Hætt við sameiningu sýslumannsembættanna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Lovísa Arnardóttir skrifa 22. september 2023 11:53 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra ætlar ekki að leggja fram umdeilt frumvarp um sameiningu sýslumannsembættanna á þessu löggjafarþingi. Vísir/Arnar Dómsmálaráðherra er hættur við áform fyrri ráðherra um sameiningu sýslumannsembættanna. Fyrrverandi dómsmálaráðherra tilkynnti áformin fyrir ári síðan og voru þau afar umdeild. Þetta tilkynnti Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra á fundi sýslumannsembættanna á Hotel Natura rétt fyrir hádegi. Jón Gunnarsson forveri Guðrúnar í starfi og flokksbróðir hennar tilkynnti áform um sameiningu níu sýslumannsembætta fyrir ári síðan. Til stóð að sameina öll embættin á Húsavík undir einni stjórn. Samkvæmt frumvarpi hans, sem var aldrei lagt fram á Alþingi, áttu áfram að vera starfræktar níu skrifstofur, svokallaðir sýslumenn í héraði. „Þetta hefur verið umdeilt frumvarp og það var á mínu borði þegar ég kom inn í ráðuneytið í júní. Eftir að hafa yfirfarið það og rætt við samstarfsflokka okkar í ríkisstjórn tel ég einboðið að leggja frumvarpið ekki fram heldur taka það aftur inn í ráðuneytið og skoða það betur í miklu samráði við sýslumenn og starfsmenn sýslumannsembættanna,“ segir Guðrún í samtali við fréttastofu. Guðrún segir að þrátt fyrir þennan viðsnúning þurfi sýslumannsembættin að ráðast í hagræðingar. Hún segir það ekki endilega þýða uppsagnir. „Það getur þýtt það en getur líka þýtt, og er það sem ég fyrst og fremst það sem ég vísa í þegar ég tala um hagræðingar, er að við aukum stafræna þjónustu embættanna og ríkisins í heild,“ segir Guðrún. „Það eru einhverjir sýslumenn að nálgast eftirlaunaaldur og ég vil halda því opnu ef einhverjir sýslumenn hætta eða láta af störfum að ráðherra geti skipað annan sýslumann yfir embættið þannig að við séum ekki að skipa nýjan. “ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sýslumaður Íslands verði staðsettur á Húsavík Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að sýslumaður Íslands verði staðsettur á Húsavík, þegar öll sýslumannasembætti landsins hafa verið sameinuð undir eina stjórn. 9. september 2022 07:10 Eðlilegra að hafa embættið þar sem mannfjöldinn er mestur Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir það koma á óvart að ákveðið hafi verið að sameinað embætti sýslumanns Íslands verði á Húsvík. Eðlilegra sé að hafa embættið þar sem mesti mannfjöldinn er. 9. september 2022 13:07 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira
Þetta tilkynnti Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra á fundi sýslumannsembættanna á Hotel Natura rétt fyrir hádegi. Jón Gunnarsson forveri Guðrúnar í starfi og flokksbróðir hennar tilkynnti áform um sameiningu níu sýslumannsembætta fyrir ári síðan. Til stóð að sameina öll embættin á Húsavík undir einni stjórn. Samkvæmt frumvarpi hans, sem var aldrei lagt fram á Alþingi, áttu áfram að vera starfræktar níu skrifstofur, svokallaðir sýslumenn í héraði. „Þetta hefur verið umdeilt frumvarp og það var á mínu borði þegar ég kom inn í ráðuneytið í júní. Eftir að hafa yfirfarið það og rætt við samstarfsflokka okkar í ríkisstjórn tel ég einboðið að leggja frumvarpið ekki fram heldur taka það aftur inn í ráðuneytið og skoða það betur í miklu samráði við sýslumenn og starfsmenn sýslumannsembættanna,“ segir Guðrún í samtali við fréttastofu. Guðrún segir að þrátt fyrir þennan viðsnúning þurfi sýslumannsembættin að ráðast í hagræðingar. Hún segir það ekki endilega þýða uppsagnir. „Það getur þýtt það en getur líka þýtt, og er það sem ég fyrst og fremst það sem ég vísa í þegar ég tala um hagræðingar, er að við aukum stafræna þjónustu embættanna og ríkisins í heild,“ segir Guðrún. „Það eru einhverjir sýslumenn að nálgast eftirlaunaaldur og ég vil halda því opnu ef einhverjir sýslumenn hætta eða láta af störfum að ráðherra geti skipað annan sýslumann yfir embættið þannig að við séum ekki að skipa nýjan. “
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sýslumaður Íslands verði staðsettur á Húsavík Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að sýslumaður Íslands verði staðsettur á Húsavík, þegar öll sýslumannasembætti landsins hafa verið sameinuð undir eina stjórn. 9. september 2022 07:10 Eðlilegra að hafa embættið þar sem mannfjöldinn er mestur Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir það koma á óvart að ákveðið hafi verið að sameinað embætti sýslumanns Íslands verði á Húsvík. Eðlilegra sé að hafa embættið þar sem mesti mannfjöldinn er. 9. september 2022 13:07 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira
Sýslumaður Íslands verði staðsettur á Húsavík Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að sýslumaður Íslands verði staðsettur á Húsavík, þegar öll sýslumannasembætti landsins hafa verið sameinuð undir eina stjórn. 9. september 2022 07:10
Eðlilegra að hafa embættið þar sem mannfjöldinn er mestur Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir það koma á óvart að ákveðið hafi verið að sameinað embætti sýslumanns Íslands verði á Húsvík. Eðlilegra sé að hafa embættið þar sem mesti mannfjöldinn er. 9. september 2022 13:07