Skýrslutökur hefjast í veislusal Árni Sæberg skrifar 25. september 2023 09:13 Lögmennirnir í málinu eru jafn margir og þeir ákærðu, 25 talsins. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð í Bankastræti Club málinu svokallaða hefst í veislusalnum Gullhömrum í dag. Á þriðja tug manna hafa stöðu sakbornings og búist er við því að á annað hundrað verði viðstaddir aðalmeðferðina. Héraðssaksóknari hefur ákært 25 í tengslum við rannsókn sína á hnífaárás á skemmtistaðnum Bankastræti Club í nóvember í fyrra. Einn er ákærður fyrir tilraun til manndráps. Upptökur úr öryggismyndavélum skemmtistaðarins fóru í dreifingu fljótlega eftir að árásin var framin, eftir að lögregluþjónn lak þeim úr málaskráningarkerfi lögreglunnar. Þar sjást mennirnir vaða inn í herbergi í kjallara Bankastrætis 5 og ráðast að þremur sem þar voru inni. Myndskeið af árásinni má sjá í spilaranum hér að neðan: Nítján ára karlmaður er ákærður fyrir tilraun til manndráps. Tíu sakborningar eru ákærðir fyrir að veitast að mönnunum með höggum og spörkum og fjórtán til viðbótar eru ákærðir fyrir hlutdeild í árásinni. Í því felst að hafa ruðst inn á staðinn, verið inni í húsnæðinu á meðan árásinnni stóð og verið þannig ógnun við mennina þrjá og veitt árásarmönnunum liðsinni. Játaði að hafa stungið tvo Meirihluti mannanna neitaði sök í málinu þegar það var þingfest í hollum í Héraðsdómi Reykjavíkur í mars síðastliðnum. Sá sem sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps játaði upphaflega að hafa stungið þrjá en ekki ætlað sér að myrða þá. Hann breytti síðar afstöðu sinni til sakargifta og sagðist aðeins hafa stungið tvo. Þá höfnuðu mennirnir flestir bótaskyldu í málinu en mennirnir þrír sem urðu fyrir árásinni kröfðust þess að árásarmennirnir yrðu dæmdir til þess að greiða þeim óskipt fimm milljón krónur hverjum í miskabætur auk skaðabóta vegna fjártjóns. Mikil viðvera lögreglu Sem áður segir verður mikill fjöldi fólks viðstaddur aðalmeðferðina og því fer hún fram í veislusalnum Gullhömrum í Grafarholti í Reykjavík. Í frétt Rúv um aðalmeðferðina segir að starfsmenn Héraðsdóms Reykjavíkur hafi undanfarna daga unnið að því að undibúa veislusalinn fyrir þinghald. Það hafi verið nokkuð flókin vinna þar sem nauðsynlegt sé að uppfylla skilyrði laga um meðferða sakamála um upptöku í hljóði og mynd. Þá verði lögregla með aukna viðveru við dómasalinn tímabundna og óheimilt verði að fara með bakpoka inn í salinn. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Reykjavík Dómsmál Lögreglumál Dómstólar Tengdar fréttir Segir atburðarásina hafa þróast út í múgæsingu Maður á fertugsaldri sem er meðal ákærðu í Bankastræti Club-málinu svokallaða neitar því staðfastlega að vera ofbeldismaður og segist ekki hafa haft í hyggju að fara inn hið örlagaríka kvöld þegar hópur veittist að þremur mönnum á skemmtistaðnum. 13. september 2023 07:34 „Þetta var algjört sjokk“ Í síðasta þætti af raunveruleikaþættinum LXS á Stöð 2 var hnífstungumálið á Bankastræti Club rifjað upp en ein af stjörnum þáttanna Birgitta Líf Björnsdóttir rak og átti hlut í skemmtistaðnum fyrir ekki svo löngu. 14. september 2023 10:31 Aðalmeðferð í Bankastræti Club-málinu fer fram í veislusal Aðalmeðferð í Bankastræti Club-málinu svokallaða mun fara fram í veislusal í veitingahúsinu Gullhömrum í Grafarholti í Reykjavík. Sakborningar í málinu eru á þriðja tug og því er ekki hægt að halda aðalmeðferði í dómshúsinu að Lækjartorgi. 9. júní 2023 20:27 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært 25 í tengslum við rannsókn sína á hnífaárás á skemmtistaðnum Bankastræti Club í nóvember í fyrra. Einn er ákærður fyrir tilraun til manndráps. Upptökur úr öryggismyndavélum skemmtistaðarins fóru í dreifingu fljótlega eftir að árásin var framin, eftir að lögregluþjónn lak þeim úr málaskráningarkerfi lögreglunnar. Þar sjást mennirnir vaða inn í herbergi í kjallara Bankastrætis 5 og ráðast að þremur sem þar voru inni. Myndskeið af árásinni má sjá í spilaranum hér að neðan: Nítján ára karlmaður er ákærður fyrir tilraun til manndráps. Tíu sakborningar eru ákærðir fyrir að veitast að mönnunum með höggum og spörkum og fjórtán til viðbótar eru ákærðir fyrir hlutdeild í árásinni. Í því felst að hafa ruðst inn á staðinn, verið inni í húsnæðinu á meðan árásinnni stóð og verið þannig ógnun við mennina þrjá og veitt árásarmönnunum liðsinni. Játaði að hafa stungið tvo Meirihluti mannanna neitaði sök í málinu þegar það var þingfest í hollum í Héraðsdómi Reykjavíkur í mars síðastliðnum. Sá sem sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps játaði upphaflega að hafa stungið þrjá en ekki ætlað sér að myrða þá. Hann breytti síðar afstöðu sinni til sakargifta og sagðist aðeins hafa stungið tvo. Þá höfnuðu mennirnir flestir bótaskyldu í málinu en mennirnir þrír sem urðu fyrir árásinni kröfðust þess að árásarmennirnir yrðu dæmdir til þess að greiða þeim óskipt fimm milljón krónur hverjum í miskabætur auk skaðabóta vegna fjártjóns. Mikil viðvera lögreglu Sem áður segir verður mikill fjöldi fólks viðstaddur aðalmeðferðina og því fer hún fram í veislusalnum Gullhömrum í Grafarholti í Reykjavík. Í frétt Rúv um aðalmeðferðina segir að starfsmenn Héraðsdóms Reykjavíkur hafi undanfarna daga unnið að því að undibúa veislusalinn fyrir þinghald. Það hafi verið nokkuð flókin vinna þar sem nauðsynlegt sé að uppfylla skilyrði laga um meðferða sakamála um upptöku í hljóði og mynd. Þá verði lögregla með aukna viðveru við dómasalinn tímabundna og óheimilt verði að fara með bakpoka inn í salinn.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Reykjavík Dómsmál Lögreglumál Dómstólar Tengdar fréttir Segir atburðarásina hafa þróast út í múgæsingu Maður á fertugsaldri sem er meðal ákærðu í Bankastræti Club-málinu svokallaða neitar því staðfastlega að vera ofbeldismaður og segist ekki hafa haft í hyggju að fara inn hið örlagaríka kvöld þegar hópur veittist að þremur mönnum á skemmtistaðnum. 13. september 2023 07:34 „Þetta var algjört sjokk“ Í síðasta þætti af raunveruleikaþættinum LXS á Stöð 2 var hnífstungumálið á Bankastræti Club rifjað upp en ein af stjörnum þáttanna Birgitta Líf Björnsdóttir rak og átti hlut í skemmtistaðnum fyrir ekki svo löngu. 14. september 2023 10:31 Aðalmeðferð í Bankastræti Club-málinu fer fram í veislusal Aðalmeðferð í Bankastræti Club-málinu svokallaða mun fara fram í veislusal í veitingahúsinu Gullhömrum í Grafarholti í Reykjavík. Sakborningar í málinu eru á þriðja tug og því er ekki hægt að halda aðalmeðferði í dómshúsinu að Lækjartorgi. 9. júní 2023 20:27 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Segir atburðarásina hafa þróast út í múgæsingu Maður á fertugsaldri sem er meðal ákærðu í Bankastræti Club-málinu svokallaða neitar því staðfastlega að vera ofbeldismaður og segist ekki hafa haft í hyggju að fara inn hið örlagaríka kvöld þegar hópur veittist að þremur mönnum á skemmtistaðnum. 13. september 2023 07:34
„Þetta var algjört sjokk“ Í síðasta þætti af raunveruleikaþættinum LXS á Stöð 2 var hnífstungumálið á Bankastræti Club rifjað upp en ein af stjörnum þáttanna Birgitta Líf Björnsdóttir rak og átti hlut í skemmtistaðnum fyrir ekki svo löngu. 14. september 2023 10:31
Aðalmeðferð í Bankastræti Club-málinu fer fram í veislusal Aðalmeðferð í Bankastræti Club-málinu svokallaða mun fara fram í veislusal í veitingahúsinu Gullhömrum í Grafarholti í Reykjavík. Sakborningar í málinu eru á þriðja tug og því er ekki hægt að halda aðalmeðferði í dómshúsinu að Lækjartorgi. 9. júní 2023 20:27
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda