Leita upplýsinga um mengaðan jarðveg um land allt Lovísa Arnardóttir skrifar 15. september 2023 19:32 Kristín segir verkefnið eilífðarvinnu en vonast eftir góðum viðtökum. Vísir/Ívar Umhverfisstofnun leitar nú til almennings um upplýsingar um mögulega mengaðan jarðveg um allt land. Sérfræðingur Umhverfisstofnunar, Kristín Kröyer, segir upplýsingarnar mikilvægar komandi kynslóðum. Þannig sé hægt að koma í veg fyrir að byggt sé á menguðum stöðum. Umhverfisstofnun safnar ábendingum almennings og fagaðila á kort. Hver tilkynning fer í mat og er svo flokkuð eftir áhættu og merkt á sérstalt kort. Nokkrir litir eru í boði. Grátt fyrir ómetna tilkynningu og svo gult upp í blátt þar sem hættustig hækkar með breytingu litar. Á kortinu er ýmsar upplýsingar að finna um mengaðan jarðveg, allt frá 17.öld. Sem dæmi er að finna mikinn fjölda miltisbrandsgrafa um allt land, staði þar sem úrgangur hefur verið urðaður. mengunarslys, olíuleka og annað mögulega mengandi. „Við erum að safna öllum upplýsingum um mengun sem fólk hefur, af öllu landinu. Allt sem fólk man eftir,“ segir Kristín. „Þetta eru svo mikilvægar upplýsingar fyrir komandi kynslóðir. Að vita hvar mengun leynist í jörðinni svo það komi okkur ekki á óvörum ef það á að byggja, að þar hafi verið mengun,“ segir Kristín og að fólk geti jafnvel orðið veikt ef ekki er tekið tillit til þess. „En svo stendur þetta líka í reglugerð,“ segir Kristín og hlær. Búið er að merkja ýmsa mengun inn á kortið en Kristín vonast til þess að hægt verði að tvöfalda magn litaðra punkta á kortinu. Mynd/Umhverfisstofnun Gagnagrunnurinn sem er á vef stofnunarinnar tekur bæði til staðfestra tilfella en einnig til þeirra tilfella þar sem grunur leikur á að mengun hafi átt sér stað. Hún segir úrganginn geta haft áhrif á jarðveginn um langa hríð sé ekkert gert. „Miltisbrandurinn er til dæmis þekktur fyrir að geta valdið vandræðum í allavega 400 til 500 ár,“ segir Kristín og að úrgangurinn sem við höfum urðað geti valdið vandræðum miklu lengur. Þannig við erum í vondum málum? „Nei, ekki ef við vitum hvar mengunin liggur. Við þurfum að vita hvar áhættan er svo við getum unnið okkur fram hjá henni,“ segir Kristín. Hún segir þó ekki endilega þörf á að bíða eftir að úrgangurinn hætti að valda vandræðum heldur sé oft hægt að hreinsa upp með ólíkum aðferðum eftir því hvaða mengun eða úrgang er um að ræða. Spilliefnapyttir á Gufuneshaugunum Á korti Umhverfisstofnunar eru nú þegar ýmsar upplýsingar sem eru flokkaðar eftir hættustigi. Á höfuðborgarsvæðinu er einn rauður hringur, yfir gömlu Gufuneshaugunum. „Þetta er merkilegur staður. Ruslahaugarnir hér tóku við rusli frá Reykjavík og sveitarfélögunum í kring allt frá 1967 til 1990 þegar haugunum var lokað. Hér er gríðarlegt magn af rusli sem við stöndum ofan á. Við höfum reiknað og áætlað varlega að magnið sé tvær til fimm milljónir rúmmetra af úrgangi þar,“ segir Kristín og að á vissum stöðum spilliefnapyttir þar sem hættulegustu efnunum var safnað saman. „Það eru ekki girnilegir staðir til að grafa niður á.“ Heldur í hringferð Hægt er að skila ábendingum á heimasíðu stofnunarinnar en auk þess heldur Kristín í hringferð eftir helgi til hitta fólk um allt land og safna hjá þeim upplýsingum. „Það er til að spjalla, en líka til að benda fólki á hvað það er sem við leitum eftir og hjálpa þeim sem ekki treysta sér til að fara á netið og fylla inn upplýsingarnar þar. Ég vona að við verðum dugleg og að minnsta kosti tvöföldum upplýsingarnar,“ segir Kristín. Hringferðin hefst eftir helgi. Hún segir herferðinni auðvitað beint að eldri kynslóðum en að þær yngri geti einnig búið yfir upplýsingum sem þau hafi fengið frá þeim eldri. „Eins og frásagnir frá ömmu og afa um hvar ruslið var grafið.“ Kristín segir þetta verkefni eilífðarvinnu. „Það er alltaf að bætast við og svo geta gerst óhöpp alltaf annað slagið. Það mun þannig alltaf bætast á listann.“ Umhverfismál Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Leitin að sundmanninum lokið að sinni Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Breta á Íslandi: „Gleður mig að Ísland vill vera með í bandalagi viljugra þjóða“ Biblíur og Kjarval sameinast í Vestmannaeyjum Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Sjaldséð heimsókn utanríkisráðherra og háar upphæðir sem hverfa Ætla ekki að minnka leyfilegan dagsafla Leitin að sundmanninum lokið að sinni „Arfavitlaus lausn“ að minnka aflann í hverri veiðiferð Barn fórst í Hvítá í gær Drengurinn er kominn í leitirnar Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Sjá meira
Umhverfisstofnun safnar ábendingum almennings og fagaðila á kort. Hver tilkynning fer í mat og er svo flokkuð eftir áhættu og merkt á sérstalt kort. Nokkrir litir eru í boði. Grátt fyrir ómetna tilkynningu og svo gult upp í blátt þar sem hættustig hækkar með breytingu litar. Á kortinu er ýmsar upplýsingar að finna um mengaðan jarðveg, allt frá 17.öld. Sem dæmi er að finna mikinn fjölda miltisbrandsgrafa um allt land, staði þar sem úrgangur hefur verið urðaður. mengunarslys, olíuleka og annað mögulega mengandi. „Við erum að safna öllum upplýsingum um mengun sem fólk hefur, af öllu landinu. Allt sem fólk man eftir,“ segir Kristín. „Þetta eru svo mikilvægar upplýsingar fyrir komandi kynslóðir. Að vita hvar mengun leynist í jörðinni svo það komi okkur ekki á óvörum ef það á að byggja, að þar hafi verið mengun,“ segir Kristín og að fólk geti jafnvel orðið veikt ef ekki er tekið tillit til þess. „En svo stendur þetta líka í reglugerð,“ segir Kristín og hlær. Búið er að merkja ýmsa mengun inn á kortið en Kristín vonast til þess að hægt verði að tvöfalda magn litaðra punkta á kortinu. Mynd/Umhverfisstofnun Gagnagrunnurinn sem er á vef stofnunarinnar tekur bæði til staðfestra tilfella en einnig til þeirra tilfella þar sem grunur leikur á að mengun hafi átt sér stað. Hún segir úrganginn geta haft áhrif á jarðveginn um langa hríð sé ekkert gert. „Miltisbrandurinn er til dæmis þekktur fyrir að geta valdið vandræðum í allavega 400 til 500 ár,“ segir Kristín og að úrgangurinn sem við höfum urðað geti valdið vandræðum miklu lengur. Þannig við erum í vondum málum? „Nei, ekki ef við vitum hvar mengunin liggur. Við þurfum að vita hvar áhættan er svo við getum unnið okkur fram hjá henni,“ segir Kristín. Hún segir þó ekki endilega þörf á að bíða eftir að úrgangurinn hætti að valda vandræðum heldur sé oft hægt að hreinsa upp með ólíkum aðferðum eftir því hvaða mengun eða úrgang er um að ræða. Spilliefnapyttir á Gufuneshaugunum Á korti Umhverfisstofnunar eru nú þegar ýmsar upplýsingar sem eru flokkaðar eftir hættustigi. Á höfuðborgarsvæðinu er einn rauður hringur, yfir gömlu Gufuneshaugunum. „Þetta er merkilegur staður. Ruslahaugarnir hér tóku við rusli frá Reykjavík og sveitarfélögunum í kring allt frá 1967 til 1990 þegar haugunum var lokað. Hér er gríðarlegt magn af rusli sem við stöndum ofan á. Við höfum reiknað og áætlað varlega að magnið sé tvær til fimm milljónir rúmmetra af úrgangi þar,“ segir Kristín og að á vissum stöðum spilliefnapyttir þar sem hættulegustu efnunum var safnað saman. „Það eru ekki girnilegir staðir til að grafa niður á.“ Heldur í hringferð Hægt er að skila ábendingum á heimasíðu stofnunarinnar en auk þess heldur Kristín í hringferð eftir helgi til hitta fólk um allt land og safna hjá þeim upplýsingum. „Það er til að spjalla, en líka til að benda fólki á hvað það er sem við leitum eftir og hjálpa þeim sem ekki treysta sér til að fara á netið og fylla inn upplýsingarnar þar. Ég vona að við verðum dugleg og að minnsta kosti tvöföldum upplýsingarnar,“ segir Kristín. Hringferðin hefst eftir helgi. Hún segir herferðinni auðvitað beint að eldri kynslóðum en að þær yngri geti einnig búið yfir upplýsingum sem þau hafi fengið frá þeim eldri. „Eins og frásagnir frá ömmu og afa um hvar ruslið var grafið.“ Kristín segir þetta verkefni eilífðarvinnu. „Það er alltaf að bætast við og svo geta gerst óhöpp alltaf annað slagið. Það mun þannig alltaf bætast á listann.“
Umhverfismál Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Leitin að sundmanninum lokið að sinni Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Breta á Íslandi: „Gleður mig að Ísland vill vera með í bandalagi viljugra þjóða“ Biblíur og Kjarval sameinast í Vestmannaeyjum Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Sjaldséð heimsókn utanríkisráðherra og háar upphæðir sem hverfa Ætla ekki að minnka leyfilegan dagsafla Leitin að sundmanninum lokið að sinni „Arfavitlaus lausn“ að minnka aflann í hverri veiðiferð Barn fórst í Hvítá í gær Drengurinn er kominn í leitirnar Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Sjá meira
Utanríkisráðherra Breta á Íslandi: „Gleður mig að Ísland vill vera með í bandalagi viljugra þjóða“