Sendu hjartahlý skilaboð eftir meinta skipulagningu hryðjuverka Jón Þór Stefánsson skrifar 15. september 2023 14:43 Sakborningarnir tveir í hryðjuverkamálinu, Sindri Snær og Ísidór, fylgjast með dagskrárskjá Héraðsdóms Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Einar Oddur Sigurðsson, verjandi Ísidórs Nathanssonar sakbornings í hryðjuverkamálinu, segir að margt sem umbjóðandi hans sé sakaður um sé hreinn tilbúningur. Hann sakar ákæruvaldið um að leggja fram samtöl mannanna, í mörgum tilfellum, á samhengislausan hátt þannig að ekki sé hægt að lesa það á réttan hátt. Þetta kemur fram í greinargerð sem Einar skilaði til Héraðsdóms Reykjavíkur í gær sem fréttastofa hefur undir höndum. Ísidór hefur játað að hafa framið ákveðin vopnalagabrot og fíkniefnalagabrot sem hann er ákærður fyrir, en hann neitar að hafa, ásamt Sindra Snæ Birgissyni, skipulagt hryðjuverk. Þá krefst Einar frávísunar í einhverjum ákæruliðum. Eitt helsta sönnunargagn málsins eru samskipti milli Ísidórs og Sindra á samskiptamiðlinum Signal. Í greinargerð sinni segir Einar að um sé að ræða „óvarlegt samtal þar sem ýmislegt sem telja má ósmekklegt ber á góma.“ Þó segir hann að um sé að ræða ímyndanir, hugleiðingar og fantasíur, sem séu refsilaus háttsemi sem feli ekki í sér ásetning. „Dreymi þig fallega elskulegur“ Greint hefur verið frá því að sakborningarnir séu grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á Hinsegin dögum. Í samskiptum sínum hafi mennirnir talað m að aka vörubíl á „lágmarki 100“ manns og „spreyja 500 skotum og beila á næsta location.“ Í greinargerðinni er efast um að um sé að ræða skipulagða fyrirætlun þar sem að umrætt samtal hafi tekið um það bil eina mínútu. Þá hafi þeir aldrei rætt málefni Hinsegin daga aftur. Þar að auki er bent á að þegar Sindri hafi sent Ísidóri skilaboð varðandi þessa meintu fyrirætlun hafi sá síðarnefndi sýnt takmarkaðan áhuga og svarað háðslega. „Sjáumst í fyrramálið sofðu rótt“ sendi Sindri ásamt hjartatákni (e. emoji) eftir að hafa rætt um að skjóta áðurnefndum 500 skotum. Ísidór svaraði: „Sömuleiðis. Og dreymi þig fallega elskulegur“. Grínuðust með Breivik Í öðru máli þar sem Einar sakar ákæruvaldið um að taka samskipti mannanna úr samhengi, þar sem að sakborningarnir tveir séu í raun að gantast sín á milli, varðar mynd af norska hryðjuverkamanninum Anders Breivik. Sindri sendi mynd af Breivik í einkennisbúningi og Ísidór svaraði: „þvílíkur sjarmur“. Og þá sendi Sindri tilvísanir í hryðjuverkamanninn. „Venju samkvæmt vantar inn í ákæruskjalið allt samhengi.“ segir í greinagerðinni þar sem er bent á að á fyrir umrædd samskipti hafi Sindri grínast með „haustlínuna hjá hugo boss 1937“ og Ísidór svarað: „tímalaus hönnun“ og „krakkinn minn fermir sig svona“. Einnig hafi Sindri sent „minn fermist í justiciar knight uniforminu“ áður en hann sendi myndina. Í greinargerðinni segir að þeir séu „bersýnilega að halda hinum markalausa húmor gangandi.“ Ekki að senda dulinn undirróður Í einum ákæruliðnum er minnst á að Ísidór hafi sent Sindra myndir af þekktum hryðjuverkamönnum. Í greinargerðinni er gefið til kynna að um meme (orð yfir ákveðna tegund skopmynda og brandara sem finna má á netinu) sé að ræða. Þó er tekið fram að á myndum þessum hafi ekki verið að finna textaskilaboð, heldur samsetta mynd þar sem höfuð hryðjuverkamannanna hafi verið klippt yfir á aðra mynd. Því er haldið fram í greinargerðinni að um sé að ræða „sama ósmekklega húmorinn“ sem umlyki allt samtal sakborninganna. Ekki sé um að ræða „einhverskonar dulinn hlutdeildarverknað“ Þá er tekið fram að Ísidór hafni því og telji fjarstæðukennt að um sé að ræða undirróður eða „miðlun á upplýsingum“ sem hafi styrkt þá í meintri skipulagningu sinni á hryðjuverkum. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hryðjuverk í Útey Dómsmál Skotvopn Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Þetta kemur fram í greinargerð sem Einar skilaði til Héraðsdóms Reykjavíkur í gær sem fréttastofa hefur undir höndum. Ísidór hefur játað að hafa framið ákveðin vopnalagabrot og fíkniefnalagabrot sem hann er ákærður fyrir, en hann neitar að hafa, ásamt Sindra Snæ Birgissyni, skipulagt hryðjuverk. Þá krefst Einar frávísunar í einhverjum ákæruliðum. Eitt helsta sönnunargagn málsins eru samskipti milli Ísidórs og Sindra á samskiptamiðlinum Signal. Í greinargerð sinni segir Einar að um sé að ræða „óvarlegt samtal þar sem ýmislegt sem telja má ósmekklegt ber á góma.“ Þó segir hann að um sé að ræða ímyndanir, hugleiðingar og fantasíur, sem séu refsilaus háttsemi sem feli ekki í sér ásetning. „Dreymi þig fallega elskulegur“ Greint hefur verið frá því að sakborningarnir séu grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á Hinsegin dögum. Í samskiptum sínum hafi mennirnir talað m að aka vörubíl á „lágmarki 100“ manns og „spreyja 500 skotum og beila á næsta location.“ Í greinargerðinni er efast um að um sé að ræða skipulagða fyrirætlun þar sem að umrætt samtal hafi tekið um það bil eina mínútu. Þá hafi þeir aldrei rætt málefni Hinsegin daga aftur. Þar að auki er bent á að þegar Sindri hafi sent Ísidóri skilaboð varðandi þessa meintu fyrirætlun hafi sá síðarnefndi sýnt takmarkaðan áhuga og svarað háðslega. „Sjáumst í fyrramálið sofðu rótt“ sendi Sindri ásamt hjartatákni (e. emoji) eftir að hafa rætt um að skjóta áðurnefndum 500 skotum. Ísidór svaraði: „Sömuleiðis. Og dreymi þig fallega elskulegur“. Grínuðust með Breivik Í öðru máli þar sem Einar sakar ákæruvaldið um að taka samskipti mannanna úr samhengi, þar sem að sakborningarnir tveir séu í raun að gantast sín á milli, varðar mynd af norska hryðjuverkamanninum Anders Breivik. Sindri sendi mynd af Breivik í einkennisbúningi og Ísidór svaraði: „þvílíkur sjarmur“. Og þá sendi Sindri tilvísanir í hryðjuverkamanninn. „Venju samkvæmt vantar inn í ákæruskjalið allt samhengi.“ segir í greinagerðinni þar sem er bent á að á fyrir umrædd samskipti hafi Sindri grínast með „haustlínuna hjá hugo boss 1937“ og Ísidór svarað: „tímalaus hönnun“ og „krakkinn minn fermir sig svona“. Einnig hafi Sindri sent „minn fermist í justiciar knight uniforminu“ áður en hann sendi myndina. Í greinargerðinni segir að þeir séu „bersýnilega að halda hinum markalausa húmor gangandi.“ Ekki að senda dulinn undirróður Í einum ákæruliðnum er minnst á að Ísidór hafi sent Sindra myndir af þekktum hryðjuverkamönnum. Í greinargerðinni er gefið til kynna að um meme (orð yfir ákveðna tegund skopmynda og brandara sem finna má á netinu) sé að ræða. Þó er tekið fram að á myndum þessum hafi ekki verið að finna textaskilaboð, heldur samsetta mynd þar sem höfuð hryðjuverkamannanna hafi verið klippt yfir á aðra mynd. Því er haldið fram í greinargerðinni að um sé að ræða „sama ósmekklega húmorinn“ sem umlyki allt samtal sakborninganna. Ekki sé um að ræða „einhverskonar dulinn hlutdeildarverknað“ Þá er tekið fram að Ísidór hafni því og telji fjarstæðukennt að um sé að ræða undirróður eða „miðlun á upplýsingum“ sem hafi styrkt þá í meintri skipulagningu sinni á hryðjuverkum.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hryðjuverk í Útey Dómsmál Skotvopn Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira