Ekki góð örlög að enda sem höfuðkúpa í ráðherrabústað Lovísa Arnardóttir skrifar 13. september 2023 20:39 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir fyrirtækið alltaf til í að aðstoða lögregluna en að hún leiti frekar til „sveitarannsóknarstofu í Svíþjóð“. Vísir/Ívar Íslensk erfiðagreinin raðgreinir nú sýni úr beinunum sem fundust undir gólffjölum í ráðherrabústaðnum. Kári Stefánsson segir það ekki góð örlög að enda þar. Hann segir það réttlætismál að komast að uppruna beinanna. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir fyrirtækið alltaf til í að aðstoða lögregluna við að bera kennsl á bein og að hann hafi haft samband við lögregluna eftir að höfuðkúpa fannst undir gólffjölum í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Lögreglan hefur þegið boðið og fóru starfsmenn fyrirtækisins að sækja sýni til að geta hafið vinnuna síðdegis í dag. „Ef að þessi bein koma úr skrokki íslensks manns getum við að öllum líkindum komist að því hver hann var,“ sagði Kári í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann bætti því við að honum þætti það bæði spennandi og réttlæti í því að komast að því svo það sé hægt að grafa beinin þar sem við á. Honum líði jafnvel eins og það sé skylda þeirra að taka að sér slík verkefni sem ekki aðrir geti tekið að sér á landinu. „Ég held að þyki ekki góð örlög að enda sem höfuðkúpa undir ráðherrabústað.“ Hann segir að fyrir starfsfólk sitt yrði það ekki erfitt verkefni að bera kennsl á höfuðkúpuna en að það myndi taka tíma. Það þyrfti að einangra DNA úr höfuðkúpunni og raðgreina það svo og bera það svo saman við það sem ÍE veit um íslenska þjóð. Hann sagði að það sem gerði þetta erfiðara en að greina lífsýni sem til dæmis er skilið er eftir er á vettvangi glæps sé umstangið sem fylgi því að greina svo gamalt efni. Beinin fundust undir þessum gólffjölum í ráðherrabústaðnum. Vísir „Við búum að því að vita nægilega mikið um íslenska þjóð til að geta borið kennsl á einstaklinga á grundvelli rað-DNA,“ sagði Kári og að ekki væri þörf á því að einstaklingurinn væri þegar í gagnagrunni fyrirtækisins. Hann sagði fyrirtækið hafa ýmis ráð til að greina þess vegna nokkrar aldir aftur í tímann um hvern er að ræða. Hann segist þó ekki telja beinin mjög gömul. Spurður hvenær sé von á niðurstöðu segir Kári að það megi reikna með þeim innan fjögurra vikna. Kári segir að hvað varðar önnur verkefni við greiningu lífsýna hafi lögreglan frekar leitað á „sveitarannsóknarstofu í Svíþjóð“. Að því loknu slitnaði símtalið en hægt er að hlusta á allt viðtalið hér að neðan. Fornminjar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Lögreglumál Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Höfuðkúpa fannst í Ráðherrabústaðnum Við framkvæmdir í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á dögunum fundust tveir hlutar úr höfuðkúpu manneskju. Ekki er grunur um glæpsamlegt athæfi. Beinin eru komin í vörslu Þjóðminjasafns Íslands. 11. september 2023 16:21 Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnvöld eigi að sjá sóma sinn í að greiða allan kostnað Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir fyrirtækið alltaf til í að aðstoða lögregluna við að bera kennsl á bein og að hann hafi haft samband við lögregluna eftir að höfuðkúpa fannst undir gólffjölum í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Lögreglan hefur þegið boðið og fóru starfsmenn fyrirtækisins að sækja sýni til að geta hafið vinnuna síðdegis í dag. „Ef að þessi bein koma úr skrokki íslensks manns getum við að öllum líkindum komist að því hver hann var,“ sagði Kári í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann bætti því við að honum þætti það bæði spennandi og réttlæti í því að komast að því svo það sé hægt að grafa beinin þar sem við á. Honum líði jafnvel eins og það sé skylda þeirra að taka að sér slík verkefni sem ekki aðrir geti tekið að sér á landinu. „Ég held að þyki ekki góð örlög að enda sem höfuðkúpa undir ráðherrabústað.“ Hann segir að fyrir starfsfólk sitt yrði það ekki erfitt verkefni að bera kennsl á höfuðkúpuna en að það myndi taka tíma. Það þyrfti að einangra DNA úr höfuðkúpunni og raðgreina það svo og bera það svo saman við það sem ÍE veit um íslenska þjóð. Hann sagði að það sem gerði þetta erfiðara en að greina lífsýni sem til dæmis er skilið er eftir er á vettvangi glæps sé umstangið sem fylgi því að greina svo gamalt efni. Beinin fundust undir þessum gólffjölum í ráðherrabústaðnum. Vísir „Við búum að því að vita nægilega mikið um íslenska þjóð til að geta borið kennsl á einstaklinga á grundvelli rað-DNA,“ sagði Kári og að ekki væri þörf á því að einstaklingurinn væri þegar í gagnagrunni fyrirtækisins. Hann sagði fyrirtækið hafa ýmis ráð til að greina þess vegna nokkrar aldir aftur í tímann um hvern er að ræða. Hann segist þó ekki telja beinin mjög gömul. Spurður hvenær sé von á niðurstöðu segir Kári að það megi reikna með þeim innan fjögurra vikna. Kári segir að hvað varðar önnur verkefni við greiningu lífsýna hafi lögreglan frekar leitað á „sveitarannsóknarstofu í Svíþjóð“. Að því loknu slitnaði símtalið en hægt er að hlusta á allt viðtalið hér að neðan.
Fornminjar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Lögreglumál Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Höfuðkúpa fannst í Ráðherrabústaðnum Við framkvæmdir í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á dögunum fundust tveir hlutar úr höfuðkúpu manneskju. Ekki er grunur um glæpsamlegt athæfi. Beinin eru komin í vörslu Þjóðminjasafns Íslands. 11. september 2023 16:21 Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnvöld eigi að sjá sóma sinn í að greiða allan kostnað Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Sjá meira
Höfuðkúpa fannst í Ráðherrabústaðnum Við framkvæmdir í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á dögunum fundust tveir hlutar úr höfuðkúpu manneskju. Ekki er grunur um glæpsamlegt athæfi. Beinin eru komin í vörslu Þjóðminjasafns Íslands. 11. september 2023 16:21