Arnar um samskiptin við Óskar Hrafn eftir leik: „Ég fílaði þetta ekki“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. september 2023 08:01 Arnar Gunnlaugsson og Óskar Hrafn Þorvaldsson skiptast á orðum. vísir/hulda margrét Eftir leik Breiðabliks og Víkings í Bestu deild karla í gær lentu þjálfarar liðanna, Óskar Hrafn Þorvaldsson og Arnar Gunnlaugsson, í orðaskaki. Arnar ræddi samskipti og ríginn milli þeirra í Stúkunni. Breiðablik vann nýkrýnda Íslandsmeistara Víkings, 3-1, í lokaleik 24. umferðar Bestu deildarinnar í gær. Grunnt er á því góða milli þessara liða og eftir leikinn skiptust þeir Óskar Hrafn og Arnar á einhverjum orðum. Arnar mætti í Stúkuna eftir leikinn á Kópavogsvelli þar sem hann var spurður út í samskiptin við Óskar Hrafn og ríginn milli þeirra og Víkings og Breiðabliks. „Þetta eru eins og börnin manns, þessi lið. Það er svo mannlegt eðli að svara fyrir sig, eins barnalega og það hljómar þarf maður stundum að bíta í hnúann til að svara ekki öllu alltaf á þessum tímum samfélagsmiðla,“ sagði Arnar. „Í þessu tilfelli, það eru ákveðnar reglur eftir leiki og það er að takast í hendur almennilega og ekki svo byrja að snúa sér við og byrja að skjóta á þjálfarann, hvað þá þjálfarann sem er nýbúinn að tapa leik. Það eru reglur. Það voru einhver orð látin falla þarna. Ég er svona 99 prósent með skapið hennar mömmu og er mjög rólegur einstaklingur en pabbi poppar stundum upp, þetta eina prósent, og hann er snargeðveikur í skapinu. Ég fílaði þetta ekki og ég fíla ekki þegar liðið mitt er hunsað eftir leiki eins og það sem gerðist.“ Klippa: Stúkan - Arnar um ríg Víkings og Breiðabliks Arnari finnst skotin aðallega koma úr annarri áttinni. „Mér finnst þetta ekkert rosalega mikið koma frá mér. En mér finnst ég alltaf þurfa að svara þegar koma einhver ummæli,“ sagði Arnar. „Þetta eru skot og ég get alveg svarað miklu verr fyrir þetta en ég fer ekki þá leið. Ég trúi því og treysti að hinn almenni fótboltaáhugamaður veit bara alltof mikið um þessa íþrótt og ég þarf ekkert að svara fyrir þetta. En mikið andskoti er þetta gaman samt.“ Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Stúkan Tengdar fréttir Óskar Hrafn: Þeir pökkuðu deildinni saman en þetta var dýrmætur sigur fyrir okkur „Ég er bara mjög ánægður, dýrmætur sigur og mér fannst þetta öflug frammistaða. Menn voru orðnir þreyttir undir lokin og þurftu að grafa svolítið“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks eftir 3-1 sigur sinna manna gegn nýkrýndum Íslandsmeisturum Víkings. 25. september 2023 22:34 Höskuldur: Mikilvægur sigur fyrir Evrópubaráttuna „Mikilvægur sigur fyrir Evrópubaráttuna okkar og bara flott frammistaða“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, eftir 3-1 sigur gegn Víkingi. Höskuldur skoraði annað mark leiksins og átti góðan leik á miðjunni hjá Blikum. 25. september 2023 21:54 Arnar Gunnlaugs: Fer ekki upp úr rúminu á hverjum degi og hugsa um Breiðablik Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslandsmeistaraliðs Víkings, ræddi við Stöð 2 Sport áður en leikur Víkinga og Breiðabliks hófst í Bestu deild karla í knattspyrnu á Kópavogsvelli. Þar lét hann áhugaverð ummæli falla. 25. september 2023 20:06 Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira
Breiðablik vann nýkrýnda Íslandsmeistara Víkings, 3-1, í lokaleik 24. umferðar Bestu deildarinnar í gær. Grunnt er á því góða milli þessara liða og eftir leikinn skiptust þeir Óskar Hrafn og Arnar á einhverjum orðum. Arnar mætti í Stúkuna eftir leikinn á Kópavogsvelli þar sem hann var spurður út í samskiptin við Óskar Hrafn og ríginn milli þeirra og Víkings og Breiðabliks. „Þetta eru eins og börnin manns, þessi lið. Það er svo mannlegt eðli að svara fyrir sig, eins barnalega og það hljómar þarf maður stundum að bíta í hnúann til að svara ekki öllu alltaf á þessum tímum samfélagsmiðla,“ sagði Arnar. „Í þessu tilfelli, það eru ákveðnar reglur eftir leiki og það er að takast í hendur almennilega og ekki svo byrja að snúa sér við og byrja að skjóta á þjálfarann, hvað þá þjálfarann sem er nýbúinn að tapa leik. Það eru reglur. Það voru einhver orð látin falla þarna. Ég er svona 99 prósent með skapið hennar mömmu og er mjög rólegur einstaklingur en pabbi poppar stundum upp, þetta eina prósent, og hann er snargeðveikur í skapinu. Ég fílaði þetta ekki og ég fíla ekki þegar liðið mitt er hunsað eftir leiki eins og það sem gerðist.“ Klippa: Stúkan - Arnar um ríg Víkings og Breiðabliks Arnari finnst skotin aðallega koma úr annarri áttinni. „Mér finnst þetta ekkert rosalega mikið koma frá mér. En mér finnst ég alltaf þurfa að svara þegar koma einhver ummæli,“ sagði Arnar. „Þetta eru skot og ég get alveg svarað miklu verr fyrir þetta en ég fer ekki þá leið. Ég trúi því og treysti að hinn almenni fótboltaáhugamaður veit bara alltof mikið um þessa íþrótt og ég þarf ekkert að svara fyrir þetta. En mikið andskoti er þetta gaman samt.“ Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Stúkan Tengdar fréttir Óskar Hrafn: Þeir pökkuðu deildinni saman en þetta var dýrmætur sigur fyrir okkur „Ég er bara mjög ánægður, dýrmætur sigur og mér fannst þetta öflug frammistaða. Menn voru orðnir þreyttir undir lokin og þurftu að grafa svolítið“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks eftir 3-1 sigur sinna manna gegn nýkrýndum Íslandsmeisturum Víkings. 25. september 2023 22:34 Höskuldur: Mikilvægur sigur fyrir Evrópubaráttuna „Mikilvægur sigur fyrir Evrópubaráttuna okkar og bara flott frammistaða“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, eftir 3-1 sigur gegn Víkingi. Höskuldur skoraði annað mark leiksins og átti góðan leik á miðjunni hjá Blikum. 25. september 2023 21:54 Arnar Gunnlaugs: Fer ekki upp úr rúminu á hverjum degi og hugsa um Breiðablik Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslandsmeistaraliðs Víkings, ræddi við Stöð 2 Sport áður en leikur Víkinga og Breiðabliks hófst í Bestu deild karla í knattspyrnu á Kópavogsvelli. Þar lét hann áhugaverð ummæli falla. 25. september 2023 20:06 Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira
Óskar Hrafn: Þeir pökkuðu deildinni saman en þetta var dýrmætur sigur fyrir okkur „Ég er bara mjög ánægður, dýrmætur sigur og mér fannst þetta öflug frammistaða. Menn voru orðnir þreyttir undir lokin og þurftu að grafa svolítið“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks eftir 3-1 sigur sinna manna gegn nýkrýndum Íslandsmeisturum Víkings. 25. september 2023 22:34
Höskuldur: Mikilvægur sigur fyrir Evrópubaráttuna „Mikilvægur sigur fyrir Evrópubaráttuna okkar og bara flott frammistaða“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, eftir 3-1 sigur gegn Víkingi. Höskuldur skoraði annað mark leiksins og átti góðan leik á miðjunni hjá Blikum. 25. september 2023 21:54
Arnar Gunnlaugs: Fer ekki upp úr rúminu á hverjum degi og hugsa um Breiðablik Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslandsmeistaraliðs Víkings, ræddi við Stöð 2 Sport áður en leikur Víkinga og Breiðabliks hófst í Bestu deild karla í knattspyrnu á Kópavogsvelli. Þar lét hann áhugaverð ummæli falla. 25. september 2023 20:06