Viðskipti innlent

Hjálmar Helgi tekur við nýju sviði hjá ON

Atli Ísleifsson skrifar
Hjálmar Helgi Rögnvaldsson.
Hjálmar Helgi Rögnvaldsson. ON

Hjálmar Helgi Rögnvaldsson hefur verið ráðinn til að leiða nýtt svið Viðskiptaþróunar og orkumiðlunar hjá Orku náttúrunnar.

Í tilkynningu segir að Hjálmar komi inn í framkvæmdastjórn félagsins en hann hefur starfað hjá ON síðustu níu ár.

Fram kemur að hið nýja svið muni sinna orkumiðlun, orkukaupum, samningum við stórnotendur, öflun nýrra viðskiptatækifæra á stórnotendamarkaði, uppbyggingu Jarðhitagarðs ON og hinum ýmsu greiningum á raforkumarkaði.

Haft er eftir Hjálmari Helga að þetta brýni ON enn frekar í þeirri vegferð sem félagið hafi verið á enda mikið af tækifærum sem þarna felist. „Eitt þeirra felst í uppbyggingu Jarðhitagarðs ON. Um þessar mundir standa yfir miklar framkvæmdir hjá Climeworks í garðinum en auk þess er metnaðarfull vinna við framtíðarstefnumótun garðsins í fullum gangi. Það eru því vissulega spennandi tímar framundan hjá Orku náttúrunnar,“ segir Hjálmar Helgi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×