Umsækjendum um vernd ekið fyrir 225 milljónir á ári Árni Sæberg skrifar 11. september 2023 10:37 Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra. Vísir/Vilhelm Aksturskostnaður Vinnumálastofnunar vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd nam rúmum 225 milljónum króna á tímabilinu júlí árið 2022 til júní árið 2023. Þetta kemur fram í svari Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra, við fyrirspurn Bergþórs Ólasonar, þingflokksformanns Miðflokksins um kostnað Vinnumálastofnunar vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd. Þar segir að þjónusta við umsækjendur um alþjóðlega vernd hafi færst til Vinnumálastofnunar frá Útlendingastofnun í júlí árið 2022. Upplýsingar um kostnað Vinnumálastofnunar vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd nái því ekki lengra aftur en til júlí árið 2022, en Bergþór hafði óskað eftir upplýsingum allt aftur til ársins 2020. Í svarinu segir að kostnaður vegna leigubílaaksturs á tímabilinu hafi verið 96,6 milljónir króna og 128,862 milljónir króna vegna annars aksturs, alls 225,496 milljónir króna. Kostnaður vegna heilbrigðisþjónustu nánast þrefaldast Bergþór óskaði eftir upplýsingum um upplýsingar um kostnað Vinnumálastofnunar í tengslum við heilbrigðisþjónustu á tímabilinu júlí 2022 til júní 2023 vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd, þar með talið sálfræðiþjónustu, sundurliðað eftir þjónustuflokkum og árum. Í svari ráðherra segir að á seinni hluta ársins 2022 hafi kostnaðurinn verið 95,375 milljónir króna en á fyrri hluta þessa árs 259,653 milljónir króna. Það gerir hækkun upp á rúmlega 270 prósent milli ára. Hótelherbergi einstöku sinnum leigð Þá má einnig sjá sundurliðun á kostnaði vegna húsnæðis fyrir umsækjendur. Í svari ráðherra segir að allur almennur húsnæðiskostnaður hjá Vinnumálastofnun sé vegna leigu á herbergjum. Í þeim tilvikum þegar gistiheimili eru tekin á leigu miðist kostnaður við hvert herbergi. Í einhverjum tilvikum hafa verið leigð herbergi á hótelum til skamms tíma. Kostnaður vegna húsaleigu á tímabilinu hafi verið 993,478 milljónir króna og 63,656 milljónir króna vegna leigu hótelherbergja. Þá segir að samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun sé þörf fyrir viðbótarbúsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd metin reglulega og spá þess efnis uppfærð eftir því sem þörf er á. Í töflu sem sýnir áætlaða viðbótarþörf segir að þann 1. janúar á næsta ári muni þurfa á bilinu 900 til 2.700 rými til viðbótar. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Flóttafólk á Íslandi Rekstur hins opinbera Hælisleitendur Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra, við fyrirspurn Bergþórs Ólasonar, þingflokksformanns Miðflokksins um kostnað Vinnumálastofnunar vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd. Þar segir að þjónusta við umsækjendur um alþjóðlega vernd hafi færst til Vinnumálastofnunar frá Útlendingastofnun í júlí árið 2022. Upplýsingar um kostnað Vinnumálastofnunar vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd nái því ekki lengra aftur en til júlí árið 2022, en Bergþór hafði óskað eftir upplýsingum allt aftur til ársins 2020. Í svarinu segir að kostnaður vegna leigubílaaksturs á tímabilinu hafi verið 96,6 milljónir króna og 128,862 milljónir króna vegna annars aksturs, alls 225,496 milljónir króna. Kostnaður vegna heilbrigðisþjónustu nánast þrefaldast Bergþór óskaði eftir upplýsingum um upplýsingar um kostnað Vinnumálastofnunar í tengslum við heilbrigðisþjónustu á tímabilinu júlí 2022 til júní 2023 vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd, þar með talið sálfræðiþjónustu, sundurliðað eftir þjónustuflokkum og árum. Í svari ráðherra segir að á seinni hluta ársins 2022 hafi kostnaðurinn verið 95,375 milljónir króna en á fyrri hluta þessa árs 259,653 milljónir króna. Það gerir hækkun upp á rúmlega 270 prósent milli ára. Hótelherbergi einstöku sinnum leigð Þá má einnig sjá sundurliðun á kostnaði vegna húsnæðis fyrir umsækjendur. Í svari ráðherra segir að allur almennur húsnæðiskostnaður hjá Vinnumálastofnun sé vegna leigu á herbergjum. Í þeim tilvikum þegar gistiheimili eru tekin á leigu miðist kostnaður við hvert herbergi. Í einhverjum tilvikum hafa verið leigð herbergi á hótelum til skamms tíma. Kostnaður vegna húsaleigu á tímabilinu hafi verið 993,478 milljónir króna og 63,656 milljónir króna vegna leigu hótelherbergja. Þá segir að samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun sé þörf fyrir viðbótarbúsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd metin reglulega og spá þess efnis uppfærð eftir því sem þörf er á. Í töflu sem sýnir áætlaða viðbótarþörf segir að þann 1. janúar á næsta ári muni þurfa á bilinu 900 til 2.700 rými til viðbótar.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Flóttafólk á Íslandi Rekstur hins opinbera Hælisleitendur Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira