Samkvæmt tilkynningu frá lögreglustjóranum á Austurlandi er hætt að rigna og vatnið farið að sjatna. Þess vegna er verið að íhuga að aflétta rýmingum og á að tilkynna ákvörðun um það fljótlega.
Hættustigi Almannavarna var lýst yfir á Seyðisfirði í fyrradag og var það vegna mikillar rigningar og hættu á aurskriðum. Engar fregnir hafa borist af skriðum í nótt.
Sama dag voru á fjórða tug húsa rýmd vegna hættunnar.