NFL-deildin er hafin með öllu því sem henni fylgir. Um helgina fór fram fjöldi leikja þar sem nokkuð af óvæntum úrslitum litu dagsins ljós. Kúrekarnir frá Dallas kjöldrógu Risana frá New York í leik sem var búinn í fyrsta leikhluta.
Þegar fyrsta leikhluta lauk var staðan 0-16, í hálfleik var hún 0-26 og lokatölur voru 0-40. Ótrúlegar tölur og ljóst að Risarnir þurfa að girða sig í brók ætli þeir ekki að vera aðhlátursefni það sem eftir lifir tímabils.
Tom Brady var heiðraður í hálfleik þegar New England Patriots tók á móti Philadelphia Eagles. Því miður fyrir Patriots og Brady þá vann Eagles fimm stiga sigur þökk sé frábærum fyrsta leikhluta, lokatölur 20-25.
"It's not as fun as playing, but I'm so happy to put that part of my life to bed."
— Bleacher Report (@BleacherReport) September 10, 2023
Tom Brady reflects on his NFL career
(via @NFL)
pic.twitter.com/1yNkFhITwV
Joe Burrow og félagar í Bengals steinlágu gegn Cleveland Browns, lokatölur 24-3. Svo slakur var Burrow að hann var settur á bekkinn í 4. leikhluta.
Bengals benched Joe Burrow in the 4Q after going down 24-3 vs. Browns
— Bleacher Report (@BleacherReport) September 10, 2023
14/31
82 YDS
He just became the NFL s highest-paid player on Thursday. pic.twitter.com/P5zTAuxwvg
Green Bay Packers hóf lífið án Aaron Rodgers á þægilegum 18 stiga sigri á Chicago Bears, lokatölur 38-20 Green Bay í vil. Rodgers sjálfur er svo í eldlínunni í nótt þegar New York Jets tekur á móti Buffalo Bills.
Önnur úrslit
Baltimore Ravens 25 - 9 Houston Texans
Minnesota Vikings 17 - 20 Tampa Bay Buccaneers
Atlanta Falcons 24 - 10 Carolina Panthers
Washington Commanders 20 - 16 Arizona Cardinals
Indianapolis Colts 21 - 31 Jacksonville Jaguars
Pittsburgh Steelers 7 - 30 San Francisco 49ers
New Orleans Saints 16 - 15 Tennessee Titans
Denver Broncos 16 - 17 Las Vegas Raiders
Seattle Seahawks 13 - 30 Los Angeles Rams
Los Angeles Chargers 34 - 36 Miami Dolphins
Klukkan 20.00 annað kvöld er Lokasóknin á dagskrá þar sem farið verður yfir allt það helsta sem gerðist í fyrstu viku NFL-deildairnnar.