Hætta á að verðmætum verði glutrað niður Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. september 2023 17:21 Árni Magnússon forstjóri Ísor segir gríðarlega mikilvægt að stjórnvöld setji fjármuni í rannsóknir á jarðauðlindum hér á landi. Meðan það sé ekki gert sé hætta á að verðmætum sé glutrað niður. Vísir/Sigurjón Ísland er eitt fárra landa í heiminum sem hefur ekki kortlagt jarðauðlindir sínar eins og heitt og kalt vatn. Forstjóri Ísor segir um mikilvægustu auðlindir mannskyns að ræða og gríðarlega mikilvægt að hraða rannsóknum. Nú sé hætta á að verðmætum verði glutrað niður. Meira en helmingur stærri fljóta í heiminum er að þorna upp samkvæmt nýlegri úttekt sem greint var frá í Reuters. Þá búa tveir milljarðar jarðarbúa á svæðum þar sem vatnsskortur ríkir. Orkumálastjóri benti á stóraukna ásókn í vatnsauðlindina hér á landi í fréttum Stöðvar 2 um daginn. Þá sagði framkvæmdastýra Veitna á að vatnsauðlindir landsins væru ekki óþrjótandi. Undir þetta tekur Árni Magnússon forstjóri Ísor. „Það eru alveg skýrar vísbendingar um það og til dæmis þá bentum við á þetta þegar kemur að heita vatninu fyrir umhverfisráðuneytið í vetur,“ segir Árni. Ekkert vitað um stöðu jarðrænna auðlinda Heildarkortlagning á jarðrænum auðlindum er hins vegar ekki til hér á landi. Þannig er ekki ljóst hversu mikið heitt eða kalt fersk er til. Hann segir afar mikilvægt að bæta úr þessu. „Jarðrænar auðlindir eru sennilega mikilvægustu og mestu auðlindir mannkyns. Við erum að tala um ferskvatn, heitt vatn, málma og byggingarefni og þetta eru allt hlutir sem munu ráða til um lífsgæði fólks á næstu áratugum og árhundruðum,“ segir Árni. Hann segir að miðað við þá litlu fjármuni sem stjórnvöld leggi nú til málaflokksins muni taka hátt í sjötíu ár að kortleggja auðlindirnar hér. „Við sjáum að við erum algjörir eftirbátar þeirra þjóða sem við viljum bera okkur saman við. Þær eru löngu búnar að skrásetja auðlindir sínar. Stjórnvöld þurfa að leggja línurnar, þau þurfa að segja hver sé stefnan og þaðan þarf fjármagnið að koma,“ segir Árni Hann segir að kostnaður hins opinbera við að hraða rannsóknum þurfi ekki að vera ýkja hár í samanburði við ávinninginn af þeim „Það væri hægt að hraða rannsóknum um tugi ára með því að kosta til um einum komma þremur milljarði króna. Þetta þarf að gerast sem fyrst. Á meðan við erum með nánast með bundið fyrir augun varðandi þessar auðlindir þá eru stórhætta á að við glötum einhverjum þeirra,“ segir Árni. Vatn Orkumál Jarðhiti Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Sjá meira
Meira en helmingur stærri fljóta í heiminum er að þorna upp samkvæmt nýlegri úttekt sem greint var frá í Reuters. Þá búa tveir milljarðar jarðarbúa á svæðum þar sem vatnsskortur ríkir. Orkumálastjóri benti á stóraukna ásókn í vatnsauðlindina hér á landi í fréttum Stöðvar 2 um daginn. Þá sagði framkvæmdastýra Veitna á að vatnsauðlindir landsins væru ekki óþrjótandi. Undir þetta tekur Árni Magnússon forstjóri Ísor. „Það eru alveg skýrar vísbendingar um það og til dæmis þá bentum við á þetta þegar kemur að heita vatninu fyrir umhverfisráðuneytið í vetur,“ segir Árni. Ekkert vitað um stöðu jarðrænna auðlinda Heildarkortlagning á jarðrænum auðlindum er hins vegar ekki til hér á landi. Þannig er ekki ljóst hversu mikið heitt eða kalt fersk er til. Hann segir afar mikilvægt að bæta úr þessu. „Jarðrænar auðlindir eru sennilega mikilvægustu og mestu auðlindir mannkyns. Við erum að tala um ferskvatn, heitt vatn, málma og byggingarefni og þetta eru allt hlutir sem munu ráða til um lífsgæði fólks á næstu áratugum og árhundruðum,“ segir Árni. Hann segir að miðað við þá litlu fjármuni sem stjórnvöld leggi nú til málaflokksins muni taka hátt í sjötíu ár að kortleggja auðlindirnar hér. „Við sjáum að við erum algjörir eftirbátar þeirra þjóða sem við viljum bera okkur saman við. Þær eru löngu búnar að skrásetja auðlindir sínar. Stjórnvöld þurfa að leggja línurnar, þau þurfa að segja hver sé stefnan og þaðan þarf fjármagnið að koma,“ segir Árni Hann segir að kostnaður hins opinbera við að hraða rannsóknum þurfi ekki að vera ýkja hár í samanburði við ávinninginn af þeim „Það væri hægt að hraða rannsóknum um tugi ára með því að kosta til um einum komma þremur milljarði króna. Þetta þarf að gerast sem fyrst. Á meðan við erum með nánast með bundið fyrir augun varðandi þessar auðlindir þá eru stórhætta á að við glötum einhverjum þeirra,“ segir Árni.
Vatn Orkumál Jarðhiti Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Sjá meira