Ekki sami sjarmi en stoltið mikið Valur Páll Eiríksson skrifar 14. september 2023 13:00 Arna Sif er stolt af Valsliðinu en segir vissulega öðruvísi að tryggja titilinn ekki á vellinum. Vísir/Vilhelm Arna Sif Ásgrímsdóttir, varnarmaður Vals, kveðst stolt af árangri liðsins sem varð Íslandsmeistari kvenna í fótbolta þriðja mótið í röð í gærkvöld. Titillinn var vís eftir tap Breiðabliks í gær og segir hún tilfinninguna aðeins frábrugðna, að verða meistarar uppi í sófa. „Tilfinningin er í rauninni frábær þó þetta sé dálítil skrýtið, að verða svona sófameistari, ég hef ekki prófað það. Við vorum þarna nokkrar eftir æfingu í gær með kveikt á leiknum inni í klefa og maður gat leyft sér aðeins að hoppa og skoppa. En svo er bara leikur í dag og við viljum klára hann vel,“ segir Arna Sif í samtali við Vísi. „Það er ekki alveg sami sjarmi yfir þessu og ekki sama stemningin. En þetta er búið að vera langt mót og það eru mikilvægir leikir fram undan hjá okkur. Þannig að maður vildi fá þetta staðfest sem fyrst. Ég græt ekkert að þetta hafi gerst svona en vissulega aðeins öðruvísi,“ segir hún enn fremur. Verðskuldað eftir skrýtið tímabil Valur hefur unnið síðustu þrjú Íslandsmót; 2019, 2021 og í fyrra en mótinu var aflýst árið 2020 vegna kórónuveirufaraldursins. Arna Sif kveðst stolt af árangrinum eftir að gengið hafi á miklu í sumar. „Þetta er búið að vera svolítið skrýtið tímabil, þetta byrjaði ekkert frábærlega og Pétur hefur nefnt að það hafi verið pínu skrýtið að við værum efstar eftir fyrri hlutann. Við vorum búnar að ganga í gegnum allskonar hluti, mikið um meiðsli og slíkt en það hefur verið mikill stígandi í þessu hjá okkur í allt sumar og höfum þurft smá tíma til að spila okkur saman,“ „En þetta er mjög verðskuldað og ég er ofboðslega stolt af liðinu,“ segir Arna Sif. Endurtaka sögulegan árangur Valur er nú handhafi Íslandsmeistaratitils kvenna í handbolta og körfubolta auk fótboltans. Valsfólk geti hreykt sig af þeim árangri, en Valur náði þeim árangri einnig árið 2019. „Það er náttúrulega bara frábær árangur hjá félaginu og eitthvað sem allir félagsmenn eru afar stoltir af, og mega vera það. Ég held það séu ekki mörg félög sem hafa leikið þetta eftir og þetta hefur mjög mikla þýðingu sýnir bara hversu frábært starf er unnið á Hlíðarenda,“ segir Arna Sif. Allra augu á Meistaradeildinni Arna Sif segir Valskonur þá ekki hafa tíma til staldra mikið við. Á morgun verður dregið í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem Valur verður í pottinum. Leikið verður í því um miðjan október, eftir að deildarkeppninni hér heima er lokið. Valskonur geti því nýtt síðustu vikur tímabilsins til að undirbúa sig fyrir það verkefni þar sem markmiðin eru skýr. „Að hluta til, auðvitað viljum við klára restina vel og vinna okkar leiki. Þetta hefur verið mikil keyrsla og kannski er tækifæri til að dreifa aðeins álaginu og undirbúa Meistaradeildina. Það er mjög jákvætt að fá þetta staðfest snemma því að markmiðið er að komast áfram í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og það verður erfitt verkefni. Við þurfum að undirbúa það vel og mæta ferskar í það,“ segir Arna Sif. Valur mætir Stjörnunni í Garðabæ Bestu deild kvenna í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Besta deild kvenna Valur Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Sjá meira
„Tilfinningin er í rauninni frábær þó þetta sé dálítil skrýtið, að verða svona sófameistari, ég hef ekki prófað það. Við vorum þarna nokkrar eftir æfingu í gær með kveikt á leiknum inni í klefa og maður gat leyft sér aðeins að hoppa og skoppa. En svo er bara leikur í dag og við viljum klára hann vel,“ segir Arna Sif í samtali við Vísi. „Það er ekki alveg sami sjarmi yfir þessu og ekki sama stemningin. En þetta er búið að vera langt mót og það eru mikilvægir leikir fram undan hjá okkur. Þannig að maður vildi fá þetta staðfest sem fyrst. Ég græt ekkert að þetta hafi gerst svona en vissulega aðeins öðruvísi,“ segir hún enn fremur. Verðskuldað eftir skrýtið tímabil Valur hefur unnið síðustu þrjú Íslandsmót; 2019, 2021 og í fyrra en mótinu var aflýst árið 2020 vegna kórónuveirufaraldursins. Arna Sif kveðst stolt af árangrinum eftir að gengið hafi á miklu í sumar. „Þetta er búið að vera svolítið skrýtið tímabil, þetta byrjaði ekkert frábærlega og Pétur hefur nefnt að það hafi verið pínu skrýtið að við værum efstar eftir fyrri hlutann. Við vorum búnar að ganga í gegnum allskonar hluti, mikið um meiðsli og slíkt en það hefur verið mikill stígandi í þessu hjá okkur í allt sumar og höfum þurft smá tíma til að spila okkur saman,“ „En þetta er mjög verðskuldað og ég er ofboðslega stolt af liðinu,“ segir Arna Sif. Endurtaka sögulegan árangur Valur er nú handhafi Íslandsmeistaratitils kvenna í handbolta og körfubolta auk fótboltans. Valsfólk geti hreykt sig af þeim árangri, en Valur náði þeim árangri einnig árið 2019. „Það er náttúrulega bara frábær árangur hjá félaginu og eitthvað sem allir félagsmenn eru afar stoltir af, og mega vera það. Ég held það séu ekki mörg félög sem hafa leikið þetta eftir og þetta hefur mjög mikla þýðingu sýnir bara hversu frábært starf er unnið á Hlíðarenda,“ segir Arna Sif. Allra augu á Meistaradeildinni Arna Sif segir Valskonur þá ekki hafa tíma til staldra mikið við. Á morgun verður dregið í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem Valur verður í pottinum. Leikið verður í því um miðjan október, eftir að deildarkeppninni hér heima er lokið. Valskonur geti því nýtt síðustu vikur tímabilsins til að undirbúa sig fyrir það verkefni þar sem markmiðin eru skýr. „Að hluta til, auðvitað viljum við klára restina vel og vinna okkar leiki. Þetta hefur verið mikil keyrsla og kannski er tækifæri til að dreifa aðeins álaginu og undirbúa Meistaradeildina. Það er mjög jákvætt að fá þetta staðfest snemma því að markmiðið er að komast áfram í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og það verður erfitt verkefni. Við þurfum að undirbúa það vel og mæta ferskar í það,“ segir Arna Sif. Valur mætir Stjörnunni í Garðabæ Bestu deild kvenna í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður í beinni á Stöð 2 Sport.
Besta deild kvenna Valur Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti