Finnur Freyr: Nýir möguleikar og nýir hlutir sem þróa liðið aðeins Smári Jökull Jónsson skrifar 24. september 2023 21:31 Þeir vinna vel saman, Kristófer Acox og Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals. Kristófer átti frábæran leik hjá Val með 18 stig og 17 fráköst. Vísir Bára Finnur Freyr Stefánsson þjálfari Vals var ánægður með sigur sinna manna gegn Tindastóli í Meistarakeppni KKÍ. „Bara sitt lítið af hverju,“ sagði Finnur Freyr aðspurður hvað Valsmenn hefðu gert vel til að vinna Tindastól fyrir norðan. „Við gerðum ágætlega að spila vörn heilt yfir. Þegar við vorum að hreyfa boltann vel og sækja á þá vorum við að skapa okkur skot allan leikinn.“ Valsmenn náðu að halda tempóinu aðeins niðri í leiknum en Finnur var þó ekki endilega á því að það væri leikur Vals frekar en Stólanna. „Ég veit ekki um okkar leik eða þennan. Þetta var jafn leikur. Mér fannst við gera það sem við gerðum oft illa í fyrra, að koma út úr hálfleiknum, gera það vel. Mér fannst þeir vera að halda sér inni í leiknum á óþarfa körfum sem Þórir var að skora og einhverjum mjúkum villum í skotum. Mér fannst mikið af óþarfa vítum sem þeir voru að fá, bæði lélegt af okkur og svo var eitthvað verið að jafna dómgæsluna frá því í fyrri hálfleik.“ Valsmenn eru í meiðslavandræðum og til að mynda voru bæði Kári Jónsson og Ástþór Svalason í borgaralegum klæðum á varamannabekknum. Finnur Freyr hrósaði Daða Lár Jónssyni sérstaklega. „Sterkt að koma inn og ég er virkilega ánægður með Daða Lár hvernig hann stígur inn í bakvarðastöðuna í fjarveru allra hinna bakvarðanna. Kristinn Pálsson náttúrulega, mjög flott fyrsta framminstaða hans í Valsbúningnum,“ en Kristinn átti frábæran leik í kvöld og var stigahæstur Valsmanna. Hann kom til liðsins fyrir tímabilið. „Eins og þú veist þá vantar helling í bakvarðasveitina okkar. Það er styrkur okkar að við höfum verið að spila án manna og verið að prófa okkur áfram. Þó þetta sé mikið til sama lið og í fyrra þá eru að koma nýir strákar inn, nýir möguleikar og nýir hlutir sem þróa liðið aðeins og breyta því.“ Hann sagði gott að verja Meistarabikarinn þó hann sagði álit fólks á honum mismunandi. „Allavega titill í dag. Týpískur titill sem maður talar vel um þegar maður vinnur hann en spilar hann niður þegar maður tapar. Gott að ná að verja þennan eftir að hafa unnið hann líka í fyrra.“ Valur Tindastóll Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
„Bara sitt lítið af hverju,“ sagði Finnur Freyr aðspurður hvað Valsmenn hefðu gert vel til að vinna Tindastól fyrir norðan. „Við gerðum ágætlega að spila vörn heilt yfir. Þegar við vorum að hreyfa boltann vel og sækja á þá vorum við að skapa okkur skot allan leikinn.“ Valsmenn náðu að halda tempóinu aðeins niðri í leiknum en Finnur var þó ekki endilega á því að það væri leikur Vals frekar en Stólanna. „Ég veit ekki um okkar leik eða þennan. Þetta var jafn leikur. Mér fannst við gera það sem við gerðum oft illa í fyrra, að koma út úr hálfleiknum, gera það vel. Mér fannst þeir vera að halda sér inni í leiknum á óþarfa körfum sem Þórir var að skora og einhverjum mjúkum villum í skotum. Mér fannst mikið af óþarfa vítum sem þeir voru að fá, bæði lélegt af okkur og svo var eitthvað verið að jafna dómgæsluna frá því í fyrri hálfleik.“ Valsmenn eru í meiðslavandræðum og til að mynda voru bæði Kári Jónsson og Ástþór Svalason í borgaralegum klæðum á varamannabekknum. Finnur Freyr hrósaði Daða Lár Jónssyni sérstaklega. „Sterkt að koma inn og ég er virkilega ánægður með Daða Lár hvernig hann stígur inn í bakvarðastöðuna í fjarveru allra hinna bakvarðanna. Kristinn Pálsson náttúrulega, mjög flott fyrsta framminstaða hans í Valsbúningnum,“ en Kristinn átti frábæran leik í kvöld og var stigahæstur Valsmanna. Hann kom til liðsins fyrir tímabilið. „Eins og þú veist þá vantar helling í bakvarðasveitina okkar. Það er styrkur okkar að við höfum verið að spila án manna og verið að prófa okkur áfram. Þó þetta sé mikið til sama lið og í fyrra þá eru að koma nýir strákar inn, nýir möguleikar og nýir hlutir sem þróa liðið aðeins og breyta því.“ Hann sagði gott að verja Meistarabikarinn þó hann sagði álit fólks á honum mismunandi. „Allavega titill í dag. Týpískur titill sem maður talar vel um þegar maður vinnur hann en spilar hann niður þegar maður tapar. Gott að ná að verja þennan eftir að hafa unnið hann líka í fyrra.“
Valur Tindastóll Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum