Vålerenga komst tveimur mörkum yfir í fyrri hálfleik með mörkum Olaug Tvedten og Mimmi Lofwenius. Liðið þurfti þriggja marka sigur til að koma sér í efsta sætið og útlitið var því bjart þegar flautað var til hálfleiks.
En leikmenn LSK voru ekki að baki brotnar og jöfnuðu leikinn með tveimur mörkum í seinni hálfleik. Vålerenga situr því áfram í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Rosenborg í því fyrsta.
Ingibjörg Sigurðardóttir var á dögunum gerð að fyrirliða Vålerenga.
Enn á eftir að leika sjö umferðir í deildinni og Vålerenga á því góðan möguleika að tryggja sér titilinn. Liðið mætir Rosenborg í lokaumferð deildarinnar þann 18. nóvember. Það gæti einnig gerst að liðin mæti hvoru öðru í úrslitaleik bikarkeppninnar, en undanúrslitaleikir fara fram eftir rúmar tvær vikur.