Lögregla kölluð til vegna TikTok-byssumyndbands unglinga Jón Þór Stefánsson skrifar 10. september 2023 07:26 Lögreglan átti í nógu að standa í nótt, en sex gistu fangageymslur. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Það var mikið um ölvun og óspektir í miðbænum í nótt að sögn lögreglu, en sex gistu fangageymslur eftir nóttina. Í miðbænum var skemmtistað lokað vegna þess að reglur um hámarksfjölda gesta var ekki virtur. Þá voru börn undir lögaldri á staðnum. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þá var tilkynnt um hóp unglinga sem hlupu í kringum bíl í miðbænum. Sá sem tilkynnti unglingana heyrði einhvern þeirra segja „drop the gun,“ eða „niður með byssuna“. Þegar lögregla kom á vettvang kom í ljós að þeir voru að taka upp TikTok-myndband og voru að nota leikfangabyssur. Þó kemur fram að ekki hafi sést á byssum unglinganna að þær voru leikföng. Lögregla vinnur málið í samvinnu við forráðamenn, en tveir hafa verið kærðir fyrir vopnalagabrot vegna málsins. Í Múlahverfinu var lögreglu tilkynnt um slagsmál þar sem steinum hafi verið kastað í fólk. Þegar lögreglu bar að garði voru allur farnir. Þá var tilkynnt um innbrot í bifreið í Múlahverfinu. Greint er frá því að sá sem hafi brotist inn hafi reynt að stinga lögregluna af á rafhlaupahjóli. Hann náðist á endanum og var handtekinn grunaður um innbrot, þjófnað, vopnalög, bann við akstri undir áhrifum ávana og fíkniefna, fyrirmælum lögreglu og vörslu fíkniefna. Jafnframt sem hann hlýddi ekki fyrirmælum lögreglunnar. Greint er frá umferðarslysi á Kringlumýrarbraut þar sem tjónvaldur flúði vettvang. Ökutæki hans fannst og var ökumaðurinn handtekinn grunaður um ölvun við akstur og akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Í Grafarvogi var tilkynnt um mann með hníf og hann var handekinn fyrir vopnalög, áfengislög og húsbrot. Lögreglumál Samfélagsmiðlar Reykjavík Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Í miðbænum var skemmtistað lokað vegna þess að reglur um hámarksfjölda gesta var ekki virtur. Þá voru börn undir lögaldri á staðnum. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þá var tilkynnt um hóp unglinga sem hlupu í kringum bíl í miðbænum. Sá sem tilkynnti unglingana heyrði einhvern þeirra segja „drop the gun,“ eða „niður með byssuna“. Þegar lögregla kom á vettvang kom í ljós að þeir voru að taka upp TikTok-myndband og voru að nota leikfangabyssur. Þó kemur fram að ekki hafi sést á byssum unglinganna að þær voru leikföng. Lögregla vinnur málið í samvinnu við forráðamenn, en tveir hafa verið kærðir fyrir vopnalagabrot vegna málsins. Í Múlahverfinu var lögreglu tilkynnt um slagsmál þar sem steinum hafi verið kastað í fólk. Þegar lögreglu bar að garði voru allur farnir. Þá var tilkynnt um innbrot í bifreið í Múlahverfinu. Greint er frá því að sá sem hafi brotist inn hafi reynt að stinga lögregluna af á rafhlaupahjóli. Hann náðist á endanum og var handtekinn grunaður um innbrot, þjófnað, vopnalög, bann við akstri undir áhrifum ávana og fíkniefna, fyrirmælum lögreglu og vörslu fíkniefna. Jafnframt sem hann hlýddi ekki fyrirmælum lögreglunnar. Greint er frá umferðarslysi á Kringlumýrarbraut þar sem tjónvaldur flúði vettvang. Ökutæki hans fannst og var ökumaðurinn handtekinn grunaður um ölvun við akstur og akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Í Grafarvogi var tilkynnt um mann með hníf og hann var handekinn fyrir vopnalög, áfengislög og húsbrot.
Lögreglumál Samfélagsmiðlar Reykjavík Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira