnig: Kennari mátti ekki löðrunga barn eftir allt saman Foreldrar stúlkunnar stigu fram í kjölfar héraðsdóms og gerðu alvarlegar athugasemdir við umræðu um málið í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Þau sögðu að stúlkan hafi verið að ganga í gegnum mikið þunglyndi og verið með kvíða þegar atvikið umdeilda átti sér stað. Umræðan væri óvægin. Þegar Landsréttur sneri niðurstöðu héraðsdóms við fögnuðu þau réttlæti. Grunnskólakennarinn ákvað að áfrýja málinu til Hæstaréttar og taldi efnisdóm geta haft fordæmisgildi við túlkun á ákvæði í kjarasamningi Kennarasambandsins og Félags grunnskólakennara við Samband íslenskra sveitarfélaga. Ákvæðið fjallar um undanfarandi áminningu – áður en gripið er til fyrirvaralauss brottrekstrar úr starfi. Fram kemur í áfrýjunarbeiðni kennarans að meginreglan sé sú að vinnuveitanda, Dalvíkurskóla, beri að áminna starfsmann og gefa honum kost á að bæta ráð sitt áður en gripið er til uppsagnar. Hún hafi átt 25 ára flekklausan feril að baki sem kennari „en sé nú sé nú útmáluð sem manneskja sem beiti nemendur sína ofbeldi og orðspor hennar gjöreyðilagt,“ eins og segir í ákvörðun Hæstaréttar. Hún kveðst enn fremur vera atvinnulaus og eiga ekki kost á kennarastöðu í Dalvíkurbyggð. Hæstiréttur féllst á sjónarmið kennarans og taldi, að virtum gögnum málsins, að dómur í málinu geti haft fordæmisgildi um hvenær heimilt sé að víkja starfsmanni sveitarfélags fyrirvaralaust úr starfi. Beiðni um áfrýjunarleyfi var því samþykkt.
Skóla - og menntamál Dalvíkurbyggð Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Grunnskólar Vinnumarkaður Dómsmál Tengdar fréttir Kennari mátti ekki löðrunga barn eftir allt saman Dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra um skaðabætur til handa konu, sem var rekin úr starfi grunnskólakennara fyrir að löðrunga þrettán ára stúlku, hefur verið snúið við í Landsrétti. Landsréttur telur háttsemi konunnar hafa falið í sér gróft brot í starfi sem heimilaði skólanum að segja henni fyrirvaralaust upp störfum. 26. maí 2023 17:54 Segja dóminn leggja sig fram við að réttlæta ofbeldi gegn barni Þrjú samtök sem beita sér fyrir velferð nemenda segja það reiðarslag að Héraðsdómur Norðurlands eystra hafi nýverið dæmt kennara sem sló til nemenda í vil. Þau segja orðfæri dómsins gildishlaðið og skora á dómstóla landsins að fylgja Barnasáttmálanum. 24. febrúar 2022 00:14 Gagnrýna ummæli formannsins: „Að afsaka kennara sem beita börn ofbeldi er óásættanlegt“ Landssamtök foreldra lýsa yfir vonbrigðum með málflutning formanns Félags grunnskólakennara í máli kennara í Dalvík sem hlaut nýverið bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Samtökin segja formanninn hafa tekið afstöðu með einhliða frásögn kennarans og varpa ábyrgðinni á foreldra barnsins. 22. febrúar 2022 20:03 Finnst þau hafa verið svo gott sem nafngreind eftir tilkynningu Kennarasambandsins Foreldrar fjórtán ára stúlku í Dalvíkurskóla, sem lenti í átökum við kennara skólans sem lyktaði með brottrekstri hans, gagnrýna Kennarasambandið fyrir að hafa svo gott sem nafngreint dóttur þeirra í tilkynningu um málið. Þau hafi neyðst til að segja sögu dóttur sinnar vegna óvæginnar umræðu. 21. febrúar 2022 10:06 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Kennari mátti ekki löðrunga barn eftir allt saman Dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra um skaðabætur til handa konu, sem var rekin úr starfi grunnskólakennara fyrir að löðrunga þrettán ára stúlku, hefur verið snúið við í Landsrétti. Landsréttur telur háttsemi konunnar hafa falið í sér gróft brot í starfi sem heimilaði skólanum að segja henni fyrirvaralaust upp störfum. 26. maí 2023 17:54
Segja dóminn leggja sig fram við að réttlæta ofbeldi gegn barni Þrjú samtök sem beita sér fyrir velferð nemenda segja það reiðarslag að Héraðsdómur Norðurlands eystra hafi nýverið dæmt kennara sem sló til nemenda í vil. Þau segja orðfæri dómsins gildishlaðið og skora á dómstóla landsins að fylgja Barnasáttmálanum. 24. febrúar 2022 00:14
Gagnrýna ummæli formannsins: „Að afsaka kennara sem beita börn ofbeldi er óásættanlegt“ Landssamtök foreldra lýsa yfir vonbrigðum með málflutning formanns Félags grunnskólakennara í máli kennara í Dalvík sem hlaut nýverið bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Samtökin segja formanninn hafa tekið afstöðu með einhliða frásögn kennarans og varpa ábyrgðinni á foreldra barnsins. 22. febrúar 2022 20:03
Finnst þau hafa verið svo gott sem nafngreind eftir tilkynningu Kennarasambandsins Foreldrar fjórtán ára stúlku í Dalvíkurskóla, sem lenti í átökum við kennara skólans sem lyktaði með brottrekstri hans, gagnrýna Kennarasambandið fyrir að hafa svo gott sem nafngreint dóttur þeirra í tilkynningu um málið. Þau hafi neyðst til að segja sögu dóttur sinnar vegna óvæginnar umræðu. 21. febrúar 2022 10:06