Námsefni tekið úr samhengi og stillt upp á villandi hátt Árni Sæberg skrifar 14. september 2023 16:56 Þetta plakat er meðal þess sem sagt er tekið út úr samhengi. Stöð 2/Sigurjón Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið varðandi hinsegin- og kynfræðslu í grunnskólum. Borið hefur á því að villandi og oft röngum upplýsingum sé dreift um samfélagsmiðla, námsefni tekið úr samhengi og því stillt upp á vafasaman hátt. Þetta segir í sameiginlegri yfirlýsingu frá ríki, sveitarfélögum, stofnunum og félagasamtökum vegna umræðu um hinseginfræðslu og kynfræðslu. Í henni segir að fullt tilefni sé til að koma ýmsum upplýsingum á framfæri. Íslensk stjórnvöld séu skuldbundin til að tryggja fræðslu um kynheilbrigði, mannréttindi og kynjajafnrétti í skólakerfinu. Undir það falli meðal annars kynfræðsla, fræðsla um hinsegin málefni og fræðsla um fordóma og mismunun. Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eigi börn rétt á gæðamenntun, heilsuvernd, vernd gegn ofbeldi og upplýsingum um málefni sem þau varða. Á Íslandi séu í gildi lög um kynrænt sjálfræði sem kveða á um rétt einstaklinga til þess að skilgreina kyn sitt og tryggja að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar. Samkvæmt lögum um grunnskóla sé rekstur þeirra á ábyrgð sveitarfélaga og samkvæmt Handbók um öryggi og velferð barna í grunnskólum eigi grunnskólar að vinna markvisst að forvörnum barna og ungmenna þar sem hugað er að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan. Þær forvarnir feli meðal annars í sér víðtæka fræðslu. Fræðsla taki tillit til aldurs og þroska Öll fræðsla taki tillit til aldurs og þroska barna með farsæld, velferð, heilbrigði og hag þeirra að leiðarljósi. Hinsegin fræðsla sé ekki kynfræðsla. Slík fræðsla fjalli um fjölbreytileikann, hugtakaskýringar, virðingu og mikilvægi þess að vinna gegn fordómum. Kynfræðsla snúist um að efla kynheilbrigði barna og unglinga þar sem rýnt er í félagslega, tilfinningalega, líkamlega og andlega þætti. Slík fræðsla sé einnig hugsuð sem forvörn gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi og áreitni. Veggspjöld tengd kynheilbrigðisátaki Viku6 séu unnin í samstarfi við unglinga sem hafi áhrif á þær áherslur sem settar eru fram hverju sinni. Veggspjöldin séu kynnt samhliða annarri fræðslu. Börn séu gjarnan útsett fyrir klámi og veggspjöldunum ætlað að veita þeim upplýsingar og vera forvörn gegn áreitni og ofbeldi. Eftirfarandi skrifa undir yfirlýsinguna: Stjórnarráð Íslands, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga,Umboðsmaður barna, Menntamálastofnun, Barnaheill, Samtökin '78 og Heimili og skóli, landssamtök foreldra. Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Kynlíf Tengdar fréttir „Það er ekkert grín að sitja undir því að við séum barnaníðingar“ Framkvæmdastjóri Samtakanna ´78 segir síðustu daga hafa verið erfiða. Samtökin hafa blandast í umræðu um kynfræðslu í skólum en koma ekki á neinn hátt nálægt slíkri fræðslu. 13. september 2023 22:34 „Kemur mér á óvart hvernig fólk velur að mistúlka hlutina“ Hávær gagnrýni og upplýsingaóreiða hefur einkennt umræðu um kynfræðslu grunnskólabarna síðustu daga. Forstjóri Menntamálastofnunar segir nýútkomna kennslubók sem sætt hefur mikilli gagnrýni betri en vafsamt efni á netinu. 13. september 2023 21:01 Samtökin '78 hafi ekkert að gera með kynfræðslu Fræðslustýra Samtakanna '78 segir ekki rétt sem komið hefur fram í umræðum um kynfræðslu barna og unglinga á samfélagsmiðlum síðustu daga að samtökin fari með kynfræðslu í grunnskólum. Heitar umræður hafa skapast um kynfræðslu barna í grunnskólum og skjáskot úr kennsluefni sett fram á misvísandi hátt. 11. september 2023 16:00 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Þetta segir í sameiginlegri yfirlýsingu frá ríki, sveitarfélögum, stofnunum og félagasamtökum vegna umræðu um hinseginfræðslu og kynfræðslu. Í henni segir að fullt tilefni sé til að koma ýmsum upplýsingum á framfæri. Íslensk stjórnvöld séu skuldbundin til að tryggja fræðslu um kynheilbrigði, mannréttindi og kynjajafnrétti í skólakerfinu. Undir það falli meðal annars kynfræðsla, fræðsla um hinsegin málefni og fræðsla um fordóma og mismunun. Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eigi börn rétt á gæðamenntun, heilsuvernd, vernd gegn ofbeldi og upplýsingum um málefni sem þau varða. Á Íslandi séu í gildi lög um kynrænt sjálfræði sem kveða á um rétt einstaklinga til þess að skilgreina kyn sitt og tryggja að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar. Samkvæmt lögum um grunnskóla sé rekstur þeirra á ábyrgð sveitarfélaga og samkvæmt Handbók um öryggi og velferð barna í grunnskólum eigi grunnskólar að vinna markvisst að forvörnum barna og ungmenna þar sem hugað er að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan. Þær forvarnir feli meðal annars í sér víðtæka fræðslu. Fræðsla taki tillit til aldurs og þroska Öll fræðsla taki tillit til aldurs og þroska barna með farsæld, velferð, heilbrigði og hag þeirra að leiðarljósi. Hinsegin fræðsla sé ekki kynfræðsla. Slík fræðsla fjalli um fjölbreytileikann, hugtakaskýringar, virðingu og mikilvægi þess að vinna gegn fordómum. Kynfræðsla snúist um að efla kynheilbrigði barna og unglinga þar sem rýnt er í félagslega, tilfinningalega, líkamlega og andlega þætti. Slík fræðsla sé einnig hugsuð sem forvörn gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi og áreitni. Veggspjöld tengd kynheilbrigðisátaki Viku6 séu unnin í samstarfi við unglinga sem hafi áhrif á þær áherslur sem settar eru fram hverju sinni. Veggspjöldin séu kynnt samhliða annarri fræðslu. Börn séu gjarnan útsett fyrir klámi og veggspjöldunum ætlað að veita þeim upplýsingar og vera forvörn gegn áreitni og ofbeldi. Eftirfarandi skrifa undir yfirlýsinguna: Stjórnarráð Íslands, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga,Umboðsmaður barna, Menntamálastofnun, Barnaheill, Samtökin '78 og Heimili og skóli, landssamtök foreldra.
Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Kynlíf Tengdar fréttir „Það er ekkert grín að sitja undir því að við séum barnaníðingar“ Framkvæmdastjóri Samtakanna ´78 segir síðustu daga hafa verið erfiða. Samtökin hafa blandast í umræðu um kynfræðslu í skólum en koma ekki á neinn hátt nálægt slíkri fræðslu. 13. september 2023 22:34 „Kemur mér á óvart hvernig fólk velur að mistúlka hlutina“ Hávær gagnrýni og upplýsingaóreiða hefur einkennt umræðu um kynfræðslu grunnskólabarna síðustu daga. Forstjóri Menntamálastofnunar segir nýútkomna kennslubók sem sætt hefur mikilli gagnrýni betri en vafsamt efni á netinu. 13. september 2023 21:01 Samtökin '78 hafi ekkert að gera með kynfræðslu Fræðslustýra Samtakanna '78 segir ekki rétt sem komið hefur fram í umræðum um kynfræðslu barna og unglinga á samfélagsmiðlum síðustu daga að samtökin fari með kynfræðslu í grunnskólum. Heitar umræður hafa skapast um kynfræðslu barna í grunnskólum og skjáskot úr kennsluefni sett fram á misvísandi hátt. 11. september 2023 16:00 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
„Það er ekkert grín að sitja undir því að við séum barnaníðingar“ Framkvæmdastjóri Samtakanna ´78 segir síðustu daga hafa verið erfiða. Samtökin hafa blandast í umræðu um kynfræðslu í skólum en koma ekki á neinn hátt nálægt slíkri fræðslu. 13. september 2023 22:34
„Kemur mér á óvart hvernig fólk velur að mistúlka hlutina“ Hávær gagnrýni og upplýsingaóreiða hefur einkennt umræðu um kynfræðslu grunnskólabarna síðustu daga. Forstjóri Menntamálastofnunar segir nýútkomna kennslubók sem sætt hefur mikilli gagnrýni betri en vafsamt efni á netinu. 13. september 2023 21:01
Samtökin '78 hafi ekkert að gera með kynfræðslu Fræðslustýra Samtakanna '78 segir ekki rétt sem komið hefur fram í umræðum um kynfræðslu barna og unglinga á samfélagsmiðlum síðustu daga að samtökin fari með kynfræðslu í grunnskólum. Heitar umræður hafa skapast um kynfræðslu barna í grunnskólum og skjáskot úr kennsluefni sett fram á misvísandi hátt. 11. september 2023 16:00