„Mbappé hagaði sér eins og fáviti og fékk allt sem hann vildi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. september 2023 14:01 Kylian Mbappé skoraði í 2-0 sigri Paris Saint-Germain á Borussia Dortmund í gær. getty/Johannes Simon Jóhannes Karl Guðjónsson og Aron Jóhannsson voru sammála um að Kylian Mbappé hefði grætt á því að fara í fýlu við Paris Saint-Germain. Eftir mikla störukeppni í sumar byrjaði Mbappé að spila aftur með PSG. Samningur hans við félagið rennur út eftir tímabilið og þá er búist við því að hann fari til Real Madrid. Mbappé kom PSG á bragðið með marki úr vítaspyrnu í 2-0 sigri á Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu í gær. „Maður er orðinn frekar þreyttur á þessum völdum sem þessar stórstjörnur hafa umfram félögin. Það var alltaf þessi gamla, góða mýta að enginn væri stærri en félagið en þarna er greinilegt að Mbappé er mikið stærri en félagið,“ sagði Jóhannes Karl í Meistaradeildarmörkunum í gær. „Þetta er ótrúlegt. Hvert einasta ár ætlar PSG að vinna Meistaradeildina og eru alltaf að fá nýja og nýja stjóra til að gera það. Allir vita að ef þú ætlar að vinna Meistaradeildina þarftu að vera með sterka liðsheild. Þú getur ekki leyft leikmanni eins og Mbappé stýra og stjórna öllu eins og þetta lítur út. Vonandi einbeitir hann sér meira á fótboltann og reyna að hætta að tala alltaf um að hann sé að fara eða ekki fara. Maður er orðinn frekar þreyttur á þessu.“ Klippa: Meistaradeildarmörkin - Umræða um Mbappé PSG gerði miklar breytingar á liði sínu í sumar og fékk alls ellefu nýja leikmenn, þar á meðal besta vin Mbappés, Ousmane Dembélé. Lionel Messi og Neymar eru hins vegar horfnir á braut. „Núna eru þeir ekki þremur mönnum færri þegar þeir eru með boltann þótt Mbappé fái frjálsa rullu þarna. Hann fær að gera það sem hann vill. Ef við tölum aftur um að hann sé búinn að fá þessi völd; hann fékk í raun allt sem hann vildi. Hann fór í fýlu, Messi og Neymar fóru, hann fékk inn vini sína og einhverja PlayStation félaga sína, sem eru reyndar mjög góðir í fótbolta, en fékk allt sem hann vildi. Hann hagaði sér eins og fáviti og fékk allt sem hann vildi,“ sagði Aron. Mbappé hefur verið frá PSG frá 2017 og er markahæsti leikmaður í sögu félagsins með 220 mörk í 265 leikjum. Umræðuna um Mbappé úr Meistaradeildarmörkunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Franski boltinn Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Íslenski boltinn Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Körfubolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Hjörvar valdi uppáhalds seríurnar sínar Körfubolti Í beinni: KR - Stjarnan | Slegist um úrslitaleik Körfubolti Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Enski boltinn Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar situr fyrir svörum Í beinni: Wolfsburg - Barcelona | Risaleikur hjá Sveindísi Styrktaraðilar endursemja við ÍTF Uppselt á leik Íslands í Kósovó annað kvöld Aldrei verið án Glódísar en setti hana einu sinni á bekkinn Heimir segir dýrmætt að forðast fall Helmingslíkur á að Glódís verði með í landsleikjunum Hópurinn gegn Noregi og Sviss: Hildur og Amanda snúa aftur Svona var blaðamannafundur KSÍ „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Elfsborg staðfestir komu Ara: „Erum að fá leikmann með spennandi hæfileika“ Ian Wright: „Vellirnir sem þessar stelpur þurfa að spila á eru til skammar“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Real Madríd í vænlegri stöðu Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann „Þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn“ Fær enn morðhótanir daglega Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Sjá meira
Eftir mikla störukeppni í sumar byrjaði Mbappé að spila aftur með PSG. Samningur hans við félagið rennur út eftir tímabilið og þá er búist við því að hann fari til Real Madrid. Mbappé kom PSG á bragðið með marki úr vítaspyrnu í 2-0 sigri á Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu í gær. „Maður er orðinn frekar þreyttur á þessum völdum sem þessar stórstjörnur hafa umfram félögin. Það var alltaf þessi gamla, góða mýta að enginn væri stærri en félagið en þarna er greinilegt að Mbappé er mikið stærri en félagið,“ sagði Jóhannes Karl í Meistaradeildarmörkunum í gær. „Þetta er ótrúlegt. Hvert einasta ár ætlar PSG að vinna Meistaradeildina og eru alltaf að fá nýja og nýja stjóra til að gera það. Allir vita að ef þú ætlar að vinna Meistaradeildina þarftu að vera með sterka liðsheild. Þú getur ekki leyft leikmanni eins og Mbappé stýra og stjórna öllu eins og þetta lítur út. Vonandi einbeitir hann sér meira á fótboltann og reyna að hætta að tala alltaf um að hann sé að fara eða ekki fara. Maður er orðinn frekar þreyttur á þessu.“ Klippa: Meistaradeildarmörkin - Umræða um Mbappé PSG gerði miklar breytingar á liði sínu í sumar og fékk alls ellefu nýja leikmenn, þar á meðal besta vin Mbappés, Ousmane Dembélé. Lionel Messi og Neymar eru hins vegar horfnir á braut. „Núna eru þeir ekki þremur mönnum færri þegar þeir eru með boltann þótt Mbappé fái frjálsa rullu þarna. Hann fær að gera það sem hann vill. Ef við tölum aftur um að hann sé búinn að fá þessi völd; hann fékk í raun allt sem hann vildi. Hann fór í fýlu, Messi og Neymar fóru, hann fékk inn vini sína og einhverja PlayStation félaga sína, sem eru reyndar mjög góðir í fótbolta, en fékk allt sem hann vildi. Hann hagaði sér eins og fáviti og fékk allt sem hann vildi,“ sagði Aron. Mbappé hefur verið frá PSG frá 2017 og er markahæsti leikmaður í sögu félagsins með 220 mörk í 265 leikjum. Umræðuna um Mbappé úr Meistaradeildarmörkunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Franski boltinn Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Íslenski boltinn Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Körfubolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Hjörvar valdi uppáhalds seríurnar sínar Körfubolti Í beinni: KR - Stjarnan | Slegist um úrslitaleik Körfubolti Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Enski boltinn Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar situr fyrir svörum Í beinni: Wolfsburg - Barcelona | Risaleikur hjá Sveindísi Styrktaraðilar endursemja við ÍTF Uppselt á leik Íslands í Kósovó annað kvöld Aldrei verið án Glódísar en setti hana einu sinni á bekkinn Heimir segir dýrmætt að forðast fall Helmingslíkur á að Glódís verði með í landsleikjunum Hópurinn gegn Noregi og Sviss: Hildur og Amanda snúa aftur Svona var blaðamannafundur KSÍ „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Elfsborg staðfestir komu Ara: „Erum að fá leikmann með spennandi hæfileika“ Ian Wright: „Vellirnir sem þessar stelpur þurfa að spila á eru til skammar“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Real Madríd í vænlegri stöðu Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann „Þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn“ Fær enn morðhótanir daglega Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Sjá meira