Spænskir vindar blása um miðbæ Reykjavíkur La Barceloneta 12. september 2023 14:37 Paellan er einkennandi fyrir Valencia og er sérsvið kokkanna á La Barceloneta „Besta hrósið er þegar fólk segir að það sé eins og að vera á Spáni þegar það kemur hingað inn. Allra besta hrósið er samt þegar það segir matinn smakkast betur en á Spáni, okkur þykir afar vænt um það,“ segir Dagur Pétursson Pinos, einn fimm eigenda veitingastaðarins La Barceloneta í Templarasundi 3. Bomba Andi spænskrar matarmenningar svífur þar sannarlega yfir vötnum en tvær fjölskyldur, hálfspænskar og hálfíslenskar standa að veitingastaðnum ásamt spænskum kokki. Sjálfur er Dagur hálf spænskur og hálf íslenskur en fæddur og uppalinn í Bercelona og Zoe Sarsanedas, konan hans er spænsk. Elma Backman er íslensk og maðurinn hennar Albert Muñoz er frá Barcelona. Kokkurinn og paellumeistarinn Pedro Lopez ræður ríkjum í eldhúsinu ásamt Degi en Pedro rak veitingastað í Alicante í 25 ár áður en hann flutti til Íslands. kolkrabbi er afar vinsæll matur á Spáni Hópinn hafði lengi dreymt um að opna saman veitingastað og lét loks drauminn rætast, eftir að hafa boðið upp á ekta spænskar paellur í heimsendingu í nokkur ár. „Við opnuðum La Barceloneta snemma í sumar og viðtökurnar fóru strax fram úr okkar björtustu vonum, bæði hjá heimafólki og ferðamönnum. Það varð strax miklu meira að gera en við áttum von á,“ segir Dagur. „Við tókum þátt í Menningarnótt og það varð alveg brjálað að gera hjá okkur. Fólk er greinilega að fylgjast spennt með allskonar matarmenningu, sem er frábært,“ segir Dagur. „Við einblínum á hefðbundinn mat frá mismunandi svæðum á Spáni og eldum réttina alveg eftir hefðinni. Okkur finnst mikilvægt að það komist til skila hvaða réttir þetta eru og hvaðan,“ útskýrir Dagur. „Við völdum öll réttina í sameiningu sem eru á matseðlinum og þetta eru klassískir réttir eins og kolkrabbi, sem er afar vinsæll matur á Spáni og eins Croquettes og svo Paellan sem er einkennandi fyrir Valencia og okkar sérsvið. Croquettes Það má skipta matseðlinum í tvo flokka, tapas og paellur en gestirnir blandar þessu oftast saman og nánast allir panta sér paellu. Pedro er líka algjör sérfræðingur í paellum og með yfir 40 ára reynslu,“ segir Dagur. Opið er inn í eldhús og geta gestir fylgst með þeim félögum elda matinn sem eykur enn á stemninguna. Pedro og Dagur búa einnig til allar kryddblöndur frá grunni og flytja hráefnið beint inn frá Spáni. Tómatasalat Markmiðið með veitingastaðnum er að búa til alvöru spænska upplifun og þau leggja mikinn metnað í alla umgjörð og að innrétta staðinn í spænskum anda. „Við fluttum inn flísar frá Katalóníu, lampa og húsgögn og milliveggirnir eru gegnsæir, sem er algengt í spænskum húsum. Staðurinn tekur um 30 til 40 manns svo hér skapast mjög kósý andrúmsloft,“ segir Dagur. Ensaladilla Rusa Bravas Veitingastaðir Matur Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Sjá meira
Bomba Andi spænskrar matarmenningar svífur þar sannarlega yfir vötnum en tvær fjölskyldur, hálfspænskar og hálfíslenskar standa að veitingastaðnum ásamt spænskum kokki. Sjálfur er Dagur hálf spænskur og hálf íslenskur en fæddur og uppalinn í Bercelona og Zoe Sarsanedas, konan hans er spænsk. Elma Backman er íslensk og maðurinn hennar Albert Muñoz er frá Barcelona. Kokkurinn og paellumeistarinn Pedro Lopez ræður ríkjum í eldhúsinu ásamt Degi en Pedro rak veitingastað í Alicante í 25 ár áður en hann flutti til Íslands. kolkrabbi er afar vinsæll matur á Spáni Hópinn hafði lengi dreymt um að opna saman veitingastað og lét loks drauminn rætast, eftir að hafa boðið upp á ekta spænskar paellur í heimsendingu í nokkur ár. „Við opnuðum La Barceloneta snemma í sumar og viðtökurnar fóru strax fram úr okkar björtustu vonum, bæði hjá heimafólki og ferðamönnum. Það varð strax miklu meira að gera en við áttum von á,“ segir Dagur. „Við tókum þátt í Menningarnótt og það varð alveg brjálað að gera hjá okkur. Fólk er greinilega að fylgjast spennt með allskonar matarmenningu, sem er frábært,“ segir Dagur. „Við einblínum á hefðbundinn mat frá mismunandi svæðum á Spáni og eldum réttina alveg eftir hefðinni. Okkur finnst mikilvægt að það komist til skila hvaða réttir þetta eru og hvaðan,“ útskýrir Dagur. „Við völdum öll réttina í sameiningu sem eru á matseðlinum og þetta eru klassískir réttir eins og kolkrabbi, sem er afar vinsæll matur á Spáni og eins Croquettes og svo Paellan sem er einkennandi fyrir Valencia og okkar sérsvið. Croquettes Það má skipta matseðlinum í tvo flokka, tapas og paellur en gestirnir blandar þessu oftast saman og nánast allir panta sér paellu. Pedro er líka algjör sérfræðingur í paellum og með yfir 40 ára reynslu,“ segir Dagur. Opið er inn í eldhús og geta gestir fylgst með þeim félögum elda matinn sem eykur enn á stemninguna. Pedro og Dagur búa einnig til allar kryddblöndur frá grunni og flytja hráefnið beint inn frá Spáni. Tómatasalat Markmiðið með veitingastaðnum er að búa til alvöru spænska upplifun og þau leggja mikinn metnað í alla umgjörð og að innrétta staðinn í spænskum anda. „Við fluttum inn flísar frá Katalóníu, lampa og húsgögn og milliveggirnir eru gegnsæir, sem er algengt í spænskum húsum. Staðurinn tekur um 30 til 40 manns svo hér skapast mjög kósý andrúmsloft,“ segir Dagur. Ensaladilla Rusa Bravas
Veitingastaðir Matur Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Sjá meira