Giannis Antetokounmpo útilokar ekki að yfirgefa Bucks Siggeir Ævarsson skrifar 24. september 2023 09:57 Giannis Antetokounmpo flexar bísann. Kenyon Martin Jr. er ekki heillaður af góðu formi Giannis Vísir/Getty Giannis Antetokounmpo hristi aðeins upp í NBA heiminum á dögunum þegar hann var gestur í hlaðvarpinu 48 minutes. Þar lét hann þau orð falla að ef hann ætti betri möguleika á vinna titilinn annarsstaðar yrði hann að taka honum. „Ég er leikmaður Milwaukee Bucks, en fyrst og fremst er ég sigurvegari. Ef það er betri möguleiki á að landa Larry O'Brien bikarnum í boði annarsstaðar verð ég að taka þeim möguleika.“ - sagði Antetokounmpo sem landaði titlinum eftirsótta með Bucks 2021. "I'm a Milwaukee Buck, but most importantly I'm a winner. ... If there is a better situation for me to win the Larry O'Brien I have to take that better situation."Giannis on his future with the Bucks. pic.twitter.com/XzucRXtmOv— NBA on ESPN (@ESPNNBA) September 13, 2023 Þessi ummæli hafa valdið nokkrum titringi innan deildarinnar en Antetokounmpo er þó ekki talinn vera á leiðinni frá Bucks alveg á næstunni heldur sé hann að vísa til framtíðar. Hann er samningsbundinn Milwaukee Bucks út 2025 og getur framlengt samninginn um ár í viðbót ef hann svo kýs og tekið þá heim tæpar 52 milljónir dollara, fyrir skatta. Khris Middleton, liðsfélagi Antetokounmpo, sagði þessar fréttir ekki koma honum úr jafnvægi í samtali við ESPN. Antetokounmpo væri einfaldlega einn besti leikmaðurinn í deildinni og hann vilji halda stjórn liðsins á tánum. „Þetta hefur ekki áhrif á mig persónulega og ég held að þetta hafi ekki áhrif á okkur sem lið. Ég held að hann hafi sagt eitthvað svipað hvert einasta ár þegar samningaviðræður um framlengingu á samningnum hans eru framundan.“ Antetokounmpo er sjálfur að halda sér á tánum fyrir komandi tímabil en hann fetaði í fótspor leikmanna eins og LeBron James og Kobe Bryant og æfði með Houston Rockets goðsögninni Hakeem Olajuwon á dögunum. Giannis Antetokounmpo @Giannis_An34 putting in work with @UHouston GREAT Hakeem Olajuwon @DR34M #ForTheCity x #GoCoogs pic.twitter.com/iieM94NKpE— Houston Men's Hoops (@UHCougarMBK) September 23, 2023 Körfubolti NBA Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
„Ég er leikmaður Milwaukee Bucks, en fyrst og fremst er ég sigurvegari. Ef það er betri möguleiki á að landa Larry O'Brien bikarnum í boði annarsstaðar verð ég að taka þeim möguleika.“ - sagði Antetokounmpo sem landaði titlinum eftirsótta með Bucks 2021. "I'm a Milwaukee Buck, but most importantly I'm a winner. ... If there is a better situation for me to win the Larry O'Brien I have to take that better situation."Giannis on his future with the Bucks. pic.twitter.com/XzucRXtmOv— NBA on ESPN (@ESPNNBA) September 13, 2023 Þessi ummæli hafa valdið nokkrum titringi innan deildarinnar en Antetokounmpo er þó ekki talinn vera á leiðinni frá Bucks alveg á næstunni heldur sé hann að vísa til framtíðar. Hann er samningsbundinn Milwaukee Bucks út 2025 og getur framlengt samninginn um ár í viðbót ef hann svo kýs og tekið þá heim tæpar 52 milljónir dollara, fyrir skatta. Khris Middleton, liðsfélagi Antetokounmpo, sagði þessar fréttir ekki koma honum úr jafnvægi í samtali við ESPN. Antetokounmpo væri einfaldlega einn besti leikmaðurinn í deildinni og hann vilji halda stjórn liðsins á tánum. „Þetta hefur ekki áhrif á mig persónulega og ég held að þetta hafi ekki áhrif á okkur sem lið. Ég held að hann hafi sagt eitthvað svipað hvert einasta ár þegar samningaviðræður um framlengingu á samningnum hans eru framundan.“ Antetokounmpo er sjálfur að halda sér á tánum fyrir komandi tímabil en hann fetaði í fótspor leikmanna eins og LeBron James og Kobe Bryant og æfði með Houston Rockets goðsögninni Hakeem Olajuwon á dögunum. Giannis Antetokounmpo @Giannis_An34 putting in work with @UHouston GREAT Hakeem Olajuwon @DR34M #ForTheCity x #GoCoogs pic.twitter.com/iieM94NKpE— Houston Men's Hoops (@UHCougarMBK) September 23, 2023
Körfubolti NBA Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum