Djokovic valtaði yfir Shelton og hermdi eftir fagni hans Smári Jökull Jónsson skrifar 9. september 2023 08:01 Novak Djokovic er kominn í úrslit opna bandaríska meistaramótsins. Vísir/Getty Novak Djokovic tryggði sér í gærkvöldi sæti í sínum tíunda úrslitaleik á opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Þetta var hundraðasti leikur Djokovic á mótinu frá upphafi. Novak Djokovic er sigursælasti tennisleikmaður sögunnar en hann hefur unnið tuttugu og þrjá risatitla á ferlinum og unnið sigur í öllum fjórum risamótunum að minnsta kosti þrisvar sinnum. Í gærkvöldi mætti hann heimamanninum Ben Shelton á Arthur-Ashe leikvanginum í New York og sigur hans var feykilega öruggur. Hann vann leikinn 3-0, fyrsta settið 6-3, annað settið 6-2 og þriðja settið 7-6. Þetta er í tíunda sinn sem Djokovic tryggir sér sæti í úrslitum opna bandaríska mótsins en hann hefur staðið uppi sem sigurvegari á mótinu, síðast árið 2018. FINALS #USOpen pic.twitter.com/9jRZafzHMo— Novak Djokovic (@DjokerNole) September 8, 2023 Hann hefur komist í úrslit á öllum risamótum ársins. Hann vann sigur á opna ástralska og opna franska mótinu en tap hans gegn Carlos Alcaraz í úrslitum Wimbledon-mótsins kemur í veg fyrir að hann vinni sigur á öllum risamótum ársins en því afreki hefur hann aldrei náð. „Þetta eru leikirnir og augnablikin sem ég þrífst á, sem gefa mér kraftinn til að vakna upp á hverjum degi og leggja hart að mér,“ sagði Djokovic í viðtali eftir sigurinn í gærkvöldi. „Stórmótin eru mikilvægus og þau sem skipta mig mestu máli. Það leika gegn bandarískum leikmanni er aldrei auðvelt og ég varð að hafa stjórn á taugunum. Þetta var leikur sem gat farið hvernig sem var í þriðja settinu. Ég er mjög ánægður að hafa unnið í dag,“ sagði Djokovic þar að auki. Djokovic tekur upp tólið eftir sigurinn í kvöld.Vísir/Getty Nokkra athygli vakti að Djokovic hermdi eftir fagni sem Shelton sjálfur notaði eftir sigur sinn á Frances Tiafoe. Hann lék að hann tæki upp símtal með höndinni og skellti á. „Djokovic vildi sýna Shelton að nú sé búið að skella á hann, veislunni er lokið og tími til kominn fyrir þig að sýna aðeins meiri virðingu,“ sagði John McEnroe í útsendingu Eurosport. „Ég held þeir hafi ekki einu sinni talað við hvorn annan þegar þeir þökkuðu fyrir leikinn við netið eftir leik.“ Tennis Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Fleiri fréttir Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin rúllar áfram Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Tekjur Wrexham í hæstu hæðum „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Haaland væntanlega úr leik í deildinni Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Saka klár í slaginn á ný Sjá meira
Novak Djokovic er sigursælasti tennisleikmaður sögunnar en hann hefur unnið tuttugu og þrjá risatitla á ferlinum og unnið sigur í öllum fjórum risamótunum að minnsta kosti þrisvar sinnum. Í gærkvöldi mætti hann heimamanninum Ben Shelton á Arthur-Ashe leikvanginum í New York og sigur hans var feykilega öruggur. Hann vann leikinn 3-0, fyrsta settið 6-3, annað settið 6-2 og þriðja settið 7-6. Þetta er í tíunda sinn sem Djokovic tryggir sér sæti í úrslitum opna bandaríska mótsins en hann hefur staðið uppi sem sigurvegari á mótinu, síðast árið 2018. FINALS #USOpen pic.twitter.com/9jRZafzHMo— Novak Djokovic (@DjokerNole) September 8, 2023 Hann hefur komist í úrslit á öllum risamótum ársins. Hann vann sigur á opna ástralska og opna franska mótinu en tap hans gegn Carlos Alcaraz í úrslitum Wimbledon-mótsins kemur í veg fyrir að hann vinni sigur á öllum risamótum ársins en því afreki hefur hann aldrei náð. „Þetta eru leikirnir og augnablikin sem ég þrífst á, sem gefa mér kraftinn til að vakna upp á hverjum degi og leggja hart að mér,“ sagði Djokovic í viðtali eftir sigurinn í gærkvöldi. „Stórmótin eru mikilvægus og þau sem skipta mig mestu máli. Það leika gegn bandarískum leikmanni er aldrei auðvelt og ég varð að hafa stjórn á taugunum. Þetta var leikur sem gat farið hvernig sem var í þriðja settinu. Ég er mjög ánægður að hafa unnið í dag,“ sagði Djokovic þar að auki. Djokovic tekur upp tólið eftir sigurinn í kvöld.Vísir/Getty Nokkra athygli vakti að Djokovic hermdi eftir fagni sem Shelton sjálfur notaði eftir sigur sinn á Frances Tiafoe. Hann lék að hann tæki upp símtal með höndinni og skellti á. „Djokovic vildi sýna Shelton að nú sé búið að skella á hann, veislunni er lokið og tími til kominn fyrir þig að sýna aðeins meiri virðingu,“ sagði John McEnroe í útsendingu Eurosport. „Ég held þeir hafi ekki einu sinni talað við hvorn annan þegar þeir þökkuðu fyrir leikinn við netið eftir leik.“
Tennis Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Fleiri fréttir Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin rúllar áfram Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Tekjur Wrexham í hæstu hæðum „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Haaland væntanlega úr leik í deildinni Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Saka klár í slaginn á ný Sjá meira