Segir erfitt að átta sig á hvað Bruce Willis geri sér grein fyrir Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. september 2023 23:25 Emma og Bruce Willis á góðri stundu. VCG/Getty Emma Heming Willis, frumkvöðull, fyrirsæta og eiginkona Bruce Willis, Hollywood leikara, segir erfitt að vita hvort að hann geri sér grein fyrir því að hann sé heilabilaður. Viðtal við Emmu má horfa á neðst í fréttinni. Þetta er í fyrsta skipti sem Emma tjáir sig um veikindi hans opinberlega. Fjölskylda hans greindi frá því í febrúar fyrr á árinu að hann væri með framheilabilun. Áður tilkynnti leikarinn í mars í fyrra að hann væri hættur að leika þar sem hann væri með málstol. „Ég er að kynnast því á eigin skinni hvað heilabilun er erfið. Hún er erfið fyrir manneskjuna sem greinist með hana, en hún er líka erfið fyrir fjölskylduna, þetta er fjölskyldusjúkdómur,“ segir Emma sem ræddi veikindi eiginmannsins í sjónvarpsþættinum Today á NBC sjónvarpsstöðinni. Emma og Bruce giftu sig árið 2009. Emma segir að fjölskyldan reyni að vera opinská með sjúkdóminn, bæði innan heimilisins og utan þess. Þau eiga saman tvær ungar dætur og þá átti Bruce fyrir þrjár uppkomnar dætur með Demi Moore, leikkonu. „Það var okkur mjög mikilvægt að ræða þetta við dætur okkar, af því að ég vil ekki að það fylgi þessu nein skömm,“ segir Emma. Hún segir eiginmann sinn hamingjusaman þrátt fyrir allt. „Hann er gjöf sem heldur áfram að gefa. Ástríkur. Þolinmóður. Sterkur. Það er svo mikið sem hann kennir mér og allri fjölskyldunni. Mér finnst ekki þægilegt að vera hér, þetta er ekki minn þægindahringur. Þetta er krafturinn sem ég hef frá Bruce.“ Hollywood Bandaríkin Mest lesið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Fleiri fréttir Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Sjá meira
Þetta er í fyrsta skipti sem Emma tjáir sig um veikindi hans opinberlega. Fjölskylda hans greindi frá því í febrúar fyrr á árinu að hann væri með framheilabilun. Áður tilkynnti leikarinn í mars í fyrra að hann væri hættur að leika þar sem hann væri með málstol. „Ég er að kynnast því á eigin skinni hvað heilabilun er erfið. Hún er erfið fyrir manneskjuna sem greinist með hana, en hún er líka erfið fyrir fjölskylduna, þetta er fjölskyldusjúkdómur,“ segir Emma sem ræddi veikindi eiginmannsins í sjónvarpsþættinum Today á NBC sjónvarpsstöðinni. Emma og Bruce giftu sig árið 2009. Emma segir að fjölskyldan reyni að vera opinská með sjúkdóminn, bæði innan heimilisins og utan þess. Þau eiga saman tvær ungar dætur og þá átti Bruce fyrir þrjár uppkomnar dætur með Demi Moore, leikkonu. „Það var okkur mjög mikilvægt að ræða þetta við dætur okkar, af því að ég vil ekki að það fylgi þessu nein skömm,“ segir Emma. Hún segir eiginmann sinn hamingjusaman þrátt fyrir allt. „Hann er gjöf sem heldur áfram að gefa. Ástríkur. Þolinmóður. Sterkur. Það er svo mikið sem hann kennir mér og allri fjölskyldunni. Mér finnst ekki þægilegt að vera hér, þetta er ekki minn þægindahringur. Þetta er krafturinn sem ég hef frá Bruce.“
Hollywood Bandaríkin Mest lesið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Fleiri fréttir Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“