Þriðjungur Orkusjóðs til Samherja, Ísfélags Vestmannaeyja og Arnarlax Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar 14. september 2023 08:30 Nú eru 6 ár til stefnu fyrir ríkisstjórnina að ná markmiðum sínum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda frá samfélaginu, það sem kallast á beina losun Íslands. Að vísu er ekki ljóst hvort markmiðið er 29%, 40% eða 55% en það er á hreinu að tíminn er stuttur. Þær litlu aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur uppi núna felast að miklu leyti í því að færa peninga úr ríkissjóði til vel stæðra fyrirtækja sem hafa hingað til sloppið að mestu leyti við að greiða fyrir þann umhverfisskaða sem þau valda. Hvað eiga Samherji, Ísfélag Vestmannaeyja og Arnarlax sameiginlegt? Úthlutað var úr Orkusjóði fyrir helgi. Þar voru þrír stærstu styrkþegarnir hin hjálparþurfi fyrirtæki Samherji, Ísfélag Vestmannaeyja og Arnarlax. Samherji fékk 100 milljón króna styrk til að gera tilraunir með breytingu á skipi sem á að ganga fyrir ammoníaki, Ísfélag Vestmannaeyja fékk 110 milljónir til að kaupa rafskautaketil og Arnarlax 96 milljónir til þess að kaupa hybrid-vinnubát sem líklega gengur þá að mestu fyrir olíu. Samtals 270 milljónir til þessara þriggja aðila, 30% af heildarúthlutuninni. Erfitt er að sjá að kaup á rafskautakatli sé annað en eðlileg endurnýjun tækjabúnaðar í fiskvinnslu enda hefur þessi tækni verið í notkun á Íslandi í a.m.k. 21 ár. Vinnslubátar við fiskeldi í opnum sjókvíum sem fara eðli málsins samkvæmt mjög stuttar vegalengdir ættu að geta verið að fullu rafmagnaðir. Spyrja má hvers vegna ríkisvaldið sem fjármagnar Orkusjóð þarf að styrkja þessi verkefni sérstaklega um svo háar fjárhæðir. Fyrirtækin þrjú nýta auðlindir hafsins án þess að greiða fyrir það sanngjarnt auðlindagjald árum og áratugum saman og án þess að þurfa að greiða að neinu ráði fyrir það umhverfistjón sem þau valda. Samherjasamstæðan skilaði 14,3 milljörðum króna í hagnað árið 2022 og tæpum 19 milljörðum árið 20211. Ísfélag Vestmannaeyja skilaði tæpum 8 milljarða króna hagnaði2022 en tæpum 6 árið 20212. Arnarlax hagnaðist um rúma 6 milljarðaárið 2022. Bílaleigur og rafmagnsbílar Bílaleigurnar fengu fyrr á árinu úr ríkissjóði 1000 milljónirtil þess að kaupa rafmagnsbíla í flotannauk þess sem þær fengu niðurfelld gjöld á bensín og díselbílum árið 2021 upp á næstum einn milljarðí nafni orkuskipta, eins öfugsnúið og það nú er. Í ár greiða bílaleigurnar út arð um minnst 1,3 milljarða eftir methagnað bæði árið 2021 og 2022, en hagnaður bílaleiganna var tæpir 7 milljarðarárið 2022. Samt þurfa þær ríkisstyrki til þess að fara í sjálfsagða uppfærslu á sínum tækjabúnaði sem ekki fer í gegnum samkeppnissjóði. Frá árinu 2012 hefur íslenska ríkið svo fellt niður virðisaukaskatt af innflutningi rafmagns- og tengiltvinnbíla sem nemur 34 milljörðumán þess að setja auknar álögur eða hindranir á innflutning bensín og díselbíla. Þessi afsláttur gagnast þeim best sem hafa mikil fjárráð. Gulrætur og svipur Til þess að aðgerðir í loftslagsmálum séu sem árangursríkastar og til að tryggja bestu nýtingu fjármagns verður að forgangsraða aðgerðum á faglegum forsendum. Ríkisvaldið, sem fjármagnar orkusjóð, virðist ekki hafa borið gæfu til þess þegar kemur að dæmunum hér að ofan. Auk þess hafa rannsóknirsýnt að bæði hvatar og gjöld/hindrar eru nauðsynleg til þess að tryggja árangur af loftslagsaðgerðum. Annað virkar ekki án hins því hvatar hvetja til samvinnu og aðgerða og gjöld/hindrar sjá til þess að aðgerðum/samvinnunni er haldið áfram. Þannig ætti að leggja gjöld á þá sem menga með háum mengunarsköttum en hvetja þá sem fjárfesta í umhverfisvænni aðferðum með fjárhagslegum stuðningi. Stjórnvöld hafa ákveðið að beita fjárhagslegum stuðningi en ekki gjöldum/hindrum og þá þannig að fjárhagsstuðningnum er beint til þeirra sem minnst þurfa á því að halda. Ný aðgerðaáætlun er nauðsynleg Nokkuð ljóst er að vegna slakra áætlana ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum, engrar eftirfylgni og mikils vilja til þess að ausa fé í vel stæða mengandi starfsemi í nafni loftslagsaðgerða, mun sannfærandi árangur í loftslagsmálum ekki nást fyrir 2030. Ríkisstjórnin verður að uppfæra aðgerðaáætlun sína í loftslagsmálum strax og beita þeim aðferðum sem þekkt er að eru árangursríkastar. Aðeins þannig höfum við möguleika á að ná árangri í loftslagsmálum. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Önnu Magnúsdóttir Orkumál Orkuskipti Sjávarútvegur Fiskeldi Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Nú eru 6 ár til stefnu fyrir ríkisstjórnina að ná markmiðum sínum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda frá samfélaginu, það sem kallast á beina losun Íslands. Að vísu er ekki ljóst hvort markmiðið er 29%, 40% eða 55% en það er á hreinu að tíminn er stuttur. Þær litlu aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur uppi núna felast að miklu leyti í því að færa peninga úr ríkissjóði til vel stæðra fyrirtækja sem hafa hingað til sloppið að mestu leyti við að greiða fyrir þann umhverfisskaða sem þau valda. Hvað eiga Samherji, Ísfélag Vestmannaeyja og Arnarlax sameiginlegt? Úthlutað var úr Orkusjóði fyrir helgi. Þar voru þrír stærstu styrkþegarnir hin hjálparþurfi fyrirtæki Samherji, Ísfélag Vestmannaeyja og Arnarlax. Samherji fékk 100 milljón króna styrk til að gera tilraunir með breytingu á skipi sem á að ganga fyrir ammoníaki, Ísfélag Vestmannaeyja fékk 110 milljónir til að kaupa rafskautaketil og Arnarlax 96 milljónir til þess að kaupa hybrid-vinnubát sem líklega gengur þá að mestu fyrir olíu. Samtals 270 milljónir til þessara þriggja aðila, 30% af heildarúthlutuninni. Erfitt er að sjá að kaup á rafskautakatli sé annað en eðlileg endurnýjun tækjabúnaðar í fiskvinnslu enda hefur þessi tækni verið í notkun á Íslandi í a.m.k. 21 ár. Vinnslubátar við fiskeldi í opnum sjókvíum sem fara eðli málsins samkvæmt mjög stuttar vegalengdir ættu að geta verið að fullu rafmagnaðir. Spyrja má hvers vegna ríkisvaldið sem fjármagnar Orkusjóð þarf að styrkja þessi verkefni sérstaklega um svo háar fjárhæðir. Fyrirtækin þrjú nýta auðlindir hafsins án þess að greiða fyrir það sanngjarnt auðlindagjald árum og áratugum saman og án þess að þurfa að greiða að neinu ráði fyrir það umhverfistjón sem þau valda. Samherjasamstæðan skilaði 14,3 milljörðum króna í hagnað árið 2022 og tæpum 19 milljörðum árið 20211. Ísfélag Vestmannaeyja skilaði tæpum 8 milljarða króna hagnaði2022 en tæpum 6 árið 20212. Arnarlax hagnaðist um rúma 6 milljarðaárið 2022. Bílaleigur og rafmagnsbílar Bílaleigurnar fengu fyrr á árinu úr ríkissjóði 1000 milljónirtil þess að kaupa rafmagnsbíla í flotannauk þess sem þær fengu niðurfelld gjöld á bensín og díselbílum árið 2021 upp á næstum einn milljarðí nafni orkuskipta, eins öfugsnúið og það nú er. Í ár greiða bílaleigurnar út arð um minnst 1,3 milljarða eftir methagnað bæði árið 2021 og 2022, en hagnaður bílaleiganna var tæpir 7 milljarðarárið 2022. Samt þurfa þær ríkisstyrki til þess að fara í sjálfsagða uppfærslu á sínum tækjabúnaði sem ekki fer í gegnum samkeppnissjóði. Frá árinu 2012 hefur íslenska ríkið svo fellt niður virðisaukaskatt af innflutningi rafmagns- og tengiltvinnbíla sem nemur 34 milljörðumán þess að setja auknar álögur eða hindranir á innflutning bensín og díselbíla. Þessi afsláttur gagnast þeim best sem hafa mikil fjárráð. Gulrætur og svipur Til þess að aðgerðir í loftslagsmálum séu sem árangursríkastar og til að tryggja bestu nýtingu fjármagns verður að forgangsraða aðgerðum á faglegum forsendum. Ríkisvaldið, sem fjármagnar orkusjóð, virðist ekki hafa borið gæfu til þess þegar kemur að dæmunum hér að ofan. Auk þess hafa rannsóknirsýnt að bæði hvatar og gjöld/hindrar eru nauðsynleg til þess að tryggja árangur af loftslagsaðgerðum. Annað virkar ekki án hins því hvatar hvetja til samvinnu og aðgerða og gjöld/hindrar sjá til þess að aðgerðum/samvinnunni er haldið áfram. Þannig ætti að leggja gjöld á þá sem menga með háum mengunarsköttum en hvetja þá sem fjárfesta í umhverfisvænni aðferðum með fjárhagslegum stuðningi. Stjórnvöld hafa ákveðið að beita fjárhagslegum stuðningi en ekki gjöldum/hindrum og þá þannig að fjárhagsstuðningnum er beint til þeirra sem minnst þurfa á því að halda. Ný aðgerðaáætlun er nauðsynleg Nokkuð ljóst er að vegna slakra áætlana ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum, engrar eftirfylgni og mikils vilja til þess að ausa fé í vel stæða mengandi starfsemi í nafni loftslagsaðgerða, mun sannfærandi árangur í loftslagsmálum ekki nást fyrir 2030. Ríkisstjórnin verður að uppfæra aðgerðaáætlun sína í loftslagsmálum strax og beita þeim aðferðum sem þekkt er að eru árangursríkastar. Aðeins þannig höfum við möguleika á að ná árangri í loftslagsmálum. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar.
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar