Bíómynd um Kristinn Guðnason fjallkóng með meiru Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. september 2023 13:05 Kristinn sem er búin að vera fjallkóngur yfir 40 ár hér staddur í Landmannaréttum með góðu fólki. Aðsend Á sama tíma og göngur og réttir standa nú yfir um allt land verður ný íslensk kvikmynd, „Konungur fjallanna“ frumsýnd annað kvöld i Bíóhúsinu á Selfossi. Myndin fjallar um Kristinn Guðnason, fjallkóng í leitum með gangnamönnum á Landmannaafrétti. Á hverju hausti halda bændur úr Holta- og Landsveit til fjalla í þeim tilgangi að smala saman fé sem gengið hefur frjálst á fjöllum sumarlangt. Markmiðið er bara eitt, að koma fénu til byggða heilu og höldnu. Nú er búið að gera kvikmynd um einn fremsta fjallkóng landsins, Kristinn Guðnason í Skarði eins og hann er oftast kallaður en myndin verður frumsýnt í Bíóhúsinu á Selfossi sunnudagskvöldið 10. september fyrir boðsgesti en fer svo í almenna sýningu í bíóinu og í Laugarásbíói 12. september. Áslaug Pálsdóttir og Guðrún Hergils eru framleiðendur myndarinnar en þær eru með fyrirtækið Hekla Films og Arnar Þórisson fer með leikstjórn og stjórnar kvikmyndatöku. Guðrún segir að nýja myndin gefi raunsanna mynd af leitum og samspili manna, dýra og náttúru með augum fjallkóngsins. Myndin fer í almenna sýningar í Bíóhúsinu á Selfossi og í Laugarásbíói í Reykjavík þriðjudaginn 12. septemberMagnús Hlynur Hreiðarsson „Okkur finnst bara mjög merkilegt að það sé farið í leitir í viku um svona víðfeðmt svæði eins og Landmannaafréttur er og þetta er auðvitað mikið afrek í hvert skipti, sem að komið er til byggða með fé heilu á höldnu eftir að það hefur gengið sumarlangt á fjöllum. Þetta er bara eitthvað, sem við teljum að eigi erindi við alla landsmenn,“ segir Guðrún. Guðrún segir að það hafi bæði verið erfitt og skemmtilegt og ekki síður flókið að skjóta myndina og svo öll eftirvinnslan, sem fylgdi í kjölfarið en hvernig lýsir hún Kristni Guðnasyni? „Kristinn er magnaður maður. Hann hefur verið fjallkóngur í meira en 40 ár og hefur skilað því starfi með glæsibrag og margir myndi segja að hann væri hinn eini sanni íslenski kúreki.“ Guðrún Hergils en hún og Áslaug Pálsdóttir eru framleiðendur myndarinnar.Aðsend En af hverju ætti fólk að fara á þessa mynd en ekki einhverja aðra? „Já, það er góð spurning. Það var nú einhver sem spurði af hverju ætti ég að sjá Kristinn en ekki Tom Cruise? Ég held að Kristinn sé nú bara ansi flottur og gaman fyrir alla að sjá og sjá þessa ótrúlega náttúrufegurð, sem er þarna á þessu svæði,“ segir Guðrún um leið og hún hvetur fólk til að fjölmenna í bíó og sjá myndina „Konungur fjallanna“. Flottur hópur fólks kom að upptöku og framleiðslu myndarinnar.Aðsend Rangárþing ytra Réttir Landbúnaður Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Merkilegt að stöðva ekki bílinn og láta íbúa vita að hún hafi ekið á húsið“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Merkilegt að stöðva ekki bílinn og láta íbúa vita að hún hafi ekið á húsið“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Sjá meira
Á hverju hausti halda bændur úr Holta- og Landsveit til fjalla í þeim tilgangi að smala saman fé sem gengið hefur frjálst á fjöllum sumarlangt. Markmiðið er bara eitt, að koma fénu til byggða heilu og höldnu. Nú er búið að gera kvikmynd um einn fremsta fjallkóng landsins, Kristinn Guðnason í Skarði eins og hann er oftast kallaður en myndin verður frumsýnt í Bíóhúsinu á Selfossi sunnudagskvöldið 10. september fyrir boðsgesti en fer svo í almenna sýningu í bíóinu og í Laugarásbíói 12. september. Áslaug Pálsdóttir og Guðrún Hergils eru framleiðendur myndarinnar en þær eru með fyrirtækið Hekla Films og Arnar Þórisson fer með leikstjórn og stjórnar kvikmyndatöku. Guðrún segir að nýja myndin gefi raunsanna mynd af leitum og samspili manna, dýra og náttúru með augum fjallkóngsins. Myndin fer í almenna sýningar í Bíóhúsinu á Selfossi og í Laugarásbíói í Reykjavík þriðjudaginn 12. septemberMagnús Hlynur Hreiðarsson „Okkur finnst bara mjög merkilegt að það sé farið í leitir í viku um svona víðfeðmt svæði eins og Landmannaafréttur er og þetta er auðvitað mikið afrek í hvert skipti, sem að komið er til byggða með fé heilu á höldnu eftir að það hefur gengið sumarlangt á fjöllum. Þetta er bara eitthvað, sem við teljum að eigi erindi við alla landsmenn,“ segir Guðrún. Guðrún segir að það hafi bæði verið erfitt og skemmtilegt og ekki síður flókið að skjóta myndina og svo öll eftirvinnslan, sem fylgdi í kjölfarið en hvernig lýsir hún Kristni Guðnasyni? „Kristinn er magnaður maður. Hann hefur verið fjallkóngur í meira en 40 ár og hefur skilað því starfi með glæsibrag og margir myndi segja að hann væri hinn eini sanni íslenski kúreki.“ Guðrún Hergils en hún og Áslaug Pálsdóttir eru framleiðendur myndarinnar.Aðsend En af hverju ætti fólk að fara á þessa mynd en ekki einhverja aðra? „Já, það er góð spurning. Það var nú einhver sem spurði af hverju ætti ég að sjá Kristinn en ekki Tom Cruise? Ég held að Kristinn sé nú bara ansi flottur og gaman fyrir alla að sjá og sjá þessa ótrúlega náttúrufegurð, sem er þarna á þessu svæði,“ segir Guðrún um leið og hún hvetur fólk til að fjölmenna í bíó og sjá myndina „Konungur fjallanna“. Flottur hópur fólks kom að upptöku og framleiðslu myndarinnar.Aðsend
Rangárþing ytra Réttir Landbúnaður Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Merkilegt að stöðva ekki bílinn og láta íbúa vita að hún hafi ekið á húsið“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Merkilegt að stöðva ekki bílinn og láta íbúa vita að hún hafi ekið á húsið“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Sjá meira