Krónan á Granda opnuð á ný í dag Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. september 2023 12:36 Alexander Kolesnyk, verslunarstjóri Krónunnar á Granda og Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar í hinni endurbættu verslun. Krónan opnar dyrnar á ný á Granda klukkan 15 í dag eftir fjögurra vikna framkvæmdir. Tveir veitingastaðir munu bjóða upp á rétti sína í versluninni til viðbótar við þrjá sem þar eru þegar til staðar. Forsvarsmenn verslunarinnar segjast gríðarlega ánægð með breytingarnar. „Krónan á Granda opnaði fyrir 16 árum síðan og er ein af okkar stærstu verslunum. Við erum svo heppin að eiga frábæran kjarnahóp af viðskiptavinum á Grandanum sem mörg hver hafa fylgt okkur alveg frá upphafi. Með þessum viðamiklu breytingum lögðum við sérstaka áherslu á að gefa ferskleikanum enn meira rými með stórri og glæsilegri ávaxta- og grænmetisdeild,“ er haft eftir Guðrúnu Aðalsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar í tilkynningu. „Sem endranær vildum við tryggja gott aðgengi og jákvæða upplifun viðskiptavina með breiðum göngum, þægilegri lýsingu og góðu flæði í gegnum verslunina. Einnig höfum við svarað ákalli viðskiptavina um meira úrval af tilbúnum réttum en nú geta þeir meðal annars nælt sér í rétti frá Tokyo Sushi, WokOn og Rotissiere. Tveir staðir munu síðan bætast við flóruna síðar á þessu ári sem verður spennandi að segja frá þegar nær dregur.“ Fjórðu afgreiðslulausn Krónunnar gefið aukið rými „Við erum gríðarlega ánægð með endurbæturnar á versluninni og hlökkum til að hitta viðskiptavini okkar á ný. Við vonum að Krónuvinir taki vel í nýtt og ferskara útlit þar sem markmiðið er ávallt að auðvelda þeim lífið og að það sé gott að versla í Krónunni,“ segir Alexander Kolesnyk, verslunarstjóri Krónunnar á Granda. Einnig er fjórðu afgreiðslulausn Krónunnar gefið aukið rými á Grandanum en þar er nú að finna afhendingarstöð Snjallverslunar þar sem viðskiptavinir geta verslað vörur á heimasíðu eða í appi Krónunnar og sótt pöntunina í verslun. Þá eru umhverfisvænar lausnir í fyrirrúmi með innleiðingu á nýjum tækjabúnaði innan verslunar en Krónan vinnur meðal annars gagngert að því að uppfæra öll kælikerfi verslana sinna úr freoni í CO2. Í tilefni opnunarinnar mun Krónan vera með tilboð á völdum vörum, dagana 21. til 24. september í verslun Krónunnar á Granda. Auk þess munu viðskiptavinir sem notast við Skannað og skundað í appi Krónunnar, fá 5 prósent afslátt af öllum vörum alla opnunarhelgina. Reykjavík Verslun Matvöruverslun Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira
„Krónan á Granda opnaði fyrir 16 árum síðan og er ein af okkar stærstu verslunum. Við erum svo heppin að eiga frábæran kjarnahóp af viðskiptavinum á Grandanum sem mörg hver hafa fylgt okkur alveg frá upphafi. Með þessum viðamiklu breytingum lögðum við sérstaka áherslu á að gefa ferskleikanum enn meira rými með stórri og glæsilegri ávaxta- og grænmetisdeild,“ er haft eftir Guðrúnu Aðalsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar í tilkynningu. „Sem endranær vildum við tryggja gott aðgengi og jákvæða upplifun viðskiptavina með breiðum göngum, þægilegri lýsingu og góðu flæði í gegnum verslunina. Einnig höfum við svarað ákalli viðskiptavina um meira úrval af tilbúnum réttum en nú geta þeir meðal annars nælt sér í rétti frá Tokyo Sushi, WokOn og Rotissiere. Tveir staðir munu síðan bætast við flóruna síðar á þessu ári sem verður spennandi að segja frá þegar nær dregur.“ Fjórðu afgreiðslulausn Krónunnar gefið aukið rými „Við erum gríðarlega ánægð með endurbæturnar á versluninni og hlökkum til að hitta viðskiptavini okkar á ný. Við vonum að Krónuvinir taki vel í nýtt og ferskara útlit þar sem markmiðið er ávallt að auðvelda þeim lífið og að það sé gott að versla í Krónunni,“ segir Alexander Kolesnyk, verslunarstjóri Krónunnar á Granda. Einnig er fjórðu afgreiðslulausn Krónunnar gefið aukið rými á Grandanum en þar er nú að finna afhendingarstöð Snjallverslunar þar sem viðskiptavinir geta verslað vörur á heimasíðu eða í appi Krónunnar og sótt pöntunina í verslun. Þá eru umhverfisvænar lausnir í fyrirrúmi með innleiðingu á nýjum tækjabúnaði innan verslunar en Krónan vinnur meðal annars gagngert að því að uppfæra öll kælikerfi verslana sinna úr freoni í CO2. Í tilefni opnunarinnar mun Krónan vera með tilboð á völdum vörum, dagana 21. til 24. september í verslun Krónunnar á Granda. Auk þess munu viðskiptavinir sem notast við Skannað og skundað í appi Krónunnar, fá 5 prósent afslátt af öllum vörum alla opnunarhelgina.
Reykjavík Verslun Matvöruverslun Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira