„Laugardalsvöllur verður að vera okkar gryfja í þessu móti“ Andri Már Eggertsson skrifar 22. september 2023 21:51 Glódís Perla Viggósdóttir spilaði frábærlega í hjarta varnarinnar í kvöld Vísir/Pawel Cieslikiewicz Ísland vann 1-0 sigur gegn Wales. Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, gerði sigurmarkið og var afar ánægð með sigurinn. „Gríðarlega góð tilfinning. Það var mikilvægt að byrja á sigri og það var mikilvægt að halda hreinu á heimavelli. Laugardalsvöllur verður að vera gryfjan okkar í þessu móti og það á enginn að koma hingað og halda að þetta verði auðvelt og mér fannst við sýna það,“ sagði Glódís í viðtali eftir leik. Wales byrjaði betur en Glódís var ánægð með hvernig Ísland náði að færa sig ofar á völlinn sem skilaði dauðafæri og síðan marki. „Mögulega var stress í okkur til að byrja með en mér fannst við laga það frekar hratt. Þegar að við komust bakvið þær þá fengum við færi og hornspyrnur sem við erum alltaf hættulegar í.“ „Við byrjuðum líklega að verja forskotið aðeins of snemma en að sama skapi gerðum við það gríðarlega vel og tókum þrjú stig.“ Hvernig lýsir Glódís markinu sem hún skoraði? „Við töluðum um að þetta svæði yrði opið hjá þeim og við töluðum líka um að ef við fengjum tveir á einn stöðu þá myndum við taka það. Þetta var góð sending hjá Amöndu og eina sem ég þurfti að gera var að setja hausinn í þetta og þá kom mark.“ Leikurinn var í góðu jafnvægi en um miðjan fyrri hálfleik var gert hlé þar sem dómari leiksins þurfti skiptingu vegna meiðsla sem hafði áhrif á takt íslenska liðsins. „Þetta er góður punktur þegar að þú segir það. Ég hafði ekki pælt í því að þessi pása riðlaði mögulega taktinum sem við vorum með. En þetta er partur af fótbolta og dómarinn getur meiðst eins og allir aðrir. Það var ekki svo langt í hálfleik eftir að leikurinn fór aftur af stað.“ „Mér fannst við verjast vel og þær sköpuðu ekkert af færum og Telma tók allt sem kom á markið. Þetta var virkilega góður leikur.“ Glódís var ánægð með varnarleikinn í síðari hálfleik og liðið mun byggja ofan á þennan öfluga varnarleik. „Mér fannst við vera að loka vel á þær og við vorum að beina þeim í þær stöður sem við vildum. Við unnum oft boltann á góðum stöðum en náðum ekki að koma boltanum út úr þeim svæðum sem við unnum boltann. Við munum byggja ofan á þennan varnarleik því það verður mikilvægt í næstu leikjum.“ Næsti leikur Íslands er gegn Þýskalandi þar sem Glódís spilar með Bayern Munich og hún var afar spennt fyrir því verkefni endar þekkir hún marga leikmenn í þýska landsliðinu. „Þetta verður skemmtilegt. Ég þekki vel þessar stelpur sem við erum að fara að spila við. Þetta verður gríðarlega erfiður leikur þar sem þær eru með mikil einstaklingsgæði en hafa ekki að verið að ná í þau úrslit sem þær hafa viljað undanfarið og ég er viss um að þær munu mæta af fullum krafti í leikinn gegn okkur,“ sagði Glódís að lokum. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Sjá meira
„Gríðarlega góð tilfinning. Það var mikilvægt að byrja á sigri og það var mikilvægt að halda hreinu á heimavelli. Laugardalsvöllur verður að vera gryfjan okkar í þessu móti og það á enginn að koma hingað og halda að þetta verði auðvelt og mér fannst við sýna það,“ sagði Glódís í viðtali eftir leik. Wales byrjaði betur en Glódís var ánægð með hvernig Ísland náði að færa sig ofar á völlinn sem skilaði dauðafæri og síðan marki. „Mögulega var stress í okkur til að byrja með en mér fannst við laga það frekar hratt. Þegar að við komust bakvið þær þá fengum við færi og hornspyrnur sem við erum alltaf hættulegar í.“ „Við byrjuðum líklega að verja forskotið aðeins of snemma en að sama skapi gerðum við það gríðarlega vel og tókum þrjú stig.“ Hvernig lýsir Glódís markinu sem hún skoraði? „Við töluðum um að þetta svæði yrði opið hjá þeim og við töluðum líka um að ef við fengjum tveir á einn stöðu þá myndum við taka það. Þetta var góð sending hjá Amöndu og eina sem ég þurfti að gera var að setja hausinn í þetta og þá kom mark.“ Leikurinn var í góðu jafnvægi en um miðjan fyrri hálfleik var gert hlé þar sem dómari leiksins þurfti skiptingu vegna meiðsla sem hafði áhrif á takt íslenska liðsins. „Þetta er góður punktur þegar að þú segir það. Ég hafði ekki pælt í því að þessi pása riðlaði mögulega taktinum sem við vorum með. En þetta er partur af fótbolta og dómarinn getur meiðst eins og allir aðrir. Það var ekki svo langt í hálfleik eftir að leikurinn fór aftur af stað.“ „Mér fannst við verjast vel og þær sköpuðu ekkert af færum og Telma tók allt sem kom á markið. Þetta var virkilega góður leikur.“ Glódís var ánægð með varnarleikinn í síðari hálfleik og liðið mun byggja ofan á þennan öfluga varnarleik. „Mér fannst við vera að loka vel á þær og við vorum að beina þeim í þær stöður sem við vildum. Við unnum oft boltann á góðum stöðum en náðum ekki að koma boltanum út úr þeim svæðum sem við unnum boltann. Við munum byggja ofan á þennan varnarleik því það verður mikilvægt í næstu leikjum.“ Næsti leikur Íslands er gegn Þýskalandi þar sem Glódís spilar með Bayern Munich og hún var afar spennt fyrir því verkefni endar þekkir hún marga leikmenn í þýska landsliðinu. „Þetta verður skemmtilegt. Ég þekki vel þessar stelpur sem við erum að fara að spila við. Þetta verður gríðarlega erfiður leikur þar sem þær eru með mikil einstaklingsgæði en hafa ekki að verið að ná í þau úrslit sem þær hafa viljað undanfarið og ég er viss um að þær munu mæta af fullum krafti í leikinn gegn okkur,“ sagði Glódís að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti