Sameining sveitarfélaga á endanum ákvörðun íbúa Helena Rós Sturludóttir skrifar 24. september 2023 12:32 Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri Voga. Vísir/Steingrímur Dúi Sveitarfélagið Vogar útilokar ekki mögulega sameiningu við neinn að sögn bæjarstjóra. Nágrannasveitarfélögunum á Suðurnesjum verði sent formlegt erindi á næstu dögum um samtal en of snemmt sé að spá fyrir um það hvort samtalið muni leiða til breytinga. Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkti á fundi sínum á miðvikudag að hefja samtal við nágrannasveitarfélög um mögulega sameiningarkosti. Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri Voga segir þetta rökrétt framhald af valkostagreiningu sem þegar hafi verið farið í, þar sem kostir og gallar við mismunandi sameiningar hafi verið skoðaðar. „Það var í rauninni ekki búið að ljúka verkefninu þannig að við ákváðum að taka það aftur upp núna og við leituðum í sjálfu sér ekkert sérstaklega til Reykjanesbæjar heldur einfaldlega samþykkti bæjarráð að hefja aftur samtöl við nágranna sveitarfélögin og kanna hug þeirra til sameininga,“ segir Gunnar Axel. Útilokar ekki önnur sveitarfélög Vogar liggi mitt á milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar og að sveitarfélagið útilokaði ekki að skoða sameiningu við Hafnarfjörð. „En sveitarfélögin á Suðurnesjum eiga í mjög miklu samstarfi í mörgum stórum verkefnum; sorpmálum, brunavörnum, heilbrigðiseftirlit og svo framvegis og það gengur allt mjög vel þannig það er kannski eðlilegra að leita til nágrannasveitarfélaganna í svona samtali,“ segir Gunnar Axel jafnframt. Aðspurður segir Gunnar fjárhagserfiðleika ekki ástæðu fyrir samtalinu. Sveitarfélagið eigi ekki í neinum frekari fjárhagserfiðleikum en önnur sveitarfélög. Rekstrarumhverfi sveitarfélaga sé erfitt og þannig verði það sennilega áfram. Vilja tryggja betri lífsskilyrði „Bæjarstjórnin hér lítur bara á það sem sína skyldu að horfa til framtíðar og velta upp spurningum á borð við hvað er skynsamlegast fyrir íbúana. Er skynsamlegast að hafa óbreytt fyrirkomulag eða tryggjum við íbúum betri lífsskilyrði með því að vinna nánar saman sem eitt,“ segir Gunnar Axel. Vogar útiloki ekki samstarf við neinn og næsta skref sé að senda formlegt erindi á Suðurnesjabæ, Grindavík og Reykjanesbæ og fara í könnunarviðræður. „Sem gætu svo á endanum leitt til að við ákveðum tvö eða fleiri sveitarfélög að fara í formlegar sameiningarviðræður þá verður farið í svona ítarlegri vinnu og allar hliðar málsins skoðaðar. Svo er þetta auðvitað bara á endanum íbúanna að taka svona ákvarðanir, valdið liggur hjá þeim í ákvörðunum um sameiningar,“ segir Gunnar Axel að lokum. Vogar Sveitarstjórnarmál Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkti á fundi sínum á miðvikudag að hefja samtal við nágrannasveitarfélög um mögulega sameiningarkosti. Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri Voga segir þetta rökrétt framhald af valkostagreiningu sem þegar hafi verið farið í, þar sem kostir og gallar við mismunandi sameiningar hafi verið skoðaðar. „Það var í rauninni ekki búið að ljúka verkefninu þannig að við ákváðum að taka það aftur upp núna og við leituðum í sjálfu sér ekkert sérstaklega til Reykjanesbæjar heldur einfaldlega samþykkti bæjarráð að hefja aftur samtöl við nágranna sveitarfélögin og kanna hug þeirra til sameininga,“ segir Gunnar Axel. Útilokar ekki önnur sveitarfélög Vogar liggi mitt á milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar og að sveitarfélagið útilokaði ekki að skoða sameiningu við Hafnarfjörð. „En sveitarfélögin á Suðurnesjum eiga í mjög miklu samstarfi í mörgum stórum verkefnum; sorpmálum, brunavörnum, heilbrigðiseftirlit og svo framvegis og það gengur allt mjög vel þannig það er kannski eðlilegra að leita til nágrannasveitarfélaganna í svona samtali,“ segir Gunnar Axel jafnframt. Aðspurður segir Gunnar fjárhagserfiðleika ekki ástæðu fyrir samtalinu. Sveitarfélagið eigi ekki í neinum frekari fjárhagserfiðleikum en önnur sveitarfélög. Rekstrarumhverfi sveitarfélaga sé erfitt og þannig verði það sennilega áfram. Vilja tryggja betri lífsskilyrði „Bæjarstjórnin hér lítur bara á það sem sína skyldu að horfa til framtíðar og velta upp spurningum á borð við hvað er skynsamlegast fyrir íbúana. Er skynsamlegast að hafa óbreytt fyrirkomulag eða tryggjum við íbúum betri lífsskilyrði með því að vinna nánar saman sem eitt,“ segir Gunnar Axel. Vogar útiloki ekki samstarf við neinn og næsta skref sé að senda formlegt erindi á Suðurnesjabæ, Grindavík og Reykjanesbæ og fara í könnunarviðræður. „Sem gætu svo á endanum leitt til að við ákveðum tvö eða fleiri sveitarfélög að fara í formlegar sameiningarviðræður þá verður farið í svona ítarlegri vinnu og allar hliðar málsins skoðaðar. Svo er þetta auðvitað bara á endanum íbúanna að taka svona ákvarðanir, valdið liggur hjá þeim í ákvörðunum um sameiningar,“ segir Gunnar Axel að lokum.
Vogar Sveitarstjórnarmál Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira