Barist um Wagner-veldið Samúel Karl Ólason skrifar 8. september 2023 12:45 Jevgení Prígósjín átti í viðskiptum víða. AP/Alexander Zemlianichenko Eftir að rússneski auðjöfurinn og stríðsherrann Jevgení Prígósjín dó í Rússlandi í síðasta mánuði hafa mismunandi fylkingar í Rússlandi barist um yfirráð yfir viðskiptaveldi hans. Barátta þessi fer fram í þremur heimsálfum en verðmætasti hluti veldis Prígósjíns var í Afríku. Mikið er um að berjast þar sem Prígósjín var nokkuð umsvifamikill. Hans helstu eigur voru þó málaliðahópurinn Wagner og fjölmiðlaveldi hans, sem rak meðal annars svokallaða „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg, þar sem útsendarar dreifa áróðri og upplýsingaóreiðu á netinu. Meðal þeirra sem berjast um leifar veldisins eru tvær rússneskar leyniþjónustur, SVR og GRU, samkvæmt frétt New York Times en hún byggir á viðtölum við fjölda embættismanna í Bandaríkjunum, Evrópu, Afríku og í Rússlandi. Einnig voru viðtöl tekin við fjóra menn sem unnu fyrir Prígósjín. Heimildarmenn NYT segja baráttuna flókna og þá að hluta til vegna þess að málaliðar Wagner eru enn hliðhollir Prígósjín. Margir þeirra eru sagðir vilja að sonur auðjöfursins taki við stjórninni. „Wagner snýst ekki bara um peninga. Þetta eru nokkurs konar trúarbrögð,“ sagði Maksim Shugalei, sem starfaði sem pólitískur ráðgjafi Prígósjíns. Málaliðar Wagner á götum Rostov í Rússlandi í sumar.AP/Vasily Deryugin Tröllaverksmiðjan líklega til ZVR Heimildarmenn NYT segja að SVR, sem er rússneska leyniþjónustan sem starfar á erlendri grundu, öfugt við FSB (arftaka KGB) sem starfar eingöngu innan Rússlands, sé líkleg til að taka yfir stjórn „Tröllaverksmiðjunnar“ í Pétursborg. Sú starfsemi var mikið milli tannanna á fólki í tengslum við forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Robert Mueller, sem fór fyrir Rússarannsókninni svokölluðu, ákærði starfsmenn tröllaverksmiðjunnar, sem heitir formlega Internet research agency eða IRA, fyrir afskipti af kosningunum. Í ákærum Mueller kom fram að starfsmenn IRA töluðu sjálfir um að þeir stæðu í „upplýsingahernaði“ gegn Bandaríkjunum. Þá þykir leyniþjónusta rússneska hersins, sem kallast GRU, líkleg til að taka við stjórn málaliðahópsins Wagner en það er talinn langarðbærasti hluti veldis Prígósjíns. Málaliðar Wagner hafa starfað víða um Afríku á undanförnum árum og má þar nefna lönd eins og Líbíu, Malí, Búrkína Fasó og Mið-Afríkulýðveldið. Málaliðarnir hafa verið sakaðir um ýmis ódæði í þeim löndum sem þeir hafa verið með viðveru. Prígósjín flutti meðal annars gull, demanta, timbur og aðrar vörur frá þessum löndum. Þá var hann sagður frá hluta af hagnaði olíulinda sem málaliðar hans vörðu í Mið-Austurlöndum. Margir af samningum auðjöfursins á erlendri grundu byggðu á litlu öðru en handabandi hans við ráðamenn í Afríku og þúsundir starfsmanna hans fengu reglulega borgað í reiðufé og það jafnvel frá Prigósjín sjálfum. Málaliðarnir til GRU Um það leyti sem Prígósjín dó var Yunus-bek Yevkurov, aðstoðarvarnarmálaráðherra Rússlands, ásamt sendinefnd á ferðalagi til þeirra ríkja þar sem málaliðar Wagner hafa starfað. Þar ræddi hann við ráðamenn og stríðsherra um að þeir myndu nú eiga í beinum samskiptum við Rússa og ekki með milligöngu aðila eins og Prígósjíns. Í frétt NYT segir að einn æðsti njósnari Rússlands hafi verið í sendinefnd Yevkurov en sá heitir Andrei V. Averyanov og er hátt settur innan GRU. Hann hefur meðal annars leitt sérstaka sveit GRU sem séð hefur séð um banatilræði og skemmdarverk á erlendri grundu. Til að mynda sá sú sveit um það þegar reynt var að eitra fyrir Sergei Skripal í Bretlandi árið 2018 og hefur hún einnig verið sökuð um stóra sprengingu í vopnageymslu í Tékklandi árið 2014. Sveit þessi kallast Unit 29155. Rússnesk hjón sem handtekin voru fyrir njósnir í Svíþjóð í fyrra áttu íbúð í fjölbýlishúsi í Moskvu þar sem margir starfsmenn GRU-leyniþjónustu rússneska hersins, hafa einnig átt íbúðir. Sjá einnig: Telja rússneska leynisveit reyna að valda óstöðugleika í Evrópu Vera Averyanovs í rússnesku sendinefndinni í Afríku rennir stoðum undir það að GRU ætli að taka yfir starfsemi Wagner. Líklegt þykir að Averyanov eigi að í það minnsta að taka yfir stjórn einhvers hluta starfseminnar. Lítið er þó talið öruggt í þessum málum en embættismenn í Bandaríkjunum segja of snemmt að spá fyrir um hver fái hvaða hluta af veldi Prígósjíns. Sonurinn sagður vilja taka við Shugalei, ráðgjafi Prígósjíns sem nefndur er hér ofar, segist sannfærður um að yfirvöld í Rússlandi muni ekki geta tekið yfir stjórn Wagner og rekið málaliðahópinn eins vel og gert var. Hann segir að Pavel Prígósjín, lítið þekktur sonur Jevgenís, geti tekið við rekstri veldisins. Pavel er á þrítugsaldri en lítið hefur farið fyrir honum. Bandaríkjamenn beittu hann refsiaðgerðum í fyrra en hann er sagður stjórna þremur fasteignafélögum í Pétursborg. Jevgení sagði í fyrra að Pavel hefði barist fyrir Wagner í Sýrlandi og hefði tekið virkan þátt í öðrum aðgerðum málaliðahópsins. Einhverjir af heimildarmönnum NYT segja mögulegt að Pavel gæti tekið yfir einhverja af hlutum veldis föður síns í Rússlandi en hann gæti ekki tekið yfir neina starfsemi erlendis án samþykkis frá Kreml. Rússland Vladimír Pútín Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Mikið er um að berjast þar sem Prígósjín var nokkuð umsvifamikill. Hans helstu eigur voru þó málaliðahópurinn Wagner og fjölmiðlaveldi hans, sem rak meðal annars svokallaða „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg, þar sem útsendarar dreifa áróðri og upplýsingaóreiðu á netinu. Meðal þeirra sem berjast um leifar veldisins eru tvær rússneskar leyniþjónustur, SVR og GRU, samkvæmt frétt New York Times en hún byggir á viðtölum við fjölda embættismanna í Bandaríkjunum, Evrópu, Afríku og í Rússlandi. Einnig voru viðtöl tekin við fjóra menn sem unnu fyrir Prígósjín. Heimildarmenn NYT segja baráttuna flókna og þá að hluta til vegna þess að málaliðar Wagner eru enn hliðhollir Prígósjín. Margir þeirra eru sagðir vilja að sonur auðjöfursins taki við stjórninni. „Wagner snýst ekki bara um peninga. Þetta eru nokkurs konar trúarbrögð,“ sagði Maksim Shugalei, sem starfaði sem pólitískur ráðgjafi Prígósjíns. Málaliðar Wagner á götum Rostov í Rússlandi í sumar.AP/Vasily Deryugin Tröllaverksmiðjan líklega til ZVR Heimildarmenn NYT segja að SVR, sem er rússneska leyniþjónustan sem starfar á erlendri grundu, öfugt við FSB (arftaka KGB) sem starfar eingöngu innan Rússlands, sé líkleg til að taka yfir stjórn „Tröllaverksmiðjunnar“ í Pétursborg. Sú starfsemi var mikið milli tannanna á fólki í tengslum við forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Robert Mueller, sem fór fyrir Rússarannsókninni svokölluðu, ákærði starfsmenn tröllaverksmiðjunnar, sem heitir formlega Internet research agency eða IRA, fyrir afskipti af kosningunum. Í ákærum Mueller kom fram að starfsmenn IRA töluðu sjálfir um að þeir stæðu í „upplýsingahernaði“ gegn Bandaríkjunum. Þá þykir leyniþjónusta rússneska hersins, sem kallast GRU, líkleg til að taka við stjórn málaliðahópsins Wagner en það er talinn langarðbærasti hluti veldis Prígósjíns. Málaliðar Wagner hafa starfað víða um Afríku á undanförnum árum og má þar nefna lönd eins og Líbíu, Malí, Búrkína Fasó og Mið-Afríkulýðveldið. Málaliðarnir hafa verið sakaðir um ýmis ódæði í þeim löndum sem þeir hafa verið með viðveru. Prígósjín flutti meðal annars gull, demanta, timbur og aðrar vörur frá þessum löndum. Þá var hann sagður frá hluta af hagnaði olíulinda sem málaliðar hans vörðu í Mið-Austurlöndum. Margir af samningum auðjöfursins á erlendri grundu byggðu á litlu öðru en handabandi hans við ráðamenn í Afríku og þúsundir starfsmanna hans fengu reglulega borgað í reiðufé og það jafnvel frá Prigósjín sjálfum. Málaliðarnir til GRU Um það leyti sem Prígósjín dó var Yunus-bek Yevkurov, aðstoðarvarnarmálaráðherra Rússlands, ásamt sendinefnd á ferðalagi til þeirra ríkja þar sem málaliðar Wagner hafa starfað. Þar ræddi hann við ráðamenn og stríðsherra um að þeir myndu nú eiga í beinum samskiptum við Rússa og ekki með milligöngu aðila eins og Prígósjíns. Í frétt NYT segir að einn æðsti njósnari Rússlands hafi verið í sendinefnd Yevkurov en sá heitir Andrei V. Averyanov og er hátt settur innan GRU. Hann hefur meðal annars leitt sérstaka sveit GRU sem séð hefur séð um banatilræði og skemmdarverk á erlendri grundu. Til að mynda sá sú sveit um það þegar reynt var að eitra fyrir Sergei Skripal í Bretlandi árið 2018 og hefur hún einnig verið sökuð um stóra sprengingu í vopnageymslu í Tékklandi árið 2014. Sveit þessi kallast Unit 29155. Rússnesk hjón sem handtekin voru fyrir njósnir í Svíþjóð í fyrra áttu íbúð í fjölbýlishúsi í Moskvu þar sem margir starfsmenn GRU-leyniþjónustu rússneska hersins, hafa einnig átt íbúðir. Sjá einnig: Telja rússneska leynisveit reyna að valda óstöðugleika í Evrópu Vera Averyanovs í rússnesku sendinefndinni í Afríku rennir stoðum undir það að GRU ætli að taka yfir starfsemi Wagner. Líklegt þykir að Averyanov eigi að í það minnsta að taka yfir stjórn einhvers hluta starfseminnar. Lítið er þó talið öruggt í þessum málum en embættismenn í Bandaríkjunum segja of snemmt að spá fyrir um hver fái hvaða hluta af veldi Prígósjíns. Sonurinn sagður vilja taka við Shugalei, ráðgjafi Prígósjíns sem nefndur er hér ofar, segist sannfærður um að yfirvöld í Rússlandi muni ekki geta tekið yfir stjórn Wagner og rekið málaliðahópinn eins vel og gert var. Hann segir að Pavel Prígósjín, lítið þekktur sonur Jevgenís, geti tekið við rekstri veldisins. Pavel er á þrítugsaldri en lítið hefur farið fyrir honum. Bandaríkjamenn beittu hann refsiaðgerðum í fyrra en hann er sagður stjórna þremur fasteignafélögum í Pétursborg. Jevgení sagði í fyrra að Pavel hefði barist fyrir Wagner í Sýrlandi og hefði tekið virkan þátt í öðrum aðgerðum málaliðahópsins. Einhverjir af heimildarmönnum NYT segja mögulegt að Pavel gæti tekið yfir einhverja af hlutum veldis föður síns í Rússlandi en hann gæti ekki tekið yfir neina starfsemi erlendis án samþykkis frá Kreml.
Rússland Vladimír Pútín Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira