Sjáðu mörkin: Öruggt hjá Barcelona, PSG lagði Dortmund og dramatíkin í Rómarborg Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. september 2023 12:31 Ivan Provedel, markvörður Lazio, stal fyrirsögnunum í gær. Marco Rosi/Getty Images Átta leikir fór fram í gærkvöldi þegar riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu rúllaði af stað. Evrópumeistarar Manchester City hófu titilvörnina á sigri, Börsungar fóru illa með Antwerp og dramatíkin var allsráðandi í viðureign Lazio og Atlético Madrid. Evrópumeistarar Manchester City lentu óvænt undir gegn Rauðu stjörnunni frá Serbíu undir lok fyrri hálfleiks, en tvö mörk frá Julian Alvarez í síðari hálfleik og eitt frá Rodri sáu til þess að City tók stigin þrjú. Klippa: Man. City - Rauða Stjarnan | Mörkin Í hinum leiknum í G-riðli vann RB Leipzig 3-1 útisigur gegn Young Boys frá Sviss. Mohamed Simakan kom gestunum yfir strax á þriðju mínútu áður en Mechak Elia jafnaði metin fyrir hálfleik. Xaver Schlager og Benjamin Sesko sáu þó til þess að gestirnir fóru með sigur af hólmi með sínu markinu hvor í síðari hálfleik. Klippa: Young Boys - RB Leipzig | Mörkin Í H-riðli fengu áhorfendur að sjá heil níu mörk í tveimur leikjum Barcelona vann öruggan 5-0 sigur gegn Royal Antwerp frá Belgíu þar sem Joao Felix var allt í öllu og skoraði tvö mrök fyrir liðið ásamt því að leggja eitt upp fyrir Robert Lewandowski. Klippa: Barcelona - Antwerp | Mörkin Þá vann Porto góðan 3-1 útisigur gegn Shakhtar Donetsk, en leikið var í Hamburg vegna stríðsins í Úkraínu. Öll mörk leiksins voru skoruð á fyrsta hálftímanum, en Wenderson Galeno skoraði tvívegis fyrir Porto áður en Mehdi Taremi bætti þriðja markinu við. Kevin Kelsy skoraði mark Shakhtar. Klippa: Shaktar - Porto | Mörkin Þá var dramatíkin allsráðandi í E-riðli þar sem Lazio og Atlético Madrid gerðu 1-1 jafntefli. Pablo Barrios kom Atlético yfir á 29. mínútu og leit út fyrir að það yrði eina mark leiksins. Ivan Provedel, markvörður Lazio, reyndist hins vegar hetja heimamanna er hann jafnaði metin með síðustu snertingu leiksins. Klippa: Lazio - Atletico | Mörkin Lætin voru ekki minni í hinum leik E-riðils þar sem Feyenoord tók á móti Celtic. Calvin Stengs kom heimamönnum yfir undir lok fyrri hálfleiks áður en Gustaf Lagerbielke fékk að líta sitt annað gula spjald á 63. mínútu og skosku gestirnir því manni færri. Tveimur mínútum síðar misnotuðu heimamenn vítaspyrnu og aðeins þremur mínútum eftir það fékk varamaðurinn Odin Thiago Holm að líta beint rautt spjald og Celtic því tveimur mönnum færri. Heimamenn nýttu sér liðsmuninn og Alireza Jahanbakhsh tryggði Feyenoord 2-0 sigur með marki á 76. mínútu. Klippa: Feyenoord - Celtic | Mörkin Að lokum vann PSG 2-0 sigur gegn Dortmund í F-riðli þar sem Kylian Mbappé og Achraf Hakimi sáu um markaskorunina og AC Milan og Newcastle gerðu markalaust jafntefli í sama riðli. Klippa: PSG - Dortmund | Mörkin Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
Evrópumeistarar Manchester City lentu óvænt undir gegn Rauðu stjörnunni frá Serbíu undir lok fyrri hálfleiks, en tvö mörk frá Julian Alvarez í síðari hálfleik og eitt frá Rodri sáu til þess að City tók stigin þrjú. Klippa: Man. City - Rauða Stjarnan | Mörkin Í hinum leiknum í G-riðli vann RB Leipzig 3-1 útisigur gegn Young Boys frá Sviss. Mohamed Simakan kom gestunum yfir strax á þriðju mínútu áður en Mechak Elia jafnaði metin fyrir hálfleik. Xaver Schlager og Benjamin Sesko sáu þó til þess að gestirnir fóru með sigur af hólmi með sínu markinu hvor í síðari hálfleik. Klippa: Young Boys - RB Leipzig | Mörkin Í H-riðli fengu áhorfendur að sjá heil níu mörk í tveimur leikjum Barcelona vann öruggan 5-0 sigur gegn Royal Antwerp frá Belgíu þar sem Joao Felix var allt í öllu og skoraði tvö mrök fyrir liðið ásamt því að leggja eitt upp fyrir Robert Lewandowski. Klippa: Barcelona - Antwerp | Mörkin Þá vann Porto góðan 3-1 útisigur gegn Shakhtar Donetsk, en leikið var í Hamburg vegna stríðsins í Úkraínu. Öll mörk leiksins voru skoruð á fyrsta hálftímanum, en Wenderson Galeno skoraði tvívegis fyrir Porto áður en Mehdi Taremi bætti þriðja markinu við. Kevin Kelsy skoraði mark Shakhtar. Klippa: Shaktar - Porto | Mörkin Þá var dramatíkin allsráðandi í E-riðli þar sem Lazio og Atlético Madrid gerðu 1-1 jafntefli. Pablo Barrios kom Atlético yfir á 29. mínútu og leit út fyrir að það yrði eina mark leiksins. Ivan Provedel, markvörður Lazio, reyndist hins vegar hetja heimamanna er hann jafnaði metin með síðustu snertingu leiksins. Klippa: Lazio - Atletico | Mörkin Lætin voru ekki minni í hinum leik E-riðils þar sem Feyenoord tók á móti Celtic. Calvin Stengs kom heimamönnum yfir undir lok fyrri hálfleiks áður en Gustaf Lagerbielke fékk að líta sitt annað gula spjald á 63. mínútu og skosku gestirnir því manni færri. Tveimur mínútum síðar misnotuðu heimamenn vítaspyrnu og aðeins þremur mínútum eftir það fékk varamaðurinn Odin Thiago Holm að líta beint rautt spjald og Celtic því tveimur mönnum færri. Heimamenn nýttu sér liðsmuninn og Alireza Jahanbakhsh tryggði Feyenoord 2-0 sigur með marki á 76. mínútu. Klippa: Feyenoord - Celtic | Mörkin Að lokum vann PSG 2-0 sigur gegn Dortmund í F-riðli þar sem Kylian Mbappé og Achraf Hakimi sáu um markaskorunina og AC Milan og Newcastle gerðu markalaust jafntefli í sama riðli. Klippa: PSG - Dortmund | Mörkin
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira