Davíð Smári: Pínu lukka með okkur í dag en betra liðið fór áfram Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. september 2023 17:50 Davíð Smári Lamude og Daníel Badu aðstoðarmaður hans þjálfa Vestra. vestri.is Vestri vinnur einvígi sitt gegn Fjölni 2-1 samanlagt eftir baráttuleik í Grafarvogi sem endaði með 1-1 jafntefli og tveimur rauðum spjöldum. Þeir munu spila úrslitaleik gegn Aftureldingu á Laugardalsvelli næsta laugardag, sigurvegari þess leiks mun leika í deild þeirra bestu á næsta tímabili. „Maður er bara hálfhrærður. Stuðningurinn sem við fengum frá stúkunni í dag er bara eitt það trylltasta sem ég hef séð. Vorum jafnvel bara með betri stuðning heldur en Fjölnismenn. Þessi leikur þróaðist bara þannig að þetta var algjör rússíbanareið fyrir mann að horfa á þetta svona af hlíðarlínunni. Og eins ég segi þá gerði stuðningurinn frá stúkunni þetta alveg extra, extra fallegt að lokum“ sagði Davíð Smári, þjálfari Vestra, strax að leik loknum. Davíð þakkar góðum stuðningi aðdáenda liðsins og blaðamaður getur vottað fyrir kraftinn sem hann færði liðinu í dag. Vestri kom af mikilli ákefð inn í þennan leik, innan sem utan vallar og leiddu leikinn með einu marki þegar flautað var til fyrri hálfleiks. Í seinni hálfleik fór svo aðeins að halla undan fæti hjá þeim. „Við missum mann útaf og missum aðeins tökin þar. Varnarlega var "aggressionið", sérstaklega frá bakvörðunum okkar ekki nógu mikið og við stigum ekki alveg nógu vel upp á þá. Við komum bara ekki alveg nógu góðir til seinni hálfleiks og að endingu var bara pínu lukka með okkur í dag“ sagði Davíð um seinni hálfleikinn og þakkar lukkudísunum að hafa verið með sér í liði. Hann tekur það samt skýrt fram að betra liðið hafi farið áfram úr þessu einvígi. „Staðreyndin er bara sú að þetta er fjórði leikur okkar við Fjölni í sumar og þeir hafa ekki unnið okkur í einum leik. Án þess að ég sé að vera of "cocky" með mitt lið eða okkar frammistöður þá held ég að betri liðið hafi farið áfram.“ Markaskorari liðsins Vladimir Tufegdzic fór meiddur af velli á 71. mínútu. Meiðslin voru ekki alvarleg og hann verður líklega með liðinu í úrslitaleiknum gegn Aftureldingun, en það grípur þjálfarann engin örvænting ef hann missir af leiknum. „Það verður bara að koma í ljós. Hann var bæði ofboðslega þreyttur og svo lendir hann illa á hnakkanum og leið ekki vel þannig að við þurfum bara að sjá til með það. En við erum bara með leikmenn sem eru graðir í að hjálpa liðinu og koma inn á þannig að það eru engar áhyggjur ef hann er off.“ Vestri mætir sem áður segir Aftureldingu næstu helgi í úrslitaleik um sæti í Bestu deildinni á næsta tímabili. Þeir vonast til að nýta meðbyrinn og sigla sigrinum heim gegn Aftureldingu sem voru besta lið deildarinnar framan af tímabili en hefur dregið segl sín svolítið saman síðan þá. „Bara vel, alveg sama hvort sem það hefði verið Leiknir eða Afturelding. Það er ofboðslegur meðbyr með okkur, við höfum varla tapað leik síðan bara ég man ekki hvenær. Gott gengi og mikil trú á liðinu, það fleytir manni langt“ sagði Davíð Smári kokhraustur að lokum. Íslenski boltinn Vestri Lengjudeild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Laugardalsvöllur bíður Vestra Vestri er á leiðinni í umspil á Laugardalsvelli um sæti í efstu deild að ári eftir 1-1 jafntefli gegn Fjölni í dag. Liðið mætir þar Aftureldingu sem lagði Leikni örugglega í dag, 3-0. 24. september 2023 16:12 Mest lesið Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
„Maður er bara hálfhrærður. Stuðningurinn sem við fengum frá stúkunni í dag er bara eitt það trylltasta sem ég hef séð. Vorum jafnvel bara með betri stuðning heldur en Fjölnismenn. Þessi leikur þróaðist bara þannig að þetta var algjör rússíbanareið fyrir mann að horfa á þetta svona af hlíðarlínunni. Og eins ég segi þá gerði stuðningurinn frá stúkunni þetta alveg extra, extra fallegt að lokum“ sagði Davíð Smári, þjálfari Vestra, strax að leik loknum. Davíð þakkar góðum stuðningi aðdáenda liðsins og blaðamaður getur vottað fyrir kraftinn sem hann færði liðinu í dag. Vestri kom af mikilli ákefð inn í þennan leik, innan sem utan vallar og leiddu leikinn með einu marki þegar flautað var til fyrri hálfleiks. Í seinni hálfleik fór svo aðeins að halla undan fæti hjá þeim. „Við missum mann útaf og missum aðeins tökin þar. Varnarlega var "aggressionið", sérstaklega frá bakvörðunum okkar ekki nógu mikið og við stigum ekki alveg nógu vel upp á þá. Við komum bara ekki alveg nógu góðir til seinni hálfleiks og að endingu var bara pínu lukka með okkur í dag“ sagði Davíð um seinni hálfleikinn og þakkar lukkudísunum að hafa verið með sér í liði. Hann tekur það samt skýrt fram að betra liðið hafi farið áfram úr þessu einvígi. „Staðreyndin er bara sú að þetta er fjórði leikur okkar við Fjölni í sumar og þeir hafa ekki unnið okkur í einum leik. Án þess að ég sé að vera of "cocky" með mitt lið eða okkar frammistöður þá held ég að betri liðið hafi farið áfram.“ Markaskorari liðsins Vladimir Tufegdzic fór meiddur af velli á 71. mínútu. Meiðslin voru ekki alvarleg og hann verður líklega með liðinu í úrslitaleiknum gegn Aftureldingun, en það grípur þjálfarann engin örvænting ef hann missir af leiknum. „Það verður bara að koma í ljós. Hann var bæði ofboðslega þreyttur og svo lendir hann illa á hnakkanum og leið ekki vel þannig að við þurfum bara að sjá til með það. En við erum bara með leikmenn sem eru graðir í að hjálpa liðinu og koma inn á þannig að það eru engar áhyggjur ef hann er off.“ Vestri mætir sem áður segir Aftureldingu næstu helgi í úrslitaleik um sæti í Bestu deildinni á næsta tímabili. Þeir vonast til að nýta meðbyrinn og sigla sigrinum heim gegn Aftureldingu sem voru besta lið deildarinnar framan af tímabili en hefur dregið segl sín svolítið saman síðan þá. „Bara vel, alveg sama hvort sem það hefði verið Leiknir eða Afturelding. Það er ofboðslegur meðbyr með okkur, við höfum varla tapað leik síðan bara ég man ekki hvenær. Gott gengi og mikil trú á liðinu, það fleytir manni langt“ sagði Davíð Smári kokhraustur að lokum.
Íslenski boltinn Vestri Lengjudeild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Laugardalsvöllur bíður Vestra Vestri er á leiðinni í umspil á Laugardalsvelli um sæti í efstu deild að ári eftir 1-1 jafntefli gegn Fjölni í dag. Liðið mætir þar Aftureldingu sem lagði Leikni örugglega í dag, 3-0. 24. september 2023 16:12 Mest lesið Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Umfjöllun: Laugardalsvöllur bíður Vestra Vestri er á leiðinni í umspil á Laugardalsvelli um sæti í efstu deild að ári eftir 1-1 jafntefli gegn Fjölni í dag. Liðið mætir þar Aftureldingu sem lagði Leikni örugglega í dag, 3-0. 24. september 2023 16:12
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti