Öryggi sjúklinga og aðkoma þeirra Alma D. Möller skrifar 16. september 2023 22:40 Alþjóðaheilbrigðisstofnunin helgar 17. september öryggi sjúklinga. Að þessu sinni er þema dagsins hvernig hækka megi rödd sjúklinga og virkja þá til þess að efla öryggi í heilbrigiðisþjónustu (e. Engaging patients for patient safety - Elevate the voice of patients). Öryggi snýst um það að sjúklingar hljóti ekki skaða af þeirri þjónustu sem ætluð er til að bæta heilsu þeirra og lífsgæði. Því miður verða sk. óvænt atvik sem eruskilgreind í lögum semóhappatilvik, mistök, vanræksla eða önnur atvik sem valdið hafa sjúklingi tjóni eða hefðu getað valdið sjúklingi tjóni. Það er ekki eins auðvelt og ætla mætti að koma í veg fyrir slík atvik því heilbrigðisþjónusta er flókin og hefur flækjustig vaxið hraðar en geta mannsins til að aðlagast þeim breytingum sem fylgja. Talið er að allt að 10% sjúklinga á bráðasjúkrahúsum verði fyrir einhvers konar atviki og að hægt ætti að vera að fyrirbyggja umtalsverðan hluta þeirra. Alvarlegt atvik snertir mest þann sem fyrir verður og getur haft hörmulegar afleiðingar fyrir sjúkling og ástvini. Því þarf að leita allra leiða til að fyrirbyggja alvarleg atvik. Hérlendis er hvað brýnast að bæta mönnun; að tryggja að fjöldi starfsmanna sem og menntun, reynsla og þjálfun þeirra sé í takti við starfsemi og verkefni hverju sinni. Þá þarf vinnuskipulag allt, verkferlar og menning að styðja við öryggi. Þegar alvarlegt atvik hefur hins vegar orðið þurfa viðbrögð stjórnenda og heilbrigðisstarfsmanna að vera markviss og rétt, bæði gagnvart sjúklingi og aðstandendum sem og því starfsfólki sem næst atvikinu stendur. Þegar hlutirnir fara á verri veg sýna rannsóknir að sjúklingar og aðstandendur vilja viðurkenningu á því sem aflaga fór, afsökunarbeiðni og heiðarlegar útskýringar. Að verða fyrir alvarlegu atviki er gríðarlegt áfall og því þarf að sýna hlutaðeigandi samhyggð, virðingu og umhyggju. Tryggja þarf viðeigandi stuðning og eftirfylgd fyrir sjúkling og aðstandendur. Þá er mikilvægt fyrir fólk að vita að atvikið verði rannsakað ofan í kjölinn til að finna á því skýringar svo hægt sé að ráðast í raunverulegar úrbætur til að hindra að atvik fái endurtekið sig. Embætti landlæknis hefur gefið út leiðbeiningar um viðbrögð við óvæntum atvikum í heilbrigðisþjónustu. Alvarlegt atvik er sömuleiðis mikið áfall fyrir þá heilbrigðisstarfsmenn sem að koma og rætt um „hitt fórnarlambið“ (e. second victim) í því samhengi. Það er því brýnt að stofnun veiti einstaklingsmiðaðan og vandaðan stuðning þeim starfsmönnum sem á þurfa að halda. Heilbrigðisráðherra hefur unnið lagafrumvarp sem er ætlað að skýra meðferð alvarlegra atvika sem og réttarstöðu heilbrigðisstarfsmanna. Eins og áður sagði er sjónum beint að hvernig megi virkja sjúklinga í eigin meðferð og öryggi. Í því samhengi er hér bent á bæklingana Sjúklingaráðin 10 og Örugg dvöl á sjúkrahúsi sem og lög um réttindi sjúklinga. Einnig er mikilvægt að sjúklingar og notendur heilbrigðisþjónustu hafi aðkomu að stefnumótun og að umbótastarfi. Heilbrigðisráðuneyti setti nýlega á fót Notendaráð heilbrigðisþjónustu. Þá hefur árlegt Heilbrigðisþing ráðherra gefist vel sem og aðgengi um Samráðsgátt. Embætti landlæknis leitast við að virkja sjúklinga og notendur æ meira: með viðtölum við rannsókn alvarlegra atvika ef það á við og með viðtölum þegar gerðar eru úttektir á heilbrigðisþjónustu. Ætlunin er að auka samráð við sjúklingasamtök þegar úttektir eru undirbúnar eftir því sem við á. Þá gerir Áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu 2019-2030 ráð fyrir að stofnanir viðhafi reglulegar þjónustukannanir meðal notanda heilbrigðisþjónustu. Loks skal nefnt að landlæknir hyggst koma á fagráði um sjúklingaöryggi með aðkomu notenda. Í tilefni dagsins stendur Hlédís Sveinsdóttir, sem sjálf var þolandi alvarlegs atviks, að málþingi um rétt viðbrögð við alvarlegum atvikum. Þar talar m.a. norski fæðingalæknirinn Stian Westad sem varð valdur að alvarlegu atviki en heiðarleg viðbrögð hans voru þannig að eftir var tekið. Málþingið verður haldið í Fróða, sal Íslenskrar erfðagreiningar að Sturlugötu 8, Reykjavík, kl. 13-16 og verður streymt á visir.is. Við verðum að gera betur þegar kemur að alvarlegum atvikum. Best er auðvitað að fyrirbyggja þau en ef atvik verður þá þurfa öll viðbrögð að vera skjót, fumlaus og rétt. Það þarf að viðurkenna það sem aflaga fór, rannsaka atvikið, draga af því lærdóm og hindra að það gerist aftur. Þá þarf heiðarleg samskipti og markvissan stuðning við þolendur sem og heilbrigðisstarfsfólk. Þannig eflum við öryggi sjúklinga og þar með heilbrigðisstarfsmanna. Höfundur er landlæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Alma D. Möller Mest lesið Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin helgar 17. september öryggi sjúklinga. Að þessu sinni er þema dagsins hvernig hækka megi rödd sjúklinga og virkja þá til þess að efla öryggi í heilbrigiðisþjónustu (e. Engaging patients for patient safety - Elevate the voice of patients). Öryggi snýst um það að sjúklingar hljóti ekki skaða af þeirri þjónustu sem ætluð er til að bæta heilsu þeirra og lífsgæði. Því miður verða sk. óvænt atvik sem eruskilgreind í lögum semóhappatilvik, mistök, vanræksla eða önnur atvik sem valdið hafa sjúklingi tjóni eða hefðu getað valdið sjúklingi tjóni. Það er ekki eins auðvelt og ætla mætti að koma í veg fyrir slík atvik því heilbrigðisþjónusta er flókin og hefur flækjustig vaxið hraðar en geta mannsins til að aðlagast þeim breytingum sem fylgja. Talið er að allt að 10% sjúklinga á bráðasjúkrahúsum verði fyrir einhvers konar atviki og að hægt ætti að vera að fyrirbyggja umtalsverðan hluta þeirra. Alvarlegt atvik snertir mest þann sem fyrir verður og getur haft hörmulegar afleiðingar fyrir sjúkling og ástvini. Því þarf að leita allra leiða til að fyrirbyggja alvarleg atvik. Hérlendis er hvað brýnast að bæta mönnun; að tryggja að fjöldi starfsmanna sem og menntun, reynsla og þjálfun þeirra sé í takti við starfsemi og verkefni hverju sinni. Þá þarf vinnuskipulag allt, verkferlar og menning að styðja við öryggi. Þegar alvarlegt atvik hefur hins vegar orðið þurfa viðbrögð stjórnenda og heilbrigðisstarfsmanna að vera markviss og rétt, bæði gagnvart sjúklingi og aðstandendum sem og því starfsfólki sem næst atvikinu stendur. Þegar hlutirnir fara á verri veg sýna rannsóknir að sjúklingar og aðstandendur vilja viðurkenningu á því sem aflaga fór, afsökunarbeiðni og heiðarlegar útskýringar. Að verða fyrir alvarlegu atviki er gríðarlegt áfall og því þarf að sýna hlutaðeigandi samhyggð, virðingu og umhyggju. Tryggja þarf viðeigandi stuðning og eftirfylgd fyrir sjúkling og aðstandendur. Þá er mikilvægt fyrir fólk að vita að atvikið verði rannsakað ofan í kjölinn til að finna á því skýringar svo hægt sé að ráðast í raunverulegar úrbætur til að hindra að atvik fái endurtekið sig. Embætti landlæknis hefur gefið út leiðbeiningar um viðbrögð við óvæntum atvikum í heilbrigðisþjónustu. Alvarlegt atvik er sömuleiðis mikið áfall fyrir þá heilbrigðisstarfsmenn sem að koma og rætt um „hitt fórnarlambið“ (e. second victim) í því samhengi. Það er því brýnt að stofnun veiti einstaklingsmiðaðan og vandaðan stuðning þeim starfsmönnum sem á þurfa að halda. Heilbrigðisráðherra hefur unnið lagafrumvarp sem er ætlað að skýra meðferð alvarlegra atvika sem og réttarstöðu heilbrigðisstarfsmanna. Eins og áður sagði er sjónum beint að hvernig megi virkja sjúklinga í eigin meðferð og öryggi. Í því samhengi er hér bent á bæklingana Sjúklingaráðin 10 og Örugg dvöl á sjúkrahúsi sem og lög um réttindi sjúklinga. Einnig er mikilvægt að sjúklingar og notendur heilbrigðisþjónustu hafi aðkomu að stefnumótun og að umbótastarfi. Heilbrigðisráðuneyti setti nýlega á fót Notendaráð heilbrigðisþjónustu. Þá hefur árlegt Heilbrigðisþing ráðherra gefist vel sem og aðgengi um Samráðsgátt. Embætti landlæknis leitast við að virkja sjúklinga og notendur æ meira: með viðtölum við rannsókn alvarlegra atvika ef það á við og með viðtölum þegar gerðar eru úttektir á heilbrigðisþjónustu. Ætlunin er að auka samráð við sjúklingasamtök þegar úttektir eru undirbúnar eftir því sem við á. Þá gerir Áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu 2019-2030 ráð fyrir að stofnanir viðhafi reglulegar þjónustukannanir meðal notanda heilbrigðisþjónustu. Loks skal nefnt að landlæknir hyggst koma á fagráði um sjúklingaöryggi með aðkomu notenda. Í tilefni dagsins stendur Hlédís Sveinsdóttir, sem sjálf var þolandi alvarlegs atviks, að málþingi um rétt viðbrögð við alvarlegum atvikum. Þar talar m.a. norski fæðingalæknirinn Stian Westad sem varð valdur að alvarlegu atviki en heiðarleg viðbrögð hans voru þannig að eftir var tekið. Málþingið verður haldið í Fróða, sal Íslenskrar erfðagreiningar að Sturlugötu 8, Reykjavík, kl. 13-16 og verður streymt á visir.is. Við verðum að gera betur þegar kemur að alvarlegum atvikum. Best er auðvitað að fyrirbyggja þau en ef atvik verður þá þurfa öll viðbrögð að vera skjót, fumlaus og rétt. Það þarf að viðurkenna það sem aflaga fór, rannsaka atvikið, draga af því lærdóm og hindra að það gerist aftur. Þá þarf heiðarleg samskipti og markvissan stuðning við þolendur sem og heilbrigðisstarfsfólk. Þannig eflum við öryggi sjúklinga og þar með heilbrigðisstarfsmanna. Höfundur er landlæknir.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun