Höfuðkúpa fannst í Ráðherrabústaðnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. september 2023 16:21 Ríkisstjórnin fundar tvisvar í viku í Ráðherrabústaðnum. Vísir/Vilhelm Við framkvæmdir í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á dögunum fundust tveir hlutar úr höfuðkúpu manneskju. Ekki er grunur um glæpsamlegt athæfi. Beinin eru komin í vörslu Þjóðminjasafns Íslands. Sighvatur Arnmundsson, upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins, segir í svari við fyrirspurn Vísis frá því fyrir helgi að brotin hafi fundist undir gólffjölum á rishæð hússins þar sem verið sé að skipta um einangrun. Beinunum hafi verið komið til lögreglu sem hefur afhent þau Þjóðminjasafni Íslands. Beðið er niðurstöðu aldursgreiningar. „Sót var á beinunum þegar þau fundust og er talið að þau hafi verið gömul þegar þeim var komið fyrir undir gólffjölunum. Ekki er grunur um glæpsamlegt athæfi,“ segir Sighvatur. Saga bústaðarins Ráðherrabústaðurinn stendur við Tjarnargötu 32 við Reykjavíkur í miðbæ Reykjavíkur. Bústaðurinn er opinber embættisbústaður þar sem móttökur fara fram og fundir haldnir. Hann var reistur af Hannesi Hafstein, fyrsta ráðherra Íslands, árið 1906 og flutti hann þangað inn með fjölskyldu sína 26. mars 1907. Fjallað er um sögu hússins á vef stjórnarráðsins. Textinn sem fer hér á eftir er tekinn þaðan. Húsið var upphaflega reist af Norðmanninum Hans Ellefsen hvalveiðiforstjóra á Sólbakka við Önundarfjörð árið 1892 en hann flutti starfsemi sína þaðan 1901 og bauð síðar vini sínum, Hannesi Hafstein sem verið hafði sýslumaður Ísfirðinga, húsið að gjöf að því er talið er eða til kaups á eina krónu, aðrir segja 5 krónur. Var húsið þá tekið sundur og flutt suður en það hafði verið einlyft bjálkahús með myndarlegum miðjukvisti, líklega upphaflega keypt tilsniðið frá Noregi. Í Reykjavík var húsið endurbyggt með nýju lagi og stóð Rögnvaldur Ólafsson húsameistari fyrir endurbyggingunni. Nú var það tvílyft með hærra og brattara þaki en áður og með þremur kvistum eða burstum á framhlið. Að sunnanverðu var blómaskáli með verönd og tröppum út í garðinn en svalir voru á norðurhlið með drekaskrauti undir. Húsið er dæmigert fyrir svokallaðan bárujárnssveitser en drekaskrautið gefur því þjóðlegan rómantískan blæ. Eftir að Hannes Hafstein lét af embætti 1909 beitti Björn Jónsson sem þá tók við embætti ráðherra Íslands sér fyrir því að Landssjóður keypti húsið í því skyni að gera það að föstum ráðherrabústað. Voru flutt í húsið húsgögn og annar húsbúnaður, allt prýtt inngreyptu fálkamerki, sem keypt höfðu verið vegna konungskomunnar 1907. Ráðherrar Íslands bjuggu í Ráðherrabústaðnum eftir þetta. Þeir voru Björn Jónsson 1909–1911, Kristján Jónsson 1911–1912, Sigurður Eggerz 1914–15 og Einar Arnórsson 1915–1917. Jón Magnússon, sem myndaði fyrsta íslenska ráðuneytið 1917 og bar því fyrstur heitið forsætisráðherra, kaus ekki að flytjast í Ráðherrabústaðinn en fékk hann samráðherrum sínum til bústaðar. Þar bjuggu Sigurður Jónsson frá Ystafelli á neðri hæð og Sigurður Eggerz á efri hæð en eftir að Sigurður frá Ystafelli hætti sem ráðherra flutti Pétur Jónsson frá Gautlöndum inn og bjó þar til 1922. Sigurður Eggerz hafði áfram búsetu á efri hæðinni allt til ársins 1926 en hann var forsætisráðherra á árunum 1922–1924. Frá 1926 bjuggu allir forsætisráðherrar í Ráðherrabústaðinn til ársins 1942. Þeir voru Jón Þorláksson 1926–27, Tryggvi Þórhallsson 1927–32, Ásgeir Ásgeirsson 1932–34 og Hermann Jónasson 1934–42. Íbúð þeirra var á efri hæðinni en stofurnar á neðri hæð voru opinberar móttökustofur auk skrifstofu forsætisráðherra sem var í hornherberginu næst innganginum. Tvisvar sinnum, meðan forsætisráðherrar bjuggu í húsinu, urðu sögulegar mótmælaaðgerðir og óeirðir sem stóðu dögum saman á götunni fyrir utan, í fyrra skiptið út af svokölluðu Landsbankafargani 1909 og í seinna skiptið út af þingrofinu 1931. Fyrir Alþingishátíðina 1930 voru gerðar breytingar á neðri hæð hússins, blómaskálinn við suðurhlið hússins var tekinn af og borðstofan stækkuð sem því nam þannig að þar gátu setið 44 til borðs í stað 28 áður. Auk þessa var eldhús í útbyggingu til vesturs stækkað með lítilli viðbyggingu. Tjarnargata 32. Ólafur Thors sem tók við af Hermanni Jónassyni sem forsætisráðherra 1942 flutti ekki í Ráðherrabústaðinn eins og forverar hans og ekki heldur Björn Þórðarson sem tók við af honum. Hermann fékk því að búa þar áfram allt fram í nóvember 1943. Nokkrum dögum seinna eða 1. des 1943 var haldin þar hin árlega þingmannaveisla. Þegar utanríkisráðuneytið var stofnað 1944 var Ráðherrabústaðurinn afhentur því enda tók það að mestu við risnu fyrir hönd hins opinbera og jafnframt var húsið hugsað sem embættisbústaður utanríkisráðherra. Gerðar voru endurbætur á húsinu, útbúin ein stofa niðri úr miðstofunni og syðstu stofunni og forstofa og hreinlætisherbergi stækkuð. Einungis einn utanríkisráðherra notaði þó húsið til íbúðar en það var Bjarni Benediktsson á árunum 1947–1948. Síðar bjó þar í nokkur ár Hans G. Andersen þá skrifstofustjóri utanríkisráðuneytis. Ráðherrabústaðurinn var upp frá þessu notaður sem móttökuhús utanríkisráðherra og ríkisstjórnar. Þar fóru fram veislur, hóf og móttökur og samningaviðræður margs konar. Má þar nefna viðræður við Bandaríkjamenn um endurskoðun herverndarsamnings 1956, viðræður við Breta, Þjóðverja og fleiri þjóðir í landhelgisdeilunum 1960, 1972-1973 og 1975-1976. Einnig voru í húsinu undirritaðir ýmsir viðskiptasamningar við erlend ríki og þar ræddi ríkisstjórnin við aðila vinnumarkaðarins í kjaradeilum. Allt fram til 1972 hafði ríkisstjórnin opið hús í Ráðherrabústaðnum fyrir gesti og gangandi á 17. júní. Árið 1956 urðu nokkur tímamót í sögu Ráðherrabústaðarins. Þá stóð fyrir dyrum fyrsta opinbera heimsókn erlends þjóðhöfðingja á lýðveldistímanum. Þetta voru dönsku konungshjónin, Friðrik IX. og Ingiríður, og þótti mjög áríðandi að hafa móttökurnar sem höfðinglegastar. Ákveðið var að þau skyldu búa í Ráðherrabústaðnum. Hann var rækilega gerður upp, keypt ný húsgögn og veggir prýddir listaverkum eftir fremstu listamenn þjóðarinnar, þar á meðal var stórt Kjarvalsmálverk sem Íslendingar gáfu Alexandrine drottningu árið 1930 en hún skilaði svo Íslendingum aftur í arfleiðsluskrá. Íbúð konungshjónanna sem útbúin var 1956 var á efri hæðinni. Á næstu árum sóttu aðrir þjóðhöfðingjar á Norðurlöndum Ísland heim og bjuggu í Ráðherrabústaðnum. Einnig bjuggu þar ýmsir aðrir tignir gestir og erlendir ráðherrar sem sóttu landið heim. Má þar nefna David Ben Gurion fyrsta forsætisráðherra Ísraels 1962, Filippus erkihertoga 1966 og Helmut Schmidt kanslara V-Þýskalands 1977. Síðasti erlendi þjóðhöfðinginn sem gisti í húsinu var Kekkonen Finnlandsforseti 1977. Eftir að Borgartún 6, öðru nafni Rúgbrauðsgerðin, kom til sögu 1979 tók það húsnæði að sér hlutverk Ráðherrabústaðarins að nokkru leyti sem móttökuhús fyrir ríkisstjórnina og síðar Þjóðmenningarhúsið. Erlendir þjóðhöfðingjar gista nú oftast í húsi forsetaembættisins að Laufásvegi 72. Skömmu fyrir 1980 komst Ráðherrabústaðurinn aftur í umsjón forsætisráðuneytisins. Gagngerar endurbætur fóru fram á honum 1980 og á árunum 1994-1995 og var þá sett nýtt eikarparket á öll gólf og gestaíbúðinni á efri hæð breytt í fundaherbergi auk þess sem þangað voru keypt ný húsgögn. Enn gegnir Ráðherrabústaðurinn miklu hlutverki sem móttökuhús og fundarstaður. Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fornminjar Lögreglumál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Sighvatur Arnmundsson, upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins, segir í svari við fyrirspurn Vísis frá því fyrir helgi að brotin hafi fundist undir gólffjölum á rishæð hússins þar sem verið sé að skipta um einangrun. Beinunum hafi verið komið til lögreglu sem hefur afhent þau Þjóðminjasafni Íslands. Beðið er niðurstöðu aldursgreiningar. „Sót var á beinunum þegar þau fundust og er talið að þau hafi verið gömul þegar þeim var komið fyrir undir gólffjölunum. Ekki er grunur um glæpsamlegt athæfi,“ segir Sighvatur. Saga bústaðarins Ráðherrabústaðurinn stendur við Tjarnargötu 32 við Reykjavíkur í miðbæ Reykjavíkur. Bústaðurinn er opinber embættisbústaður þar sem móttökur fara fram og fundir haldnir. Hann var reistur af Hannesi Hafstein, fyrsta ráðherra Íslands, árið 1906 og flutti hann þangað inn með fjölskyldu sína 26. mars 1907. Fjallað er um sögu hússins á vef stjórnarráðsins. Textinn sem fer hér á eftir er tekinn þaðan. Húsið var upphaflega reist af Norðmanninum Hans Ellefsen hvalveiðiforstjóra á Sólbakka við Önundarfjörð árið 1892 en hann flutti starfsemi sína þaðan 1901 og bauð síðar vini sínum, Hannesi Hafstein sem verið hafði sýslumaður Ísfirðinga, húsið að gjöf að því er talið er eða til kaups á eina krónu, aðrir segja 5 krónur. Var húsið þá tekið sundur og flutt suður en það hafði verið einlyft bjálkahús með myndarlegum miðjukvisti, líklega upphaflega keypt tilsniðið frá Noregi. Í Reykjavík var húsið endurbyggt með nýju lagi og stóð Rögnvaldur Ólafsson húsameistari fyrir endurbyggingunni. Nú var það tvílyft með hærra og brattara þaki en áður og með þremur kvistum eða burstum á framhlið. Að sunnanverðu var blómaskáli með verönd og tröppum út í garðinn en svalir voru á norðurhlið með drekaskrauti undir. Húsið er dæmigert fyrir svokallaðan bárujárnssveitser en drekaskrautið gefur því þjóðlegan rómantískan blæ. Eftir að Hannes Hafstein lét af embætti 1909 beitti Björn Jónsson sem þá tók við embætti ráðherra Íslands sér fyrir því að Landssjóður keypti húsið í því skyni að gera það að föstum ráðherrabústað. Voru flutt í húsið húsgögn og annar húsbúnaður, allt prýtt inngreyptu fálkamerki, sem keypt höfðu verið vegna konungskomunnar 1907. Ráðherrar Íslands bjuggu í Ráðherrabústaðnum eftir þetta. Þeir voru Björn Jónsson 1909–1911, Kristján Jónsson 1911–1912, Sigurður Eggerz 1914–15 og Einar Arnórsson 1915–1917. Jón Magnússon, sem myndaði fyrsta íslenska ráðuneytið 1917 og bar því fyrstur heitið forsætisráðherra, kaus ekki að flytjast í Ráðherrabústaðinn en fékk hann samráðherrum sínum til bústaðar. Þar bjuggu Sigurður Jónsson frá Ystafelli á neðri hæð og Sigurður Eggerz á efri hæð en eftir að Sigurður frá Ystafelli hætti sem ráðherra flutti Pétur Jónsson frá Gautlöndum inn og bjó þar til 1922. Sigurður Eggerz hafði áfram búsetu á efri hæðinni allt til ársins 1926 en hann var forsætisráðherra á árunum 1922–1924. Frá 1926 bjuggu allir forsætisráðherrar í Ráðherrabústaðinn til ársins 1942. Þeir voru Jón Þorláksson 1926–27, Tryggvi Þórhallsson 1927–32, Ásgeir Ásgeirsson 1932–34 og Hermann Jónasson 1934–42. Íbúð þeirra var á efri hæðinni en stofurnar á neðri hæð voru opinberar móttökustofur auk skrifstofu forsætisráðherra sem var í hornherberginu næst innganginum. Tvisvar sinnum, meðan forsætisráðherrar bjuggu í húsinu, urðu sögulegar mótmælaaðgerðir og óeirðir sem stóðu dögum saman á götunni fyrir utan, í fyrra skiptið út af svokölluðu Landsbankafargani 1909 og í seinna skiptið út af þingrofinu 1931. Fyrir Alþingishátíðina 1930 voru gerðar breytingar á neðri hæð hússins, blómaskálinn við suðurhlið hússins var tekinn af og borðstofan stækkuð sem því nam þannig að þar gátu setið 44 til borðs í stað 28 áður. Auk þessa var eldhús í útbyggingu til vesturs stækkað með lítilli viðbyggingu. Tjarnargata 32. Ólafur Thors sem tók við af Hermanni Jónassyni sem forsætisráðherra 1942 flutti ekki í Ráðherrabústaðinn eins og forverar hans og ekki heldur Björn Þórðarson sem tók við af honum. Hermann fékk því að búa þar áfram allt fram í nóvember 1943. Nokkrum dögum seinna eða 1. des 1943 var haldin þar hin árlega þingmannaveisla. Þegar utanríkisráðuneytið var stofnað 1944 var Ráðherrabústaðurinn afhentur því enda tók það að mestu við risnu fyrir hönd hins opinbera og jafnframt var húsið hugsað sem embættisbústaður utanríkisráðherra. Gerðar voru endurbætur á húsinu, útbúin ein stofa niðri úr miðstofunni og syðstu stofunni og forstofa og hreinlætisherbergi stækkuð. Einungis einn utanríkisráðherra notaði þó húsið til íbúðar en það var Bjarni Benediktsson á árunum 1947–1948. Síðar bjó þar í nokkur ár Hans G. Andersen þá skrifstofustjóri utanríkisráðuneytis. Ráðherrabústaðurinn var upp frá þessu notaður sem móttökuhús utanríkisráðherra og ríkisstjórnar. Þar fóru fram veislur, hóf og móttökur og samningaviðræður margs konar. Má þar nefna viðræður við Bandaríkjamenn um endurskoðun herverndarsamnings 1956, viðræður við Breta, Þjóðverja og fleiri þjóðir í landhelgisdeilunum 1960, 1972-1973 og 1975-1976. Einnig voru í húsinu undirritaðir ýmsir viðskiptasamningar við erlend ríki og þar ræddi ríkisstjórnin við aðila vinnumarkaðarins í kjaradeilum. Allt fram til 1972 hafði ríkisstjórnin opið hús í Ráðherrabústaðnum fyrir gesti og gangandi á 17. júní. Árið 1956 urðu nokkur tímamót í sögu Ráðherrabústaðarins. Þá stóð fyrir dyrum fyrsta opinbera heimsókn erlends þjóðhöfðingja á lýðveldistímanum. Þetta voru dönsku konungshjónin, Friðrik IX. og Ingiríður, og þótti mjög áríðandi að hafa móttökurnar sem höfðinglegastar. Ákveðið var að þau skyldu búa í Ráðherrabústaðnum. Hann var rækilega gerður upp, keypt ný húsgögn og veggir prýddir listaverkum eftir fremstu listamenn þjóðarinnar, þar á meðal var stórt Kjarvalsmálverk sem Íslendingar gáfu Alexandrine drottningu árið 1930 en hún skilaði svo Íslendingum aftur í arfleiðsluskrá. Íbúð konungshjónanna sem útbúin var 1956 var á efri hæðinni. Á næstu árum sóttu aðrir þjóðhöfðingjar á Norðurlöndum Ísland heim og bjuggu í Ráðherrabústaðnum. Einnig bjuggu þar ýmsir aðrir tignir gestir og erlendir ráðherrar sem sóttu landið heim. Má þar nefna David Ben Gurion fyrsta forsætisráðherra Ísraels 1962, Filippus erkihertoga 1966 og Helmut Schmidt kanslara V-Þýskalands 1977. Síðasti erlendi þjóðhöfðinginn sem gisti í húsinu var Kekkonen Finnlandsforseti 1977. Eftir að Borgartún 6, öðru nafni Rúgbrauðsgerðin, kom til sögu 1979 tók það húsnæði að sér hlutverk Ráðherrabústaðarins að nokkru leyti sem móttökuhús fyrir ríkisstjórnina og síðar Þjóðmenningarhúsið. Erlendir þjóðhöfðingjar gista nú oftast í húsi forsetaembættisins að Laufásvegi 72. Skömmu fyrir 1980 komst Ráðherrabústaðurinn aftur í umsjón forsætisráðuneytisins. Gagngerar endurbætur fóru fram á honum 1980 og á árunum 1994-1995 og var þá sett nýtt eikarparket á öll gólf og gestaíbúðinni á efri hæð breytt í fundaherbergi auk þess sem þangað voru keypt ný húsgögn. Enn gegnir Ráðherrabústaðurinn miklu hlutverki sem móttökuhús og fundarstaður.
Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fornminjar Lögreglumál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira