Antony í viðtali í brasilísku sjónvarpi: Ofbeldi gagnvart konum er 100 prósent rangt Smári Jökull Jónsson skrifar 9. september 2023 11:30 Antony neitar öllum þeim áskökunum sem komið hafa fram gagnvart honum. Vísir/Getty Brasilíski knattspyrnumaðurinn kom fram í brasilískum sjónvarpsþætti í gær og neitaði ásökunum um ofbeldi sem birst hafa gagnvart honum. Manchester United segjast taka ásökununum alvarlega. Eftir að fyrrum unnusta Antony, Gabriela Cavalin, sakaði hann um heimilisofbeldi í vikunni var vængmaðurinn tekinn út úr brasilíska landsliðshópnum. Í kjölfarið stigu fleiri konur fram og sökuðu Antony um ofbeldi. Rayssa de Freitas sagðist hafa þurft að leita á sjúkrahús eftir árás Antony og annarrar konu í maí 2022. Antony var í viðtali á brasilísku sjónvarpsstöðinni SBT í gær þar sem hann neitaði áskönunum og sagði að sannleikurinn myndi koma í ljós. Hann sagðist aldrei hafa lagt hendur á konu. „Aldrei. Ég hef aldrei gert það og mun aldrei gera það. Ofbeldi gagnvart konum er algjörlega rangt, 100 prósent rangt,“ sagði Antony tárvotur í viðtalinu. Samkvæmt fréttum fjölmiðla tilkynnti De Freitas atvikið til lögreglunnar í Sao Paulo á sínum tíma. Þá hefur þriðja konan, Ingrid Lana, greint frá því að Antony hafi þrýst á hana að stunda með honum kynlíf þegar hún var í viðskiptaferð á Englandi á síðasta ári. Hún sagði Antony hafa boðið sér heim til sín og ýtt henni upp að vegg sem varð til þess að hún fékk högg á höfuðið. „Hann reyndi að stunda kynlíf með mér en ég vildi það ekki. Tilgangur minn með heimsókninni var viðskipti en þegar ég kom þangað sá ég að hann hafði aðrar tilætlanir.“ Hvað varðar ásakanir Lana sagði Antony: „Nei, ég er 100% viss um að ég hafi aldrei snert neina konu. 100% viss. Ég mun útvega sönnunargögn og þá mun fólk skilja. Það mun sjá sannleikann.“ Manchester United gaf út yfirlýsingu um málið í vikunni þar sem það sagðist taka ásökunum á hendur Antony alvarlega. Félagið hefur ekki tjáð sig um málið að öðru leyti. Lögreglan í Manchester er með ásakanir fyrrum unnustu hans til rannsóknar. Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjá meira
Eftir að fyrrum unnusta Antony, Gabriela Cavalin, sakaði hann um heimilisofbeldi í vikunni var vængmaðurinn tekinn út úr brasilíska landsliðshópnum. Í kjölfarið stigu fleiri konur fram og sökuðu Antony um ofbeldi. Rayssa de Freitas sagðist hafa þurft að leita á sjúkrahús eftir árás Antony og annarrar konu í maí 2022. Antony var í viðtali á brasilísku sjónvarpsstöðinni SBT í gær þar sem hann neitaði áskönunum og sagði að sannleikurinn myndi koma í ljós. Hann sagðist aldrei hafa lagt hendur á konu. „Aldrei. Ég hef aldrei gert það og mun aldrei gera það. Ofbeldi gagnvart konum er algjörlega rangt, 100 prósent rangt,“ sagði Antony tárvotur í viðtalinu. Samkvæmt fréttum fjölmiðla tilkynnti De Freitas atvikið til lögreglunnar í Sao Paulo á sínum tíma. Þá hefur þriðja konan, Ingrid Lana, greint frá því að Antony hafi þrýst á hana að stunda með honum kynlíf þegar hún var í viðskiptaferð á Englandi á síðasta ári. Hún sagði Antony hafa boðið sér heim til sín og ýtt henni upp að vegg sem varð til þess að hún fékk högg á höfuðið. „Hann reyndi að stunda kynlíf með mér en ég vildi það ekki. Tilgangur minn með heimsókninni var viðskipti en þegar ég kom þangað sá ég að hann hafði aðrar tilætlanir.“ Hvað varðar ásakanir Lana sagði Antony: „Nei, ég er 100% viss um að ég hafi aldrei snert neina konu. 100% viss. Ég mun útvega sönnunargögn og þá mun fólk skilja. Það mun sjá sannleikann.“ Manchester United gaf út yfirlýsingu um málið í vikunni þar sem það sagðist taka ásökunum á hendur Antony alvarlega. Félagið hefur ekki tjáð sig um málið að öðru leyti. Lögreglan í Manchester er með ásakanir fyrrum unnustu hans til rannsóknar.
Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjá meira