Ekki meinlaus heldur hatursfull orðræða Anna Lilja Björnsdóttir og Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifa 22. september 2023 14:01 Nýlega hófst fjórði og síðasti hluti vitundarvakningar Jafnréttisstofu, Meinlaust, í samstarfi við félagasamtökin Hennar rödd. Vitundarvakningunni er að þessu sinni ætlað að sýna birtingarmyndir þeirrar öráreitni sem konur af erlendum uppruna verða fyrir í samfélaginu og fá fólk til að opna augun fyrir afleiðingunum. Í vitundarvakningunni eru raunverulegar frásagnir kvenna af erlendum uppruna á Íslandi endursagðar í formi myndasagna. Í sögunum sést lítið brot af þeirri öráreitni sem konurnar verða fyrir, sem getur haft skaðleg, varanleg og hættuleg áhrif. Viðbrögðin við fjórða hluta Meinlaust hafa ekki látið á sér standa og aldrei hefur borið jafn mikið á hatursorðræðu og fordómum meðan á vitundarvakningunni hefur staðið, sem sýnir mikilvægi umræðunnar og varpar ljósi á vandamálið. Mörg ummælanna við myndasögurnar hafa borið merki haturorðræðu, þau eru niðurlægjandi og meiðandi og hafa jafnvel valdið kvíða og hræðslu. Rannsóknir hafa sýnt að hatursorðræða getur einnig leitt til þunglyndis, lélegrar sjálfsmyndar, svefnvandamála og einbeitingarskorts. Þau sem verða fyrir henni þurfa jafnvel að draga sig úr aðstæðum vegna álagsins sem henni fylgir, t.d. opinberri umræðu og þátttöku í félagastarfi. Þegar hatursorðræða er endurtekin þá er hún jarðvegur fordóma sem geta varað lengi. Þannig viðhelst útskúfunin, jaðarsetningin og niðurlægingin sem í verstu tilfellunum festir rætur og viðhorfin gagnvart hópunum verða almenn og viðurkennd. Rétt er að geta þess að mörg viðbragðanna hafa einnig verið mjög góð þar sem fólk hefur speglað sína eigin hegðun í myndunum og opnað augun fyrir því að sumt sem virkar í fyrstu meinlaust, jafnvel hrós eða góðlátleg athugasemd, getur verið skaðlegt fyrir fólk sem tilheyrir jaðarsettum hópum og flokkast sem öráreitni. Þannig getur hver athöfn, umhverfisþáttur eða athugasemd sem er ef til vill ekki stórvægileg ein og sér aukið álagið á hópinn og gert jaðarstöðuna áþreifanlega. Sá fjöldi neikvæðra viðbragða núna þar sem kynþáttafordómar leka upp á yfirborðið í athugasemdum við myndirnar sem eru byggðar á sönnum frásögnum hafa komið aðstandendum Meinlaust á óvart. Þegar hatursorðræða verður slík að hún yfirtekur tjáningarfrelsið þá er lýðræðið í hættu. Í góðu og heilbrigðu lýðræðislegu samfélagi þurfa margar fjölbreyttar raddir að heyrast. Það breytist ekkert ef við lokum augunum fyrir hatri, fordómum og öráreitni. Opnum augun og stöndum saman! Höfundar eru sérfræðingar á Jafnréttisstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega hófst fjórði og síðasti hluti vitundarvakningar Jafnréttisstofu, Meinlaust, í samstarfi við félagasamtökin Hennar rödd. Vitundarvakningunni er að þessu sinni ætlað að sýna birtingarmyndir þeirrar öráreitni sem konur af erlendum uppruna verða fyrir í samfélaginu og fá fólk til að opna augun fyrir afleiðingunum. Í vitundarvakningunni eru raunverulegar frásagnir kvenna af erlendum uppruna á Íslandi endursagðar í formi myndasagna. Í sögunum sést lítið brot af þeirri öráreitni sem konurnar verða fyrir, sem getur haft skaðleg, varanleg og hættuleg áhrif. Viðbrögðin við fjórða hluta Meinlaust hafa ekki látið á sér standa og aldrei hefur borið jafn mikið á hatursorðræðu og fordómum meðan á vitundarvakningunni hefur staðið, sem sýnir mikilvægi umræðunnar og varpar ljósi á vandamálið. Mörg ummælanna við myndasögurnar hafa borið merki haturorðræðu, þau eru niðurlægjandi og meiðandi og hafa jafnvel valdið kvíða og hræðslu. Rannsóknir hafa sýnt að hatursorðræða getur einnig leitt til þunglyndis, lélegrar sjálfsmyndar, svefnvandamála og einbeitingarskorts. Þau sem verða fyrir henni þurfa jafnvel að draga sig úr aðstæðum vegna álagsins sem henni fylgir, t.d. opinberri umræðu og þátttöku í félagastarfi. Þegar hatursorðræða er endurtekin þá er hún jarðvegur fordóma sem geta varað lengi. Þannig viðhelst útskúfunin, jaðarsetningin og niðurlægingin sem í verstu tilfellunum festir rætur og viðhorfin gagnvart hópunum verða almenn og viðurkennd. Rétt er að geta þess að mörg viðbragðanna hafa einnig verið mjög góð þar sem fólk hefur speglað sína eigin hegðun í myndunum og opnað augun fyrir því að sumt sem virkar í fyrstu meinlaust, jafnvel hrós eða góðlátleg athugasemd, getur verið skaðlegt fyrir fólk sem tilheyrir jaðarsettum hópum og flokkast sem öráreitni. Þannig getur hver athöfn, umhverfisþáttur eða athugasemd sem er ef til vill ekki stórvægileg ein og sér aukið álagið á hópinn og gert jaðarstöðuna áþreifanlega. Sá fjöldi neikvæðra viðbragða núna þar sem kynþáttafordómar leka upp á yfirborðið í athugasemdum við myndirnar sem eru byggðar á sönnum frásögnum hafa komið aðstandendum Meinlaust á óvart. Þegar hatursorðræða verður slík að hún yfirtekur tjáningarfrelsið þá er lýðræðið í hættu. Í góðu og heilbrigðu lýðræðislegu samfélagi þurfa margar fjölbreyttar raddir að heyrast. Það breytist ekkert ef við lokum augunum fyrir hatri, fordómum og öráreitni. Opnum augun og stöndum saman! Höfundar eru sérfræðingar á Jafnréttisstofu.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun