„Ömurlegur endir á góðu ferðalagi“ Bjarki Sigurðsson skrifar 8. september 2023 22:01 Frá vettvangi slyssins á þjóðvegi eitt sunnan Blönduóss í morgun. Vísir Enginn slasaðist alvarlega þegar rúta með rúmlega tuttugu starfsmönnum Akureyrarbæjar valt snemma í morgun skammt frá Blönduósi. Þjónustustjóri segir þetta mikið áfall fyrir fólkið en flestir voru sofandi þegar atvikið átti sér stað. Rútuslysið varð þegar rúta á vegum SBA-Norðurleið valt um þrettán kílómetra suður af Blönduósi á sjötta tímanum í morgun. Um borð voru tuttugu og tveir starfsmenn nokkurra þjónustukjarna hjá Akureyrarbæ. Höfðu starfsmennirnir verið í skemmtiferð í Portúgal og var rútan að ferja þá aftur heim frá Keflavíkurflugvelli. Sjö voru fluttir til Reykjavíkur vegna slyssins en þeir sem voru minna slasaðir voru fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri. Karólína Gunnarsdóttir, þjónustustjóri á velferðarsviði Akureyrarbæjar, segir þetta hafa verið mikið áfall fyrir fólkið. „Fólk er sem betur fer ekki mikið slasað en þetta er auðvitað áfall að lenda í svona. Þetta voru erfiðar aðstæður. Þannig fólk þarf bara að fá sinn tíma núna og ná sér. Jafna sig, eftir svona byltu þá er þetta auðvitað bara erfitt,“ segir Karólína. Karólína ræddi við nokkra af starfsmönnunum í húsnæði Rauða krossins á Akureyri. Þar fengu starfsmennirnir og þeirra fjölskyldur áfallahjálp. Hún segir það þurfa að taka vel utan um starfsmennina. „Þeir sem komu, ég held að þetta hafi verið mjög gott fyrir þá. Þarna var fullt af fólki til að styðja við þau og þetta var bara mjög gott. Svo þurfum við bara að halda áfram að styðja við þetta fólk þegar það kemur fram í næstu viku og fólk fer betur að átta sig á þessu öllu saman,“ segir Karólína. „Þetta var bara búið að vera mjög góð ferð og já, ömurlegur endir á góðu ferðalagi. Þetta er flottur hópur sem var búinn að eiga góðar stundir þarna úti. þannig þetta var bara mjög sorglegt.“ Samgönguslys Lögreglumál Húnabyggð Akureyri Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Fleiri fréttir „Miðað við að vera handalaus hefur líf mitt gjörsamlega snúist um 180 gráður“ Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Sjá meira
Rútuslysið varð þegar rúta á vegum SBA-Norðurleið valt um þrettán kílómetra suður af Blönduósi á sjötta tímanum í morgun. Um borð voru tuttugu og tveir starfsmenn nokkurra þjónustukjarna hjá Akureyrarbæ. Höfðu starfsmennirnir verið í skemmtiferð í Portúgal og var rútan að ferja þá aftur heim frá Keflavíkurflugvelli. Sjö voru fluttir til Reykjavíkur vegna slyssins en þeir sem voru minna slasaðir voru fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri. Karólína Gunnarsdóttir, þjónustustjóri á velferðarsviði Akureyrarbæjar, segir þetta hafa verið mikið áfall fyrir fólkið. „Fólk er sem betur fer ekki mikið slasað en þetta er auðvitað áfall að lenda í svona. Þetta voru erfiðar aðstæður. Þannig fólk þarf bara að fá sinn tíma núna og ná sér. Jafna sig, eftir svona byltu þá er þetta auðvitað bara erfitt,“ segir Karólína. Karólína ræddi við nokkra af starfsmönnunum í húsnæði Rauða krossins á Akureyri. Þar fengu starfsmennirnir og þeirra fjölskyldur áfallahjálp. Hún segir það þurfa að taka vel utan um starfsmennina. „Þeir sem komu, ég held að þetta hafi verið mjög gott fyrir þá. Þarna var fullt af fólki til að styðja við þau og þetta var bara mjög gott. Svo þurfum við bara að halda áfram að styðja við þetta fólk þegar það kemur fram í næstu viku og fólk fer betur að átta sig á þessu öllu saman,“ segir Karólína. „Þetta var bara búið að vera mjög góð ferð og já, ömurlegur endir á góðu ferðalagi. Þetta er flottur hópur sem var búinn að eiga góðar stundir þarna úti. þannig þetta var bara mjög sorglegt.“
Samgönguslys Lögreglumál Húnabyggð Akureyri Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Fleiri fréttir „Miðað við að vera handalaus hefur líf mitt gjörsamlega snúist um 180 gráður“ Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Sjá meira