Skjálftinn fannst víða um landið, líkt og í sögufrægu borginni Marrakesh, en hann var 6,8 að stærð.
Búist er víð því að tala látinna muni hækka og þá er greint frá því að fimmtíu þeirra slösuðu séu illa haldnir.
CNN greinir frá því að björgunarsveitir í Marokkó eigi erfitt með að björgunaraðgerðri, meðal annars vegna þess að vegir séu eyðilagðir og aðgengi því torfengið.
Jarðskjálftinn átti sér stað klukkan ellefu á staðartíma, eða tíu á íslenskum tíma, í gærkvöldi. Upptök skjálftans voru á rúmlega átján kílómetra dýpi.
Myndbönd sem sýna rústir falla á götur og bíla eru nú í dreifingu á samfélagsmiðlum.
Fréttin hefur verið uppfærð með nýjum upplýsingum um tölu látinna.