ESB sektar TikTok um rúmlega fimmtíu milljarða Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 16. september 2023 00:02 TikTok er í eigu kínverska fyrirtækisins ByteDance. AP Samfélagsmiðillinn TikTok hefur hlotið sekt upp á rúmlega fimmtíu milljarða króna vegna brota á gagnalögum Evrópusambandsins. Sektin er sú stærsta sem lögð hefur verið á forritið af eftirlitsaðilum. Írska persónuverndarstofnunin, sem hefur forystueftirlitsyfirvald með forritinu innan Evrópusambandsins, hefur gefið það úr að miðillinn hafi margsinnis brotið persónuverndarreglur ESB á tímabilinu 31. júlí 2020 til 31. desember 2020. Til að mynda hafi sjálfgefnar öryggisstillingar reikninga sem tilheyrðu börnum á aldrinum þrettán til sautján ára ekki verið fullnægjandi. Þeir reikningar hafi verið sjálfvirkt stilltir sem „opnir almenningi“ þegar þeir voru búnir til. Forsvarsmenn samfélagsmiðilsins segjast ósammála sektinni, sér í lagi upphæð hennar. Þá segja þeir gagnrýnina ekki skipta lengur máli, en árið 2021 hafi friðhelgisstillingar á TikTok-reikningum barna sextán ára og yngri verið breytt til þess að tryggja aukið öryggi barna á forritinu. Eftir það hafi persónuverndarrannsóknin hafist. Þrátt fyrir það segja þeir að til standi að uppfæra persónuverndarstefnu forritsins enn frekar, þannig að sjálfvirk stilling allra reikninga sem stofnaðir eru af börnum yngri en átján ára tryggi að reikningurinn sé lokaður almenningi. Forritið er ekki það fyrsta til þess að hljóta sekt vegna brota á persónuverndarlögum. Til að mynda hlaut Meta, móðurfélag samfélagsmiðlanna Facebook og Instagram sekt frá persónuverndaryfirvöldum ESB upp á 183 milljarða króna í maí. Einungis fjórum mánuðum eftir að fyrirtækið hlaut sams konar sekt frá sömu stofnun. TikTok Samfélagsmiðlar Evrópusambandið Persónuvernd Tengdar fréttir ESB sektar Meta um 183 milljarða króna Evrópusambandið hefur sektað Meta, móðurfélag Facebook, um 1,3 milljarða bandaríkjadala, um 183 milljarða króna, fyrir að hafa sent persónuupplýsingar evrópskra notenda til Bandaríkjanna. 22. maí 2023 10:09 ESB sektar Meta um sextíu milljarða Persónverndaryfirvöld innan Evrópusambandsins segja að Meta, eigandi Facebook, Instagram og annarra samfélagsmiðla, megi ekki byggja það hvaða auglýsingar notendur sjá á upplýsingum um netnotkun þeirra. Þetta var niðurstaða sérstakrar nefndar um vernd persónuupplýsinga á Írlandi sem segir auglýsingarnar brjóta gegn lögum Evrópusambandsins. 5. janúar 2023 14:53 Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Sjá meira
Írska persónuverndarstofnunin, sem hefur forystueftirlitsyfirvald með forritinu innan Evrópusambandsins, hefur gefið það úr að miðillinn hafi margsinnis brotið persónuverndarreglur ESB á tímabilinu 31. júlí 2020 til 31. desember 2020. Til að mynda hafi sjálfgefnar öryggisstillingar reikninga sem tilheyrðu börnum á aldrinum þrettán til sautján ára ekki verið fullnægjandi. Þeir reikningar hafi verið sjálfvirkt stilltir sem „opnir almenningi“ þegar þeir voru búnir til. Forsvarsmenn samfélagsmiðilsins segjast ósammála sektinni, sér í lagi upphæð hennar. Þá segja þeir gagnrýnina ekki skipta lengur máli, en árið 2021 hafi friðhelgisstillingar á TikTok-reikningum barna sextán ára og yngri verið breytt til þess að tryggja aukið öryggi barna á forritinu. Eftir það hafi persónuverndarrannsóknin hafist. Þrátt fyrir það segja þeir að til standi að uppfæra persónuverndarstefnu forritsins enn frekar, þannig að sjálfvirk stilling allra reikninga sem stofnaðir eru af börnum yngri en átján ára tryggi að reikningurinn sé lokaður almenningi. Forritið er ekki það fyrsta til þess að hljóta sekt vegna brota á persónuverndarlögum. Til að mynda hlaut Meta, móðurfélag samfélagsmiðlanna Facebook og Instagram sekt frá persónuverndaryfirvöldum ESB upp á 183 milljarða króna í maí. Einungis fjórum mánuðum eftir að fyrirtækið hlaut sams konar sekt frá sömu stofnun.
TikTok Samfélagsmiðlar Evrópusambandið Persónuvernd Tengdar fréttir ESB sektar Meta um 183 milljarða króna Evrópusambandið hefur sektað Meta, móðurfélag Facebook, um 1,3 milljarða bandaríkjadala, um 183 milljarða króna, fyrir að hafa sent persónuupplýsingar evrópskra notenda til Bandaríkjanna. 22. maí 2023 10:09 ESB sektar Meta um sextíu milljarða Persónverndaryfirvöld innan Evrópusambandsins segja að Meta, eigandi Facebook, Instagram og annarra samfélagsmiðla, megi ekki byggja það hvaða auglýsingar notendur sjá á upplýsingum um netnotkun þeirra. Þetta var niðurstaða sérstakrar nefndar um vernd persónuupplýsinga á Írlandi sem segir auglýsingarnar brjóta gegn lögum Evrópusambandsins. 5. janúar 2023 14:53 Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Sjá meira
ESB sektar Meta um 183 milljarða króna Evrópusambandið hefur sektað Meta, móðurfélag Facebook, um 1,3 milljarða bandaríkjadala, um 183 milljarða króna, fyrir að hafa sent persónuupplýsingar evrópskra notenda til Bandaríkjanna. 22. maí 2023 10:09
ESB sektar Meta um sextíu milljarða Persónverndaryfirvöld innan Evrópusambandsins segja að Meta, eigandi Facebook, Instagram og annarra samfélagsmiðla, megi ekki byggja það hvaða auglýsingar notendur sjá á upplýsingum um netnotkun þeirra. Þetta var niðurstaða sérstakrar nefndar um vernd persónuupplýsinga á Írlandi sem segir auglýsingarnar brjóta gegn lögum Evrópusambandsins. 5. janúar 2023 14:53