Ættleidd börn með áföll í bakpoka og mikilvægt að grípa þau Helena Rós Sturludóttir skrifar 15. september 2023 15:33 David Saar Per Asplund var með erindi á ráðstefnunni í dag og segir Elísabet Hrund Salvarsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar, þema ráðstefnunnar vera ættleiðingu sem ævilangt ferli. Samsett mynd Ættleiðing er ævilangt ferli að sögn Elísabetar Hrundar Salvarsdóttur, framkvæmdastjóra Íslenskrar ættleiðingar, sem segir mikla þörf á stuðningi og fræðslu í tengslum við ferlið. Þá sé nauðsynlegt að taka tillit til þess að oft sé ekki mikið vitað um bakgrunn barnanna. Í dag og á morgun fer fram ættleiðingarráðstefnan Adoption - a life long process á vegum Nordic Adoption Council. Þema ráðstefnunnar er að ættleiðinlegt sé ævilangt ferli. Elísabet segir margt bíða ættleiddra barna og fjölskyldna þeirra þrátt fyrir að ættleiðingunni sé lagalega lokið. „Sem dæmi hversu mikil áhrif það sem börnin hafa upplifað í frumbernsku hefur áhrif á þau í lífinu,“ segir hún jafnframt. Með meiri rannsóknum hafi komið í ljós að mikil þörf sé á góðum undirbúningi foreldra og að stuðningur sé til staðar. „Bæði þegar fólk er í ferlinu og eins þegar það er komið með barnið til landsins,“ segir Elísabet. Ættleiðingum hér á landi hafi fækkað en á síðasta ári var engin ættleiðing og segir Elísabet Covid vissulega hafa haft áhrif auk stríðsins í Úkraínu. Færri börn sem þurfa alþjóðlega ættleiðingu„Okkar stærsta samstarfsland í dag er Tékkland og það hefur orðið aðeins fyrir áhrifum af stríðinu í Úkraínu,“ segir hún og bætir við að sem betur fer sé lagalegi ramminn orðinn mun skýrari en áður. Þar af leiðandi séu ekki eins mörg börn sem fara í alþjóðlega ættleiðingu. Það sem af er ári hafi ein fjölskylda ættleitt barn og önnur sem bíður þess að fara út og sækja barn sitt. „Venjulega eru þetta um fimm til sex ættleiðingar á ári erlendis frá,“ segir Elísabet og bendir á að ættleiðingum hafi ekki eingöngu fækkað hér á landi heldur einnig annars staðar. Fleiri vilji þekkja uppruna sinnAð sögn Elísabetar eru börn nú oft eldri en áður þegar þau eru ættleidd, á aldrinum tveggja til átta ára. „Þannig þau muna ýmislegt og eru með helling af spurningum,“ segir hún og bætir við að mikil aukning hafi orðið á því að ættleiddir einstaklingar vilji finna uppruna sinn. Því sé mikilvægt að hafa stuðning og þjónustu fyrir þann hóp. Kerfin séu ekki alltaf reiðubúin til að hlusta og þörf sé á betri þekkingu og skilning í samfélaginu. „Oft er ekki vitað um bakgrunn þeirra þannig að það þarf að taka tillit til þess,“ segir Elísabet. Börnin séu með áföll í bakpokanum og það þurfi að grípa þau strax. Leitar blóðmóður sinnar David Saad Per Asplund, menningarmannfræðingur frá Svíþjóð, er einn fyrirlesara á ráðstefnunni í dag en hann var sjálfur ættleiddur frá Ísrael þegar hann var tveggja mánaða gamall. David fékk nýlega afhenta ættleiðingarskrá sína þar sem hann gat fundið upplýsingar um fortíð sína og leitar nú blóðmóður sinnar. David lagði í námi sínu áherslu á mótun sjálfsmyndar ættleiddra fullorðinna í Svíþjóð og rannsakaði það meðal annars í meistararitgerð sinni. „Ég fann út að það skiptir miklu máli að horfa á upplifun hvers ættleidds einstaklings, það eru allir mismunandi. Fólk er ættleitt frá mismunandi löndum og menningarheimum,“ segir David. Efnislegir hlutir geti verið mikilvægirÞað séu mismunandi þættir sem móta einstaklingana. David segir líka mikilvægt að nota efnislega hluti eins og ættleiðingarskrár, föt frá ættleiðingunni, dót eða annað frá því þegar einstaklingar voru ættleiddir. Fólk eigi sterka tengingu við þá hluti. David þekkir það að eigin raun eftir að hafa nýlega fengið afhenta ættleiðingarskrá sína en hann taldi hana ekki til. „Ég fann hana og það var mjög fullnægjandi og nú leita ég að blóðmóður minni.“ Að sögn Davids hafa stjórnvöld í Svíþjóð veitt honum gott stuðningsnet í leitinni. „Ég er að vonast til að hitta hana auðvitað, ef það er öruggt og ef hún vill það,“ segir David. Börn og uppeldi Fjölskyldumál Tengdar fréttir Freyja orðin fósturmamma: „Ég elska hann mjög mikið“ Freyja Haraldsdóttir, baráttukona og réttindagæslumaður fatlaðs fólks, er orðin fósturforeldri eftir margra ára baráttu við kerfið. Hún segir biðina hafa verið langa og stranga en það hafi verið þess virði og það sé magnað að vera móðir unglingsins Steve. 10. maí 2023 00:18 Sigrún leitar að bróður sínum Sigrún Sigurðardóttir var ættleidd þegar hún var tíu daga gömul. Hún ólst upp vitandi að hún ætti samfeðra bróður einhvers staðar þarna úti en það var ekki fyrr en í byrjun þessa árs að hún ákvað að setja allan sinn kraft í að hafa uppi á honum. Hún hefur þó úr takmörkuðum upplýsingum að moða og hefur meðal annars leitað eftir aðstoð fólks í gegnum samfélagsmiðla. 7. maí 2023 07:01 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira
Í dag og á morgun fer fram ættleiðingarráðstefnan Adoption - a life long process á vegum Nordic Adoption Council. Þema ráðstefnunnar er að ættleiðinlegt sé ævilangt ferli. Elísabet segir margt bíða ættleiddra barna og fjölskyldna þeirra þrátt fyrir að ættleiðingunni sé lagalega lokið. „Sem dæmi hversu mikil áhrif það sem börnin hafa upplifað í frumbernsku hefur áhrif á þau í lífinu,“ segir hún jafnframt. Með meiri rannsóknum hafi komið í ljós að mikil þörf sé á góðum undirbúningi foreldra og að stuðningur sé til staðar. „Bæði þegar fólk er í ferlinu og eins þegar það er komið með barnið til landsins,“ segir Elísabet. Ættleiðingum hér á landi hafi fækkað en á síðasta ári var engin ættleiðing og segir Elísabet Covid vissulega hafa haft áhrif auk stríðsins í Úkraínu. Færri börn sem þurfa alþjóðlega ættleiðingu„Okkar stærsta samstarfsland í dag er Tékkland og það hefur orðið aðeins fyrir áhrifum af stríðinu í Úkraínu,“ segir hún og bætir við að sem betur fer sé lagalegi ramminn orðinn mun skýrari en áður. Þar af leiðandi séu ekki eins mörg börn sem fara í alþjóðlega ættleiðingu. Það sem af er ári hafi ein fjölskylda ættleitt barn og önnur sem bíður þess að fara út og sækja barn sitt. „Venjulega eru þetta um fimm til sex ættleiðingar á ári erlendis frá,“ segir Elísabet og bendir á að ættleiðingum hafi ekki eingöngu fækkað hér á landi heldur einnig annars staðar. Fleiri vilji þekkja uppruna sinnAð sögn Elísabetar eru börn nú oft eldri en áður þegar þau eru ættleidd, á aldrinum tveggja til átta ára. „Þannig þau muna ýmislegt og eru með helling af spurningum,“ segir hún og bætir við að mikil aukning hafi orðið á því að ættleiddir einstaklingar vilji finna uppruna sinn. Því sé mikilvægt að hafa stuðning og þjónustu fyrir þann hóp. Kerfin séu ekki alltaf reiðubúin til að hlusta og þörf sé á betri þekkingu og skilning í samfélaginu. „Oft er ekki vitað um bakgrunn þeirra þannig að það þarf að taka tillit til þess,“ segir Elísabet. Börnin séu með áföll í bakpokanum og það þurfi að grípa þau strax. Leitar blóðmóður sinnar David Saad Per Asplund, menningarmannfræðingur frá Svíþjóð, er einn fyrirlesara á ráðstefnunni í dag en hann var sjálfur ættleiddur frá Ísrael þegar hann var tveggja mánaða gamall. David fékk nýlega afhenta ættleiðingarskrá sína þar sem hann gat fundið upplýsingar um fortíð sína og leitar nú blóðmóður sinnar. David lagði í námi sínu áherslu á mótun sjálfsmyndar ættleiddra fullorðinna í Svíþjóð og rannsakaði það meðal annars í meistararitgerð sinni. „Ég fann út að það skiptir miklu máli að horfa á upplifun hvers ættleidds einstaklings, það eru allir mismunandi. Fólk er ættleitt frá mismunandi löndum og menningarheimum,“ segir David. Efnislegir hlutir geti verið mikilvægirÞað séu mismunandi þættir sem móta einstaklingana. David segir líka mikilvægt að nota efnislega hluti eins og ættleiðingarskrár, föt frá ættleiðingunni, dót eða annað frá því þegar einstaklingar voru ættleiddir. Fólk eigi sterka tengingu við þá hluti. David þekkir það að eigin raun eftir að hafa nýlega fengið afhenta ættleiðingarskrá sína en hann taldi hana ekki til. „Ég fann hana og það var mjög fullnægjandi og nú leita ég að blóðmóður minni.“ Að sögn Davids hafa stjórnvöld í Svíþjóð veitt honum gott stuðningsnet í leitinni. „Ég er að vonast til að hitta hana auðvitað, ef það er öruggt og ef hún vill það,“ segir David.
Börn og uppeldi Fjölskyldumál Tengdar fréttir Freyja orðin fósturmamma: „Ég elska hann mjög mikið“ Freyja Haraldsdóttir, baráttukona og réttindagæslumaður fatlaðs fólks, er orðin fósturforeldri eftir margra ára baráttu við kerfið. Hún segir biðina hafa verið langa og stranga en það hafi verið þess virði og það sé magnað að vera móðir unglingsins Steve. 10. maí 2023 00:18 Sigrún leitar að bróður sínum Sigrún Sigurðardóttir var ættleidd þegar hún var tíu daga gömul. Hún ólst upp vitandi að hún ætti samfeðra bróður einhvers staðar þarna úti en það var ekki fyrr en í byrjun þessa árs að hún ákvað að setja allan sinn kraft í að hafa uppi á honum. Hún hefur þó úr takmörkuðum upplýsingum að moða og hefur meðal annars leitað eftir aðstoð fólks í gegnum samfélagsmiðla. 7. maí 2023 07:01 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira
Freyja orðin fósturmamma: „Ég elska hann mjög mikið“ Freyja Haraldsdóttir, baráttukona og réttindagæslumaður fatlaðs fólks, er orðin fósturforeldri eftir margra ára baráttu við kerfið. Hún segir biðina hafa verið langa og stranga en það hafi verið þess virði og það sé magnað að vera móðir unglingsins Steve. 10. maí 2023 00:18
Sigrún leitar að bróður sínum Sigrún Sigurðardóttir var ættleidd þegar hún var tíu daga gömul. Hún ólst upp vitandi að hún ætti samfeðra bróður einhvers staðar þarna úti en það var ekki fyrr en í byrjun þessa árs að hún ákvað að setja allan sinn kraft í að hafa uppi á honum. Hún hefur þó úr takmörkuðum upplýsingum að moða og hefur meðal annars leitað eftir aðstoð fólks í gegnum samfélagsmiðla. 7. maí 2023 07:01