Kynjahalli í Íslensku orðaneti Helga Hilmisdóttir, Steinþór Steingrímsson og Trausti Dagsson skrifa 15. september 2023 11:31 Á visir.is þann 14. september birtist viðtal við formann Félags ungra athafnakvenna (UAK) þar sem hún gagnrýnir framsetningu orðanna athafnakona og athafnamaður í Íslensku orðaneti. Í viðtalinu bendir hún á að karlkynsorðið tengist fjölmörgum orðum en að netið sýni aðeins örfá tengd orð þegar flett er upp á kvenkynsorðinu. Í viðtalinu skorar formaðurinn á Árnastofnun að „bæta um betur þannig að hægt sé að kynjajafna íslenskuna þar sem það er mögulegt.“ Mikilvægt er að notendur Orðanetsins geri sér grein fyrir eðli og tilgangi gagnasafnsins. Ritstjóri og hugmyndasmiður þess er Jón Hilmar Jónsson. Orðanetið hefur verið á vefnum í um áratug og samkvæmt mælingum fær það að meðaltali um 1000 heimsóknir á dag. Gagnasafnið nýtist aðallega þeim sem vinna með íslenskt mál eins og t.d. textasmiðum, rithöfundum, blaðamönnum og kennurum. Tilgangur Orðanetsins er fyrst og fremst að varpa ljósi á tengsl orða. Orðalistarnir og myndræn framsetning sem þar birtast byggjast á gögnum úr fórum Árnastofnunar og af dæmum sem finna má á Tímarit.is, þ.e. efni úr íslensku ritmáli sem teygir sig u.þ.b. hálfa öld aftur í tímann. Orðanetið endurspeglar því ekki viðhorf ritstjóra eða starfsmanna Árnastofnunar. Orðanetið er lýsandi fremur en vísandi og niðurstöðum ber að taka með fyrirvara. Það er á ábyrgð málnotenda að velja og hafna einstökum orðum og orðasamböndum og að túlka tengingar á milli ákveðinna orða. En af hverju stafar þessi munur á orðunum athafnakona og athafnamaður? Á Tímarit.is sést að mikill munur er á fjölda tilvika. Á árunum 1970 til 1979 má finna 461 tilvik um orðið athafnamaður en athafnakona kemur aðeins fyrir tvisvar sinnum. Á árunum 2010 til 2019 er munurinn enn mikill eða 896 dæmi um athafnamann á móti 304 dæmum um athafnakonu. Þarna er því umtalsverður munur sem endurspeglast í myndrænni framsetningu Orðanetsins. Fleiri dæmi þýða fleiri tengingar og því má segja að Orðanetið staðfesti tilfinningu stjórnar UAK um ákveðinn kynjahalla í íslensku. Til að laga þetta þarf þó að breyta opinberri umræðu og málnotkun í íslenskum fjölmiðlum. Íslenskt orðanet endurspeglar aðeins raunverulega málnotkun eins og hún birtist í rituðum heimildum. Til upplýsingar má benda á að orðin athafnamaður og athafnakona koma bæði fyrir í Íslenskri nútímamálsorðabók. Þar eru skilgreiningarnar keimlíkar, annars vegar ‘kona sem er umsvifamikil í atvinnulífi og viðskiptum’ og hins vegar ‘umsvifamikill maður í atvinnulífi og viðskiptum´. Höfundar sitja í ritnefnd Íslensks orðanets. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Jafnréttismál Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Á visir.is þann 14. september birtist viðtal við formann Félags ungra athafnakvenna (UAK) þar sem hún gagnrýnir framsetningu orðanna athafnakona og athafnamaður í Íslensku orðaneti. Í viðtalinu bendir hún á að karlkynsorðið tengist fjölmörgum orðum en að netið sýni aðeins örfá tengd orð þegar flett er upp á kvenkynsorðinu. Í viðtalinu skorar formaðurinn á Árnastofnun að „bæta um betur þannig að hægt sé að kynjajafna íslenskuna þar sem það er mögulegt.“ Mikilvægt er að notendur Orðanetsins geri sér grein fyrir eðli og tilgangi gagnasafnsins. Ritstjóri og hugmyndasmiður þess er Jón Hilmar Jónsson. Orðanetið hefur verið á vefnum í um áratug og samkvæmt mælingum fær það að meðaltali um 1000 heimsóknir á dag. Gagnasafnið nýtist aðallega þeim sem vinna með íslenskt mál eins og t.d. textasmiðum, rithöfundum, blaðamönnum og kennurum. Tilgangur Orðanetsins er fyrst og fremst að varpa ljósi á tengsl orða. Orðalistarnir og myndræn framsetning sem þar birtast byggjast á gögnum úr fórum Árnastofnunar og af dæmum sem finna má á Tímarit.is, þ.e. efni úr íslensku ritmáli sem teygir sig u.þ.b. hálfa öld aftur í tímann. Orðanetið endurspeglar því ekki viðhorf ritstjóra eða starfsmanna Árnastofnunar. Orðanetið er lýsandi fremur en vísandi og niðurstöðum ber að taka með fyrirvara. Það er á ábyrgð málnotenda að velja og hafna einstökum orðum og orðasamböndum og að túlka tengingar á milli ákveðinna orða. En af hverju stafar þessi munur á orðunum athafnakona og athafnamaður? Á Tímarit.is sést að mikill munur er á fjölda tilvika. Á árunum 1970 til 1979 má finna 461 tilvik um orðið athafnamaður en athafnakona kemur aðeins fyrir tvisvar sinnum. Á árunum 2010 til 2019 er munurinn enn mikill eða 896 dæmi um athafnamann á móti 304 dæmum um athafnakonu. Þarna er því umtalsverður munur sem endurspeglast í myndrænni framsetningu Orðanetsins. Fleiri dæmi þýða fleiri tengingar og því má segja að Orðanetið staðfesti tilfinningu stjórnar UAK um ákveðinn kynjahalla í íslensku. Til að laga þetta þarf þó að breyta opinberri umræðu og málnotkun í íslenskum fjölmiðlum. Íslenskt orðanet endurspeglar aðeins raunverulega málnotkun eins og hún birtist í rituðum heimildum. Til upplýsingar má benda á að orðin athafnamaður og athafnakona koma bæði fyrir í Íslenskri nútímamálsorðabók. Þar eru skilgreiningarnar keimlíkar, annars vegar ‘kona sem er umsvifamikil í atvinnulífi og viðskiptum’ og hins vegar ‘umsvifamikill maður í atvinnulífi og viðskiptum´. Höfundar sitja í ritnefnd Íslensks orðanets.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun