Vill setja reglur um vefverslanir frekar en að afneita þeim Jón Þór Stefánsson skrifar 20. september 2023 08:01 „Áfengi er staðreynd í okkar samfélagi,“ segir Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sem leggur til að netverslanir sem selji áfengi verði leyfðar í meira mæli. Vísir/Vilhelm Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir mikilvægt að setja reglur um vefverslanir sem selja áfengi hér á landi. Hún hefur lagt fram frumvarp um að leyfa verslanirnar í meira mæli hér á landi. Hún segir Íslendinga neyta áfengis sama hvort þær reglur séu til staðar eða ekki og því skipti máli að reglurnar séu til staðar til að tryggja sanngirni á markaði. Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði Hildur mikilvægt að halda því til haga að netverslun á áfengi væri nú þegar heimil á Íslandi í gegnum EES-samninginn. Það ætti hins vegar bara við um erlendar verslanir. Hún segir frumvarpið snúast um að jafna leikinn fyrir aðila á íslenskum markaði, og búa til regluumgjörð um vefverslun á áfengi sem hún vill meina að sé mjög óljós í dag. Gagnrýnisraddir hafa bent á að með vefverslunum síðustu ára hafi áfengisneysla og dagdrykkja aukist verulega á síðustu árum. Hildur var spurð hvort frumvarpið væri ekki að koma í veg fyrir lítið vandamál en á sama tíma búa til en stærra vandamál úr áfengisneyslunni. „Aðgengi að áfengi hefur margfaldast á undanförnum árum, ekki bara í vínveitingaleyfum, ÁTVR hefur líka fjölgað sölustöðum og lengt opnunartímann og svo framvegis,“ viðurkenndi Hildur. „Áfengi er staðreynd í okkar samfélagi. Okkur finnst því skynsamlegra að eyða fókus og fjármunum í forvarnir og fræðslu, í staðinn fyrir að afneita því að hér sé lögleg verslun til staðar, sem er miklu skynsamlegra að setja almennilega umgjörð utan um.“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var einnig rætt um gagnrýni á frekari útbreiðslu áfengis. Hægt er að sjá klippuna í spilaranum hér fyrir neðan. Hildur bendir á að þetta mál hafi verið fast innan ríkisstjórnarinnar. Hún segir ekkert launungarmál að fólk innan Vinstri grænna og Framsóknar sé ekki hrifnir af frumvarpinu. „Það er bara staðreynd,“ bætir hún við, og segir að það sé jafnframt staðreynd að verslunin sé nú þegar til og að almenningur kunni vel við hana. „Er ekki skynsamlegra að horfast í augu við það og setja reglur i staðinn fyrir að afneita því að hún sé hérna?“ spurði hún um netverslanirnar og beindi að spurningunni að þeim sem eru andvígir frumvarpinu. Áfengi og tóbak Verslun Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sjálfstæðisflokkurinn Netverslun með áfengi Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Símafrí en ekki símabann Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Fleiri fréttir Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Sjá meira
Hún segir Íslendinga neyta áfengis sama hvort þær reglur séu til staðar eða ekki og því skipti máli að reglurnar séu til staðar til að tryggja sanngirni á markaði. Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði Hildur mikilvægt að halda því til haga að netverslun á áfengi væri nú þegar heimil á Íslandi í gegnum EES-samninginn. Það ætti hins vegar bara við um erlendar verslanir. Hún segir frumvarpið snúast um að jafna leikinn fyrir aðila á íslenskum markaði, og búa til regluumgjörð um vefverslun á áfengi sem hún vill meina að sé mjög óljós í dag. Gagnrýnisraddir hafa bent á að með vefverslunum síðustu ára hafi áfengisneysla og dagdrykkja aukist verulega á síðustu árum. Hildur var spurð hvort frumvarpið væri ekki að koma í veg fyrir lítið vandamál en á sama tíma búa til en stærra vandamál úr áfengisneyslunni. „Aðgengi að áfengi hefur margfaldast á undanförnum árum, ekki bara í vínveitingaleyfum, ÁTVR hefur líka fjölgað sölustöðum og lengt opnunartímann og svo framvegis,“ viðurkenndi Hildur. „Áfengi er staðreynd í okkar samfélagi. Okkur finnst því skynsamlegra að eyða fókus og fjármunum í forvarnir og fræðslu, í staðinn fyrir að afneita því að hér sé lögleg verslun til staðar, sem er miklu skynsamlegra að setja almennilega umgjörð utan um.“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var einnig rætt um gagnrýni á frekari útbreiðslu áfengis. Hægt er að sjá klippuna í spilaranum hér fyrir neðan. Hildur bendir á að þetta mál hafi verið fast innan ríkisstjórnarinnar. Hún segir ekkert launungarmál að fólk innan Vinstri grænna og Framsóknar sé ekki hrifnir af frumvarpinu. „Það er bara staðreynd,“ bætir hún við, og segir að það sé jafnframt staðreynd að verslunin sé nú þegar til og að almenningur kunni vel við hana. „Er ekki skynsamlegra að horfast í augu við það og setja reglur i staðinn fyrir að afneita því að hún sé hérna?“ spurði hún um netverslanirnar og beindi að spurningunni að þeim sem eru andvígir frumvarpinu.
Áfengi og tóbak Verslun Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sjálfstæðisflokkurinn Netverslun með áfengi Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Símafrí en ekki símabann Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Fleiri fréttir Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum