Fleiri og fleiri ungmenni sem koma og fá hjálp Bjarki Sigurðsson skrifar 22. september 2023 08:56 Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir er framkvæmdastjóri og stofnandi Bergsins Headspace. Vísir/Einar Afmælisveisla Bergsins Headspace fór fram í gær með pomp og prakt. Yfir þrjú hundruð ungmenni mættu til að fagna tímamótunum. Fagnar Bergið fimm ára afmæli. Veislan fór fram við húsnæði Bergsins að Suðurgötu. Þangað höfðu rúmlega þrjú hundruð ungmenni lagt leið sína til að taka þátt í hátíðarhöldunum en Bergið er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mætti á svæðið og flutti ræðu. „Því miður eru of mörg ungmenni sem líður aðeins of illa. Við verðum að gera eitthvað í því. Við verðum að finna leiðir til þess að sporna gegn vanlíðan, kvíða, þunglyndi og of miklu álagi,“ sagði Guðni í ræðu sinni. Klippa: Afmælisveisla Bergsins headspace Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi Bergsins, segir árin fimm hafa liðið afar hratt. „Þau hafa verið mjög viðburðarík. En við höfum verið að byggja okkur upp og jafnt og þétt verið að auka við þjónustuna okkar. Fá inn fleiri og fleiri ungmenni. Nú erum við með mikla þjónustu í gangi. Við erum að hitta 60, 70 ungmenni í hverri einustu viku sem mörg frá mikla hjálp sem er dásamlegt,“ segir Sigurþóra. Anna Kristín Pálsdóttir og Íris Björk Ágústsdóttir eru meðal þeirra sem nýtt hafa sér Bergið. Þær segja þjónustuna vera ómetanlega. „Ég held það sé helst að koma á stað sem hlustar á þig, það er erfitt að fá tíma hjá sálfræðing eða fagaðila. Svo er það dýrt. Að hafa þetta úrræði sem er bæði ókeypis, stuttur fyrirvari, það er ómetanlegt,“ segir Íris. Anna Kristín Pálsdóttir og Íris Björk Ágústsdóttir nýta sér báðar Bergið Headspace.Vísir/Einar Anna tekur undir og segir þægilegt að Bergið taki á móti fólki hvenær sem það hentar því. „Þú getur bara mætt hvenær sem er og það kostar ekki neitt. Þegar þér hentar, talað um hvað sem er. Mjög þægilegt. Í staðinn fyrir að bóka tíma hjá sálfræðingi og borga slatta,“ segir Anna. Heilsa Börn og uppeldi Reykjavík Geðheilbrigði Tímamót Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Veislan fór fram við húsnæði Bergsins að Suðurgötu. Þangað höfðu rúmlega þrjú hundruð ungmenni lagt leið sína til að taka þátt í hátíðarhöldunum en Bergið er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mætti á svæðið og flutti ræðu. „Því miður eru of mörg ungmenni sem líður aðeins of illa. Við verðum að gera eitthvað í því. Við verðum að finna leiðir til þess að sporna gegn vanlíðan, kvíða, þunglyndi og of miklu álagi,“ sagði Guðni í ræðu sinni. Klippa: Afmælisveisla Bergsins headspace Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi Bergsins, segir árin fimm hafa liðið afar hratt. „Þau hafa verið mjög viðburðarík. En við höfum verið að byggja okkur upp og jafnt og þétt verið að auka við þjónustuna okkar. Fá inn fleiri og fleiri ungmenni. Nú erum við með mikla þjónustu í gangi. Við erum að hitta 60, 70 ungmenni í hverri einustu viku sem mörg frá mikla hjálp sem er dásamlegt,“ segir Sigurþóra. Anna Kristín Pálsdóttir og Íris Björk Ágústsdóttir eru meðal þeirra sem nýtt hafa sér Bergið. Þær segja þjónustuna vera ómetanlega. „Ég held það sé helst að koma á stað sem hlustar á þig, það er erfitt að fá tíma hjá sálfræðing eða fagaðila. Svo er það dýrt. Að hafa þetta úrræði sem er bæði ókeypis, stuttur fyrirvari, það er ómetanlegt,“ segir Íris. Anna Kristín Pálsdóttir og Íris Björk Ágústsdóttir nýta sér báðar Bergið Headspace.Vísir/Einar Anna tekur undir og segir þægilegt að Bergið taki á móti fólki hvenær sem það hentar því. „Þú getur bara mætt hvenær sem er og það kostar ekki neitt. Þegar þér hentar, talað um hvað sem er. Mjög þægilegt. Í staðinn fyrir að bóka tíma hjá sálfræðingi og borga slatta,“ segir Anna.
Heilsa Börn og uppeldi Reykjavík Geðheilbrigði Tímamót Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum