Lýsa yfir óvissustigi og síðar hættustigi vegna mikilla rigninga Atli Ísleifsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 18. september 2023 13:13 Hætta er á auknu afrennsi og vatnavöxtum í ám og lækjum sem og líkur á flóðum og skriðuföllum. Vísir/Vilhelm Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna mikilla rigninga á Austfjörðum. Farið verður yfir á hættustig klukkan 18. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embætti ríkislögreglustjóra. Þar segir að talsverð eða mikil rigning sé í kortunum. „Hætta er á auknu afrennsi og vatnavöxtum í ám og lækjum sem og líkur á flóðum og skriðuföllum, sem geta raskað samgöngum. Aukið álag getur orðið á fráveitukerfi og er fólk hvatt til að sýna aðgát og huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón. Frá klukkan 18:00 verður farið á hættustig Almannavarna og verður Samhæfingarstöð Almannavarna virkjuð samhliða því. Rétt fyrir hádegi var litakóði vegna úrkomuákefðar ferður úr gulu og upp í appelsínugult á Austfjörðum þar sem ákefðin er mest. Sjá frétt á heimasíðu Veðurstofu Íslands. Sjá ítarlegar upplýsingar um viðvaranir á vefsíðu Veðurstofu Íslands,“ segir í tilkynningunni. Nánast samfelldri úrhellisrigningu er spáð fyrir austan næstu tvo sólarhringana. Ráðgert er að mesta úrkoman falli til fjalla og valdi vatnavöxtum í farvegum en við það aukast líkur á aurskriðum. Ester Hlíðar Jensen, ofanflóðasérfræðingur, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að enn hefði ekki verið gripið til rýminga fyrir austan. „Almannavarnir munu taka ákvarðanir um hvaða næsta skref er og það verður fundað með þeim í dag og þau munu stýra aðgerðum ef einhver ástæða er til.“ Eru miklar líkur á aurskriðum? „Eins og staðan er núna, með þessa miklu ákefð og í rauninni í þetta langan tíma - þetta er í rauninni mikil ákefð í tvo sólarhringa alveg samfellt - þá sjáum við fyrir okkur að vatnavextir í farvegum geti orðið það miklir að það verði rof og valdið skriðum.“ Almennt í vatnsveðri sem þessu er brýnt að hreinsa frá niðurföllum til að minna líkur á vatnstjóni. Almannavarnir Lögreglumál Múlaþing Fjarðabyggð Tengdar fréttir Aukin hætta á aurskriðum fyrir austan Úrhellisrigningu er spáð á Austurlandi, Austfjörðum og Ströndum á Norðurlandi vestra í dag. Gera má ráð fyrir að mesta úrkoman falli til fjalla og valdi vatnavöxtum í farvegum fyrir austan, en líkur á aurskriðum aukast við þær aðstæður. 18. september 2023 07:31 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá embætti ríkislögreglustjóra. Þar segir að talsverð eða mikil rigning sé í kortunum. „Hætta er á auknu afrennsi og vatnavöxtum í ám og lækjum sem og líkur á flóðum og skriðuföllum, sem geta raskað samgöngum. Aukið álag getur orðið á fráveitukerfi og er fólk hvatt til að sýna aðgát og huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón. Frá klukkan 18:00 verður farið á hættustig Almannavarna og verður Samhæfingarstöð Almannavarna virkjuð samhliða því. Rétt fyrir hádegi var litakóði vegna úrkomuákefðar ferður úr gulu og upp í appelsínugult á Austfjörðum þar sem ákefðin er mest. Sjá frétt á heimasíðu Veðurstofu Íslands. Sjá ítarlegar upplýsingar um viðvaranir á vefsíðu Veðurstofu Íslands,“ segir í tilkynningunni. Nánast samfelldri úrhellisrigningu er spáð fyrir austan næstu tvo sólarhringana. Ráðgert er að mesta úrkoman falli til fjalla og valdi vatnavöxtum í farvegum en við það aukast líkur á aurskriðum. Ester Hlíðar Jensen, ofanflóðasérfræðingur, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að enn hefði ekki verið gripið til rýminga fyrir austan. „Almannavarnir munu taka ákvarðanir um hvaða næsta skref er og það verður fundað með þeim í dag og þau munu stýra aðgerðum ef einhver ástæða er til.“ Eru miklar líkur á aurskriðum? „Eins og staðan er núna, með þessa miklu ákefð og í rauninni í þetta langan tíma - þetta er í rauninni mikil ákefð í tvo sólarhringa alveg samfellt - þá sjáum við fyrir okkur að vatnavextir í farvegum geti orðið það miklir að það verði rof og valdið skriðum.“ Almennt í vatnsveðri sem þessu er brýnt að hreinsa frá niðurföllum til að minna líkur á vatnstjóni.
Almannavarnir Lögreglumál Múlaþing Fjarðabyggð Tengdar fréttir Aukin hætta á aurskriðum fyrir austan Úrhellisrigningu er spáð á Austurlandi, Austfjörðum og Ströndum á Norðurlandi vestra í dag. Gera má ráð fyrir að mesta úrkoman falli til fjalla og valdi vatnavöxtum í farvegum fyrir austan, en líkur á aurskriðum aukast við þær aðstæður. 18. september 2023 07:31 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Aukin hætta á aurskriðum fyrir austan Úrhellisrigningu er spáð á Austurlandi, Austfjörðum og Ströndum á Norðurlandi vestra í dag. Gera má ráð fyrir að mesta úrkoman falli til fjalla og valdi vatnavöxtum í farvegum fyrir austan, en líkur á aurskriðum aukast við þær aðstæður. 18. september 2023 07:31